Vilja lækka fyrsta skattþrepið verulega Sæunn Gísladóttir skrifar 6. september 2016 11:00 Tillögurnar hafa verið kynntar fyrir Samráðsvettvangi og verða kynntar fyrir stjórnvöldum. Sjálfstæð verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu leggur meðal annars til að hætt verði samsköttun hjóna, að það verði tvö skattþrep 25 prósent og 43 prósent. Um er að ræða tuttugu og sjö tillögur sem snúa að breytingum á skattkerfinu í heild sinni. Meginháhersla verkefnistjórnarinnar var að koma með tillögur sem miða að því að skattkerfið afli nægjanlegra tekna fyrir samneyslu, sé einfalt, gagnsætt og skilverkt. Ennfremur að það sé fyrirsjáanlegt, stöðugt, samkeppnishæft og styðji við hagstjórn landsins. Að mati dr. Daða Más Kristóferssonar, formanns verkefnisstjórnarinnar, eru helstu breytingarnar að hætt verði samsköttun, breytingar á eftirliti og framkvæmd skattheimtu og að lækka fyrsta skattþrepið verulega.Daði Már Kristófersson.„Ég held að margar af litlu tillögunum í umbótakaflanum hvað varðar eftirlit og framkvæmd skattheimtu séu ekki minna merkilegar en aðrar tillögur. Það yrði svo mikil grundvallarbreyting ef samsköttun yrði hætt. Það hafa margir talað fyrir því og lengi. Þetta fyrirkomulag sem við erum með er frekar gamaldags. Höfuð fjölskyldunnar, sá eldri, er alltaf sá eini sem er í samskiptum við skattayfirvöld og að ábyrgð á skattskilum maka er ótakmörkuð. Sú tillaga að leggja þetta fyrirkomulag af hefur áhrif á hvernig barnabætur dreifast og hvernig þær eru skipulagðar,“ segir Daði.Dregið úr vægi persónuafsláttarDaði bendir svo á að unnið sé í átt að hugmynd Alþjóðagjaldeyissjóðsins að breyttu skattkerfi , þar sem dregið sé úr vægi persónuafsláttarins og fyrsta skattþrepið er lækkað verulega. „Það eru aðrar mikilvægar tillögur, einföldun virðisaukaskattskerfisins, tillögur um þunna eiginfjármögnun sem Ísland þarf að taka á,“ segir Daði. Í tillögunum eru margar hugmyndir sem snúa að því að auka tekjur af auðlindum, sér í lagi í ferðaþjónustu. Þar má nefna að setja inn bílastæðagjöld á fleiri stöðum, og hækka gistináttaskatt. „Okkar hlutverk var ekki að fjalla um í hvað tekjurnar fara eða hversu miklum tekjum á að afla heldur hvernig besta leiðin til að afla tekna er. Mörg af nágrannalöndum hafa farið í gegnum sambæranlegar úttektir. Umhverfis- og auðlindagjöld eru hagkvæmari leið til að afla tekna en almennir skattar,“ segir Daði.Vilja skattleggja mengandi starfsemi„Við erum með fimm tillögur sem snúa að því, tvær tillögur af gjaldtöku á ferðaþjónustu, veiðigjaldatillögu, orkuskattatillögu og skattlagningu á mengandi starfsemi(kolefnisgjaldstillögu),“ segir Daði. Verkefnisstjórnin, hóf störf í febrúar á þessu ári, og var skipuð sex sérfræðingum í skattamálum. Ásamt Daða, prófessors í hagfræði og forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, er hún skipuð þeim Völu Valtýsdóttur lögfræðingi, dr. Axel Hall hagfræðingi, Halldóri Benjamín Þorbergssyni hagfræðingi, Elínu Elmu Arthursdóttur frá ríkisskattstjóra og Alexander Edvardssyni löggiltum endurskoðanda. Verkefnisstjórnin hefur þegar kynnt tillögur sínar fyrir Samráðsvettvang um aukina hagsæld. Verkefnisstjórnin var sjálfstæð í vinnu sinni og leitaði ekki álits einstakra meðlima Samráðsvettvangsins meðan á vinnunni stóð. Tillögurnar verða svo kynntar fyrir stjórnvöldum og verða til umræðu. „Það er ekki eins og þetta séu einu útfærslurnar sem komi til greina. En þetta eru útfærslurnar sem hópurinn telur að séu framkvæmanlegar og geti skilað árangri,“ segir Daði.Hér má lesa tillögur verkefnishópsins. Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Sjálfstæð verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu leggur meðal annars til að hætt verði samsköttun hjóna, að það verði tvö skattþrep 25 prósent og 43 prósent. Um er að ræða tuttugu og sjö tillögur sem snúa að breytingum á skattkerfinu í heild sinni. Meginháhersla verkefnistjórnarinnar var að koma með tillögur sem miða að því að skattkerfið afli nægjanlegra tekna fyrir samneyslu, sé einfalt, gagnsætt og skilverkt. Ennfremur að það sé fyrirsjáanlegt, stöðugt, samkeppnishæft og styðji við hagstjórn landsins. Að mati dr. Daða Más Kristóferssonar, formanns verkefnisstjórnarinnar, eru helstu breytingarnar að hætt verði samsköttun, breytingar á eftirliti og framkvæmd skattheimtu og að lækka fyrsta skattþrepið verulega.Daði Már Kristófersson.„Ég held að margar af litlu tillögunum í umbótakaflanum hvað varðar eftirlit og framkvæmd skattheimtu séu ekki minna merkilegar en aðrar tillögur. Það yrði svo mikil grundvallarbreyting ef samsköttun yrði hætt. Það hafa margir talað fyrir því og lengi. Þetta fyrirkomulag sem við erum með er frekar gamaldags. Höfuð fjölskyldunnar, sá eldri, er alltaf sá eini sem er í samskiptum við skattayfirvöld og að ábyrgð á skattskilum maka er ótakmörkuð. Sú tillaga að leggja þetta fyrirkomulag af hefur áhrif á hvernig barnabætur dreifast og hvernig þær eru skipulagðar,“ segir Daði.Dregið úr vægi persónuafsláttarDaði bendir svo á að unnið sé í átt að hugmynd Alþjóðagjaldeyissjóðsins að breyttu skattkerfi , þar sem dregið sé úr vægi persónuafsláttarins og fyrsta skattþrepið er lækkað verulega. „Það eru aðrar mikilvægar tillögur, einföldun virðisaukaskattskerfisins, tillögur um þunna eiginfjármögnun sem Ísland þarf að taka á,“ segir Daði. Í tillögunum eru margar hugmyndir sem snúa að því að auka tekjur af auðlindum, sér í lagi í ferðaþjónustu. Þar má nefna að setja inn bílastæðagjöld á fleiri stöðum, og hækka gistináttaskatt. „Okkar hlutverk var ekki að fjalla um í hvað tekjurnar fara eða hversu miklum tekjum á að afla heldur hvernig besta leiðin til að afla tekna er. Mörg af nágrannalöndum hafa farið í gegnum sambæranlegar úttektir. Umhverfis- og auðlindagjöld eru hagkvæmari leið til að afla tekna en almennir skattar,“ segir Daði.Vilja skattleggja mengandi starfsemi„Við erum með fimm tillögur sem snúa að því, tvær tillögur af gjaldtöku á ferðaþjónustu, veiðigjaldatillögu, orkuskattatillögu og skattlagningu á mengandi starfsemi(kolefnisgjaldstillögu),“ segir Daði. Verkefnisstjórnin, hóf störf í febrúar á þessu ári, og var skipuð sex sérfræðingum í skattamálum. Ásamt Daða, prófessors í hagfræði og forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, er hún skipuð þeim Völu Valtýsdóttur lögfræðingi, dr. Axel Hall hagfræðingi, Halldóri Benjamín Þorbergssyni hagfræðingi, Elínu Elmu Arthursdóttur frá ríkisskattstjóra og Alexander Edvardssyni löggiltum endurskoðanda. Verkefnisstjórnin hefur þegar kynnt tillögur sínar fyrir Samráðsvettvang um aukina hagsæld. Verkefnisstjórnin var sjálfstæð í vinnu sinni og leitaði ekki álits einstakra meðlima Samráðsvettvangsins meðan á vinnunni stóð. Tillögurnar verða svo kynntar fyrir stjórnvöldum og verða til umræðu. „Það er ekki eins og þetta séu einu útfærslurnar sem komi til greina. En þetta eru útfærslurnar sem hópurinn telur að séu framkvæmanlegar og geti skilað árangri,“ segir Daði.Hér má lesa tillögur verkefnishópsins.
Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent