Lífið samstarf

Uppbyggilegur jafningjastuðningur

Í Ungliðahópnum gefst fólki tækifæri til að hitta aðra í svipuðum sporum.
Í Ungliðahópnum gefst fólki tækifæri til að hitta aðra í svipuðum sporum.
KYNNING Ungliðahópurinn er samstarfsverkefni Ljóssins, Krafts og SKB og er fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Ungliðahópurinn var stofnaður árið 2009 og er markmiðið að hittast reglulega yfir veturinn og gera skemmtilega, fræðandi og uppbyggilega hluti saman. Í Ungliðahópnum gefst fólki tækifæri til að hitta aðra í svipuðum sporum, miðla reynslu sinni og veita hvort öðru jafningjastuðning. Umsjónarmaður Ungliðahópsins er Kristján Th. Friðriksson íþróttafræðingur. 

Viðburðir síðustu ára hafa meðal annars verið óvissuferð, matreiðslukvöld, uppistand, skíðaferð, keila og margt fleira fjölbreytt og skemmtilegt.

Fyrsti hittingur núna í haust verður fimmtudaginn 8. september kl. 20:00 í Ljósinu, Langholtsvegi 43.

Nánari upplýsingar um Ungliðahóp Ljóssins, Krafts og SKB er að finna á: ljosid.is, kraftur.org og skb.is

Viðburðir síðustu ára hafa meðal annars verið óvissuferð, matreiðslukvöld, uppistand, skíðaferð og keila.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×