Viðreisn og evra Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. september 2016 00:00 Viðreisn hefur aðgreint sig frá Sjálfstæðisflokknum í stórum málum en hvaða stefnu ætla forystumenn flokksins að taka í gjaldmiðils- og peningamálum og verður það hitamál í kosningabaráttunni? „Ástæðan fyrir því að þetta fór illa árið 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Effelturninn á peningaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur umgjörðin og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum.“ Þetta sagði Gylfi Zoëga, prófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í viðtali á Stöð 2 í mars. Rétt ályktað enda skiptir ekki máli hvaða gjaldmiðill er notaður ef hagstjórnin er í molum. PIIGS-ríkin, Portúgal, Ítalía, Írland, Grikkland og Spánn, voru þau ríki sem urðu verst úti í skuldakreppunni á evrusvæðinu. Flest hafa þau náð þokkalegri viðspyrnu að Grikklandi undanskildu sem hefur verið dæmt til áratuga ánauðar af lánardrottnum sínum. Þá er óvíst hvernig ítölsku efnahagslífi reiðir af vegna stöðu bankakerfisins þar. Vanda þessara ríkja má rekja til ákvarðana sem voru teknar við hagstjórn í aðdraganda kreppunnar. Evran gerði það hins vegar að verkum að sum þessara ríkja náðu síðbúinni viðspyrnu og alls engri viðspyrnu eins og í tilviki Grikklands. Þá eru margir af virtustu hagfræðingum heims á þeirri skoðun að myntsamstarfið um evruna sé stórgallað í óbreyttri mynd. Barátta fyrir launum í mynt sem rýrnar ekki og er ekki undirorpin sveiflum og óvissu er án nokkurs vafa eitt mikilvægasta baráttumál sem launafólk á Íslandi hefur staðið frammi fyrir lengi. Hins vegar hefur reynslan af skuldakreppunni á evrusvæðinu sýnt að þátttaka í myntsamstarfi hefur sína ókosti. Um þessar mundir er íslensk þjóð jafnframt að ganga í gegnum lengsta stöðugleikatímabil frá því verðbólgumarkmið var tekið upp árið 2001. Umræðan um gjaldmiðilsmál er því ekki jafn heit í þjóðfélaginu og oft áður. Viðreisn hefur aðgreint sig með skýrum hætti frá Sjálfstæðisflokknum í tvíþættu tilliti. Annars vegar vill flokkurinn að sjávarútvegsfyrirtækin greiði markaðstengt auðlindagjald með því að árlega fari ákveðinn hluti kvótans á markað. Hins vegar vill Viðreisn að landbúnaðurinn lúti lögmálum almennrar samkeppni og að innflutningstakmarkanir og tollar á landbúnaðarvörur verði afnumin í áföngum. Með tilkomu Viðreisnar eru kjósendur á miðjunni og hægra megin við miðjuna komnir með valkost sem aðgreinir sig frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í mikilvægum málaflokkum. Að þessu sögðu verður hins vegar forvitnilegt að sjá hvaða afstöðu forystumenn Viðreisnar taka í gjaldmiðils- og peningamálum. Hvort þeir munu leggja höfuðáherslu á að Ísland eigi að stefna á aðild að Evrópska myntbandalaginu með undanfarandi aðild að ESB. Í því sambandi er eðlilegt að spyrja, er það eftirsóknarvert á meðan staðan á evrusvæðinu er jafn brothætt og viðkvæm og raun ber vitni?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Viðreisn hefur aðgreint sig frá Sjálfstæðisflokknum í stórum málum en hvaða stefnu ætla forystumenn flokksins að taka í gjaldmiðils- og peningamálum og verður það hitamál í kosningabaráttunni? „Ástæðan fyrir því að þetta fór illa árið 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Effelturninn á peningaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur umgjörðin og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum.“ Þetta sagði Gylfi Zoëga, prófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í viðtali á Stöð 2 í mars. Rétt ályktað enda skiptir ekki máli hvaða gjaldmiðill er notaður ef hagstjórnin er í molum. PIIGS-ríkin, Portúgal, Ítalía, Írland, Grikkland og Spánn, voru þau ríki sem urðu verst úti í skuldakreppunni á evrusvæðinu. Flest hafa þau náð þokkalegri viðspyrnu að Grikklandi undanskildu sem hefur verið dæmt til áratuga ánauðar af lánardrottnum sínum. Þá er óvíst hvernig ítölsku efnahagslífi reiðir af vegna stöðu bankakerfisins þar. Vanda þessara ríkja má rekja til ákvarðana sem voru teknar við hagstjórn í aðdraganda kreppunnar. Evran gerði það hins vegar að verkum að sum þessara ríkja náðu síðbúinni viðspyrnu og alls engri viðspyrnu eins og í tilviki Grikklands. Þá eru margir af virtustu hagfræðingum heims á þeirri skoðun að myntsamstarfið um evruna sé stórgallað í óbreyttri mynd. Barátta fyrir launum í mynt sem rýrnar ekki og er ekki undirorpin sveiflum og óvissu er án nokkurs vafa eitt mikilvægasta baráttumál sem launafólk á Íslandi hefur staðið frammi fyrir lengi. Hins vegar hefur reynslan af skuldakreppunni á evrusvæðinu sýnt að þátttaka í myntsamstarfi hefur sína ókosti. Um þessar mundir er íslensk þjóð jafnframt að ganga í gegnum lengsta stöðugleikatímabil frá því verðbólgumarkmið var tekið upp árið 2001. Umræðan um gjaldmiðilsmál er því ekki jafn heit í þjóðfélaginu og oft áður. Viðreisn hefur aðgreint sig með skýrum hætti frá Sjálfstæðisflokknum í tvíþættu tilliti. Annars vegar vill flokkurinn að sjávarútvegsfyrirtækin greiði markaðstengt auðlindagjald með því að árlega fari ákveðinn hluti kvótans á markað. Hins vegar vill Viðreisn að landbúnaðurinn lúti lögmálum almennrar samkeppni og að innflutningstakmarkanir og tollar á landbúnaðarvörur verði afnumin í áföngum. Með tilkomu Viðreisnar eru kjósendur á miðjunni og hægra megin við miðjuna komnir með valkost sem aðgreinir sig frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í mikilvægum málaflokkum. Að þessu sögðu verður hins vegar forvitnilegt að sjá hvaða afstöðu forystumenn Viðreisnar taka í gjaldmiðils- og peningamálum. Hvort þeir munu leggja höfuðáherslu á að Ísland eigi að stefna á aðild að Evrópska myntbandalaginu með undanfarandi aðild að ESB. Í því sambandi er eðlilegt að spyrja, er það eftirsóknarvert á meðan staðan á evrusvæðinu er jafn brothætt og viðkvæm og raun ber vitni?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun