Pallíettujakkinn verður notaður meira 7. september 2016 13:00 Þura Kristín útskrifaðist sem grafískur hönnuður úr Listaháskóla Íslands nú í maí. Hún er einnig plötusnúður og spilar í hverri viku á ýmsum stöðum í Reykjavík sem og með hljómsveitinni Cyber og stundum með drottningum RVKDTR. Vísir/Eyþór Þura Stína Kristleifsdóttir, plötusnúður og grafískur hönnuður, er mjög upptekin í vinnu og verkefnum þessa dagana en hún segir að þeir sem þekki hana viti að þannig líði henni best. „Ég fór á Evróputúr sem plötusnúður Reykjavíkurdætra í sumar og var að koma úr mjög spennandi þróunarverkefni sem ég vann í sumar með vöruhönnuðum aðallega, þar sem við einblíndum á verðmætasköpun fyrir íslenskt hráefni og samstarf á milli hönnuða og fyrirtækja. Í seinustu viku byrjaði ég svo á stórkostlegu auglýsingastofunni Brandenburg og er mjög spennt fyrir komandi tímum þar.“Hvaða flík notar þú mest? Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Monki buxna enda ótrúlega þægilegar. Þessa dagana er ég að vinna mikið með einar slíkar uppháar, smá „loose“ og ekki alveg 100% svartar.Hver er uppáhalds yfirhöfnin? Síð svört kápa frá Weekday sem ég keypti mér í Danmörku í sumar, ég hef ekki getað notað hana neitt ofboðslega mikið sökum góðs veðurs en bíð spennt eftir haustinu.Hvaða skór eru í mestu uppáhaldi? Þegar ég spila þá stend ég oftast í lengri tíma, ég hef átt mjög marga þægilega strigaskó í gegnum tíðina en þeir eru eiginlega allir Nike.Hvaða skartgripi notar þú mest? Ég er nánast alltaf með úr og hef alltaf átt hringi. Ég er mjög léleg að nota skartgripi í dag en á einn „alvöru“ hring sem ég fékk í stúdentsgjöf 19 ára frá æskuvinkonum mínum. Án þess að vera neitt sérstaklega hjátrúarfull þá set ég hann alltaf upp þegar ég er að fara að gera eitthvað mikilvægt eða þegar mér veitir ekki af smá heppni. Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Þura Stína Kristleifsdóttir, plötusnúður og grafískur hönnuður, er mjög upptekin í vinnu og verkefnum þessa dagana en hún segir að þeir sem þekki hana viti að þannig líði henni best. „Ég fór á Evróputúr sem plötusnúður Reykjavíkurdætra í sumar og var að koma úr mjög spennandi þróunarverkefni sem ég vann í sumar með vöruhönnuðum aðallega, þar sem við einblíndum á verðmætasköpun fyrir íslenskt hráefni og samstarf á milli hönnuða og fyrirtækja. Í seinustu viku byrjaði ég svo á stórkostlegu auglýsingastofunni Brandenburg og er mjög spennt fyrir komandi tímum þar.“Hvaða flík notar þú mest? Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Monki buxna enda ótrúlega þægilegar. Þessa dagana er ég að vinna mikið með einar slíkar uppháar, smá „loose“ og ekki alveg 100% svartar.Hver er uppáhalds yfirhöfnin? Síð svört kápa frá Weekday sem ég keypti mér í Danmörku í sumar, ég hef ekki getað notað hana neitt ofboðslega mikið sökum góðs veðurs en bíð spennt eftir haustinu.Hvaða skór eru í mestu uppáhaldi? Þegar ég spila þá stend ég oftast í lengri tíma, ég hef átt mjög marga þægilega strigaskó í gegnum tíðina en þeir eru eiginlega allir Nike.Hvaða skartgripi notar þú mest? Ég er nánast alltaf með úr og hef alltaf átt hringi. Ég er mjög léleg að nota skartgripi í dag en á einn „alvöru“ hring sem ég fékk í stúdentsgjöf 19 ára frá æskuvinkonum mínum. Án þess að vera neitt sérstaklega hjátrúarfull þá set ég hann alltaf upp þegar ég er að fara að gera eitthvað mikilvægt eða þegar mér veitir ekki af smá heppni.
Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira