Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. september 2016 16:43 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Vísir/Daníel Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, hefur ákveðið að ganga til liðs við Viðreisn. Hún stefnir á forystusæti í Suðvestur kjördæmi. „Ég steig út úr pólitík á sínum tíma og hef fylgst náttúrulega vel með henni og ég viðurkenni það alveg að pólitískur áhugi hefur ekki slokknað. Maður leitar í pólitík útaf hugmyndum og hugsjón. Ég sé viðreisn sem frjálslynt afl sem samfélagið hefur verið að kalla eftir til ákveðinna breyting á því sem við höfum meðal annars verið að ræða,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við Vísi. Aðspurð segir Þorgerður Katrín að henni finnist vera vöntun á frjálslyndu afli í stjórnmálum á Íslandi. „Annars væri ég ekki að taka þetta skref, sem er í rauninni ekkert auðvelt þegar maður hefur verið lengi virkur í flokkstarfi þess góða flokks sem er Sjálfstæðisflokkurinn,“ segir Þorgerður Katrín, sem segist hafa tekið endanlega ákvörðun í hádeginu í dag. „Eftir stendur að ég stefni að því að koma inn aftur og þá hugsar maður einfaldlega hvernig er hægt að nýta tímann til að ná fram ákveðnum breytingum.“ Meðal þeirra mála sem Þorgerður Katrín segist leggja áherslu á eru breytingar á velferðarkerfinu, jöfnun atkvæðisréttar og að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um áframhaldandi viðræður Íslands við Evrópusambandið. „Það er ákveðið ákall eftir skynsömum breytingum á þeim kerfum sem halda samfélaginu okkar uppi,“ segir Þorgerður Katrín að lokum. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, hefur ákveðið að ganga til liðs við Viðreisn. Hún stefnir á forystusæti í Suðvestur kjördæmi. „Ég steig út úr pólitík á sínum tíma og hef fylgst náttúrulega vel með henni og ég viðurkenni það alveg að pólitískur áhugi hefur ekki slokknað. Maður leitar í pólitík útaf hugmyndum og hugsjón. Ég sé viðreisn sem frjálslynt afl sem samfélagið hefur verið að kalla eftir til ákveðinna breyting á því sem við höfum meðal annars verið að ræða,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við Vísi. Aðspurð segir Þorgerður Katrín að henni finnist vera vöntun á frjálslyndu afli í stjórnmálum á Íslandi. „Annars væri ég ekki að taka þetta skref, sem er í rauninni ekkert auðvelt þegar maður hefur verið lengi virkur í flokkstarfi þess góða flokks sem er Sjálfstæðisflokkurinn,“ segir Þorgerður Katrín, sem segist hafa tekið endanlega ákvörðun í hádeginu í dag. „Eftir stendur að ég stefni að því að koma inn aftur og þá hugsar maður einfaldlega hvernig er hægt að nýta tímann til að ná fram ákveðnum breytingum.“ Meðal þeirra mála sem Þorgerður Katrín segist leggja áherslu á eru breytingar á velferðarkerfinu, jöfnun atkvæðisréttar og að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um áframhaldandi viðræður Íslands við Evrópusambandið. „Það er ákveðið ákall eftir skynsömum breytingum á þeim kerfum sem halda samfélaginu okkar uppi,“ segir Þorgerður Katrín að lokum.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira