Sport

MMA er ábyrgasta útgáfan af ofbeldi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronda í búrinu.
Ronda í búrinu. vísir/getty
UFC-stjarnan Ronda Rousey tjáir sig um fordómana gegn blönduðum bardagalistum, MMA, í nýrri heimildarmynd sem kemur út í lok mánaðarins.

Myndin heitir „The Hurt Business: A Deeper Look at MMA“ og er Ronda í stóru hlutverki í myndinni.

Hún segir að það sé kominn tími til að fólk skilji að MMA minnki líkur á ofbeldi frekar en að það hvetji til ofbeldis.

„Þeir eru margir sem skilja ekki MMA og halda að það stuðli að ofbeldi þegar MMA er í raun leið til þess að fá útrás fyrir þessar hvatir,“ segir Ronda í myndinni.

„Að slást er hluti af mannlegu eðli og ef fólk reynir að bæla þá hvöt algjörlega niður og búa til kúlusamfélag þar sem er ekki hægt að fá útrás þá endar fólk með því að bilast og fer að skjóta af byssum í bíóhúsum.

„Ef fleira fólk með sterka árásarhvöt fengi tækifæri til þess að losna við spennuna með heilbrigðum leiðum þá myndi það hafa jákvæð áhrif á samfélagið.“

Ronda hefur ekki keppt síðan hún tapaði fyrir Holly Holm í nóvember í fyrra og enn er óljóst hvenær hún stígur aftur inn í búrið.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×