Gríðarleg lofthæð er í húsinu en hún er yfir fimm metrar í stofunni og anddyri. Arkitekt hússins er Kristiaan Pringels frá arkitektastofu í Gent í Belgíu og voru allar innréttingar sérsmíðaðar.
Edda Ríkharðsdóttir innanhúsarkitekt sá um alla hönnun í húsinu. Í húsinu eru fjögur rúmgóð svefnherbergi og er eldhúsið heilir sextíu fermetrar.
Tvær stofur í húsinu, báðar með arni og mikilli lofthæð. Útgengt er út í garð frá neðri stofu og út á verönd úr efri stofu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, býr í næsta húsi og er því um rándýran nágranna að ræða. Fasteignamatið eignarinnar er um 93 milljónir en óskað er eftir tilboði.







