Innlent

Píratar og Sjálfstæðisflokkur mælast með jafnt fylgi

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar mælast stærstir.
Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar mælast stærstir. Vísir/Stefán/GVA
Píratar og Sjálfstæðismenn mælast með nánast jafnt fylgi samkvæmt niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. Viðmælendur voru spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa ef kosið væri til Alþingis í dag og sögðust 26,3% aðspurðra myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en 25,8% Pírata.

Aðrir flokkar mælast með talsvert minna fylgi, á hæla stóru flokkanna tveggja koma Vinstri græn með 16,2%, Viðreisn með 10,6%, Framsóknarflokkurinn mælist með 9%, Samfylkingin með 8,3% og Björt framtíð með 2,9%. 1% aðspurðra segjast myndu kjósa aðra flokka.

Tæplega 11% aðspurðra kusu að taka ekki afstöðu en tæp 7% sögðust myndu skila auðu eða ekki mæta á kjörstað, yrði kosið til Alþingis í dag. Í könnuninni var einnig spurt um stuðning við ríkisstjórnina en hann mældist tæplega 38% og er því nánast óbreyttur frá síðustu könnun.

Könnunin var gerð dagana 26. júlí til 31. ágúst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×