Allt önnur Kvartmílubraut Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2016 10:23 Frá driftkeppni á Kvartmílubrautinni. B&B Kristinsson Miklar breytingar hafa orðið á Kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni á síðustu tveimur árum og er nú komin malbikuð hringakstursbraut þar sem gríðarlega gaman er að keyra. Fleira stendur til á svæðinu og í byggingu er sandspyrnubraut og torfærubraut svo innan skamms verður svæðið orðið að akstursdraumasvæði bílaáhugamanna. Allar þessar framkvæmdir kosta sitt og segir Ingólfur Arnarsson formaður Kvartmíluklúbbsins að þessar breytingar á brautinni og svæðinu öllu hefðu aldrei komið til framkvæmda nema með stuðningi margra, svo sem verktaka, Hafnarfjarðarbæjar, samningi við Ökukennarafélagið, sem notar brautina til æfingaksturs, sem og fleiri aðila.Margföldun í notkun brautarinnarMikil aukin starfsemi er á brautinni nú og 3 til 4 viðburðir í hverri viku sem áfram eru planaðir út haustið, eða eins og veður leyfir. Félagafjöldi í Kvartmíluklúbbnum hefur aukist gríðarlega og segir Ingólfur að starfsemin hafi tvö- eða þrefaldast á skömmum tíma. Með hringakstursbrautinni hefur útleiga á aðstöðunni aukist og til dæmis hafi Bílabúð Benna og Toyota leigt hana fyrir viðburði á sínum vegum í sumar og víst sé að slíkum viðburðum muni fjölga mjög á næstu árum. Kvartmíluklúbburinn er með stórt og veglegt félagsheimili við brautina og fylgir það slíkri leigu. Hver dagur í leigu á brautinni kostar 300.000 kr. Á hverju ári fara einnig fram á brautinni lokaprófanir á þeim bílum sem ná í úrslit í vali á Bíl ársins, sem veitt eru af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB). Engin breyting verður á því í ár og fara prófanirnar fram næstu helgi á Kvartmílubrautinni. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður
Miklar breytingar hafa orðið á Kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni á síðustu tveimur árum og er nú komin malbikuð hringakstursbraut þar sem gríðarlega gaman er að keyra. Fleira stendur til á svæðinu og í byggingu er sandspyrnubraut og torfærubraut svo innan skamms verður svæðið orðið að akstursdraumasvæði bílaáhugamanna. Allar þessar framkvæmdir kosta sitt og segir Ingólfur Arnarsson formaður Kvartmíluklúbbsins að þessar breytingar á brautinni og svæðinu öllu hefðu aldrei komið til framkvæmda nema með stuðningi margra, svo sem verktaka, Hafnarfjarðarbæjar, samningi við Ökukennarafélagið, sem notar brautina til æfingaksturs, sem og fleiri aðila.Margföldun í notkun brautarinnarMikil aukin starfsemi er á brautinni nú og 3 til 4 viðburðir í hverri viku sem áfram eru planaðir út haustið, eða eins og veður leyfir. Félagafjöldi í Kvartmíluklúbbnum hefur aukist gríðarlega og segir Ingólfur að starfsemin hafi tvö- eða þrefaldast á skömmum tíma. Með hringakstursbrautinni hefur útleiga á aðstöðunni aukist og til dæmis hafi Bílabúð Benna og Toyota leigt hana fyrir viðburði á sínum vegum í sumar og víst sé að slíkum viðburðum muni fjölga mjög á næstu árum. Kvartmíluklúbburinn er með stórt og veglegt félagsheimili við brautina og fylgir það slíkri leigu. Hver dagur í leigu á brautinni kostar 300.000 kr. Á hverju ári fara einnig fram á brautinni lokaprófanir á þeim bílum sem ná í úrslit í vali á Bíl ársins, sem veitt eru af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB). Engin breyting verður á því í ár og fara prófanirnar fram næstu helgi á Kvartmílubrautinni.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður