Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 1-1 | Selfoss í fallsæti þrátt fyrir stig Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. september 2016 19:45 Vísir FH og Selfoss gerðu 1-1 jafntefli í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld á Kaplakrikavelli. Melkorka Katrín Pétursdóttir kom FH yfir þegar 19 mínútur voru til leiksloka en Magdalena Anna Reimus jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Síðustu 20 mínútur leiksins voru æsilegar og hefðu bæði lið getað stolið sigrinum en FH fékk þó þrjú bestu færin undir lokin og geta heimastelpur nagað sig í handarbökin á að hafa ekki tekið stigin þrjú. Bæði lið eru í harðri fallbaráttu og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. FH er þó eftir leiki kvöldsins í sjötta sæti deildarinnar en aðeins þremur stigum frá fallsæti og með lakari markamun. Selfoss féll niður í fallsæti, 11. sæti deildarinnar því á sama tíma vann KR Fylki 3-1. Selfoss er því stigi á eftir KR, tveimur stigum frá Fylki og þremur á eftir FH. Það sást vel á fyrri hálfleik hve mikið var í húfi. Selfoss byrjaði betur fyrstu fimm mínúturnar en eftir það komst liðið varla yfir miðju það sem eftir lifði hálfleiks. FH var mikið meira með boltann en náði ekki að skapa sér nein færi og fyrir vikið var hálfleikurinn lítil skemmtun. Allt annað var uppi á tengingum í seinni hálfleik. Selfoss mætti mjög ákveðinn til leiks og sótti meira á fyrstu þremur mínútum seinni hálfleiks en allan fyrri hálfleikinn. Fyrir vikið fékk FH meira pláss í sínum sóknarleik og úr varð bráð fjörugur, opinn og skemmtilegur fótboltaleikur. Eftir að FH skoraði átti Selfoss erfitt með að skapa sér færi þar til liðið fékk aukaspyrnu úti á hægri kanti sem liðið að lokum jafnaði úr. Bæði lið vildu stigin þrjú og komst FH nær því að hirða þau en liðið náði ekki að nýta færin sem það fékk í lokin og fyrir vikið sættust liðin á eitt stig hvort. Selma Dögg: Stigu allar upp í seinni hálfleik„Það er mjög glatað en við sköpuðum okkur þessi færi og við þurfum bara æfingu til að klára þetta,“ sagði Selma Dögg Björgvinsdóttir leikmaður FH um að vonbrigðin að nýta ekki færin undir lokin og tryggja sér sigur. „Þetta var mjög jafnt og við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að gefa í til að vera yfir í þessum leik. „Við virkilega þurftum að vinna þennan leik og það stigu allar upp í seinni hálfleik. Við börðumst allar og þær sem komu inn á komu allar með kraft.“ Selma Dögg var alls ekki ánægð með jöfnunarmark Selfoss sem kom eftir fast leikatriði. „Það er mjög lélegt. Við leggjum upp með að taka mann á mann þannig að þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ FH mætir Fylki í næstu umferð og leikur þar annan úrslitaleik gegn liði í fallbaráttunni. „Við þurfum að vinna þann leik og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Selma Dögg. Magdalena: Ég var á réttum stað„Þetta var góð aukaspyrna hjá Önnu (Maríu Friðgerisdóttur) og Heiðdís (Sigurjónsdóttir) náði skallanum og ég var á réttum stað,“ sagði Magdalena Anna Reimus um jöfnunarmark sitt fyrir Selfoss í kvöld. „Það var mjög gott að við náðum þessu marki. Við héldum áfram að berjast þó við höfum lent undir.“ Selfoss átti í vandræðum eftir að liðið lenti undir en fékk fast leikatriði sem tryggði liðinu mikilvægt stig. „Við lentum í vandræðum í smá stund og fórum aðeins út úr skipulaginu. Við náðum fljótt áttum, sóttum meira og tókum sénsa. „Við þurftum að taka sénsa til að ná þessu stigi. Við unnum mjög vel út úr þessu,“ sagði Magdalena. Selfoss náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik en sótti mun betur í seinni hálfleik og var allt liðið ákveðnara. „Við vorum ákveðnar að ná stigi hérna og berjast eins og ljón. Við erum að finna okkar Selfosshjarta og hætta aldrei. Við erum að finna sigurvilja og gleði aftur. Þetta er að koma og við erum að stíga upp,“ sagði Magdalena hvergi bangin þó liðið sé komið í fallsæti. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
FH og Selfoss gerðu 1-1 jafntefli í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld á Kaplakrikavelli. Melkorka Katrín Pétursdóttir kom FH yfir þegar 19 mínútur voru til leiksloka en Magdalena Anna Reimus jafnaði metin þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Síðustu 20 mínútur leiksins voru æsilegar og hefðu bæði lið getað stolið sigrinum en FH fékk þó þrjú bestu færin undir lokin og geta heimastelpur nagað sig í handarbökin á að hafa ekki tekið stigin þrjú. Bæði lið eru í harðri fallbaráttu og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. FH er þó eftir leiki kvöldsins í sjötta sæti deildarinnar en aðeins þremur stigum frá fallsæti og með lakari markamun. Selfoss féll niður í fallsæti, 11. sæti deildarinnar því á sama tíma vann KR Fylki 3-1. Selfoss er því stigi á eftir KR, tveimur stigum frá Fylki og þremur á eftir FH. Það sást vel á fyrri hálfleik hve mikið var í húfi. Selfoss byrjaði betur fyrstu fimm mínúturnar en eftir það komst liðið varla yfir miðju það sem eftir lifði hálfleiks. FH var mikið meira með boltann en náði ekki að skapa sér nein færi og fyrir vikið var hálfleikurinn lítil skemmtun. Allt annað var uppi á tengingum í seinni hálfleik. Selfoss mætti mjög ákveðinn til leiks og sótti meira á fyrstu þremur mínútum seinni hálfleiks en allan fyrri hálfleikinn. Fyrir vikið fékk FH meira pláss í sínum sóknarleik og úr varð bráð fjörugur, opinn og skemmtilegur fótboltaleikur. Eftir að FH skoraði átti Selfoss erfitt með að skapa sér færi þar til liðið fékk aukaspyrnu úti á hægri kanti sem liðið að lokum jafnaði úr. Bæði lið vildu stigin þrjú og komst FH nær því að hirða þau en liðið náði ekki að nýta færin sem það fékk í lokin og fyrir vikið sættust liðin á eitt stig hvort. Selma Dögg: Stigu allar upp í seinni hálfleik„Það er mjög glatað en við sköpuðum okkur þessi færi og við þurfum bara æfingu til að klára þetta,“ sagði Selma Dögg Björgvinsdóttir leikmaður FH um að vonbrigðin að nýta ekki færin undir lokin og tryggja sér sigur. „Þetta var mjög jafnt og við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að gefa í til að vera yfir í þessum leik. „Við virkilega þurftum að vinna þennan leik og það stigu allar upp í seinni hálfleik. Við börðumst allar og þær sem komu inn á komu allar með kraft.“ Selma Dögg var alls ekki ánægð með jöfnunarmark Selfoss sem kom eftir fast leikatriði. „Það er mjög lélegt. Við leggjum upp með að taka mann á mann þannig að þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ FH mætir Fylki í næstu umferð og leikur þar annan úrslitaleik gegn liði í fallbaráttunni. „Við þurfum að vinna þann leik og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Selma Dögg. Magdalena: Ég var á réttum stað„Þetta var góð aukaspyrna hjá Önnu (Maríu Friðgerisdóttur) og Heiðdís (Sigurjónsdóttir) náði skallanum og ég var á réttum stað,“ sagði Magdalena Anna Reimus um jöfnunarmark sitt fyrir Selfoss í kvöld. „Það var mjög gott að við náðum þessu marki. Við héldum áfram að berjast þó við höfum lent undir.“ Selfoss átti í vandræðum eftir að liðið lenti undir en fékk fast leikatriði sem tryggði liðinu mikilvægt stig. „Við lentum í vandræðum í smá stund og fórum aðeins út úr skipulaginu. Við náðum fljótt áttum, sóttum meira og tókum sénsa. „Við þurftum að taka sénsa til að ná þessu stigi. Við unnum mjög vel út úr þessu,“ sagði Magdalena. Selfoss náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik en sótti mun betur í seinni hálfleik og var allt liðið ákveðnara. „Við vorum ákveðnar að ná stigi hérna og berjast eins og ljón. Við erum að finna okkar Selfosshjarta og hætta aldrei. Við erum að finna sigurvilja og gleði aftur. Þetta er að koma og við erum að stíga upp,“ sagði Magdalena hvergi bangin þó liðið sé komið í fallsæti.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira