Mín vinnustofa er reyndar landið allt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2016 10:30 Á sýningunni Vistkerfi lita einbeitir Hildur sér að tengingu við landspilduna sem hún á í Flóanum og áhrifin sem þær hafa hvor á aðra. Vísir/Hanna Stórir jurtalitaðir silkidúkar á léttu svifi, hangandi út um allan sal, og ofin málverk á veggjum mynda sýninguna Vistkerfi lita sem Hildur Bjarnadóttir myndlistarkona opnar á morgun klukkan 16 í vestursal Kjarvalsstaða. Jurtir eins og klófífa, engjarós, lokasjóður, blóðberg, þursaskegg og maríustakkur eiga þar sína tóna. „Í þessum verkum nota ég eingöngu jurtir úr eigin landspildu austur í Flóa til að lita úr, þannig tengist ég sjálf þessum stað í gegnum gróðurinn. Verkin mynda kerfi sem dregur fram mismunandi tilfinningar, upplýsingar og eiginleika staðarins,“ segir Hildur. Hún kveðst hafa fest kaup á skikanum fyrir rúmum þremur árum, ásamt manni sínum, Ólafi Sveini Gíslasyni. „Ólafur er líka myndlistarmaður, við höfum nú byggt okkur vinnustofuhús á landinu. Mín vinnustofa er reyndar landið allt,“ segir hún brosandi og lýsir gagnkvæmum áhrifum hennar og gróðursins. „Ég hef áhrif á gróðurinn með því að girða landið af og friða það fyrir beit og gróðurinn hefur áhrif á það sem ég geri. Samband manns og náttúru er svo margslungið.“ Á veggjunum hanga fínlega mynstruð verk sem Hildur hefur gert í vefstól. „Þetta eru ofin málverk,“ segir hún. „Efnið er hörþráður, litaður með akrýlmálningu, og ullarþráður sem litaður er með jurtum af landinu. Í þessum verkum er markmiðið að hafa aldrei tvo þræði af sömu gerð hlið við hlið, þannig mótast þessir lóðréttu og láréttu litapunktar,“ segir hún og bendir á að í verkunum myndist samspil á milli þessara tveggja ólíku litakerfa, náttúrlegra lita og manngerðra. Hildur ólst upp í Fossvoginum. Hún lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1992 og útskrifaðist árið 1997 með MFA próf frá nýlistadeild Pratt Institute í Brooklyn, New York. Síðan haustið 2013 hefur hún stundað doktorsnám í myndlist við Listaháskólann í Bergen. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga víða um heim, þær síðustu eru Colors of Belonging í Bergen Kjøtt í Noregi 2015, Subjective Systems í Kunstnerforbundet í Osló og Kortlagning lands í Hverfisgalleríi árið 2014. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, þar má meðal annars nefna Your Compound View í Listasafni Reykjavíkur, 2013, Elemental, Havremagasinet í Bodø í Svíþjóð og Carnegie Art Award Exhibition, Stenersens Museum í Osló, 2012-13. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september 2016. Menning Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Stórir jurtalitaðir silkidúkar á léttu svifi, hangandi út um allan sal, og ofin málverk á veggjum mynda sýninguna Vistkerfi lita sem Hildur Bjarnadóttir myndlistarkona opnar á morgun klukkan 16 í vestursal Kjarvalsstaða. Jurtir eins og klófífa, engjarós, lokasjóður, blóðberg, þursaskegg og maríustakkur eiga þar sína tóna. „Í þessum verkum nota ég eingöngu jurtir úr eigin landspildu austur í Flóa til að lita úr, þannig tengist ég sjálf þessum stað í gegnum gróðurinn. Verkin mynda kerfi sem dregur fram mismunandi tilfinningar, upplýsingar og eiginleika staðarins,“ segir Hildur. Hún kveðst hafa fest kaup á skikanum fyrir rúmum þremur árum, ásamt manni sínum, Ólafi Sveini Gíslasyni. „Ólafur er líka myndlistarmaður, við höfum nú byggt okkur vinnustofuhús á landinu. Mín vinnustofa er reyndar landið allt,“ segir hún brosandi og lýsir gagnkvæmum áhrifum hennar og gróðursins. „Ég hef áhrif á gróðurinn með því að girða landið af og friða það fyrir beit og gróðurinn hefur áhrif á það sem ég geri. Samband manns og náttúru er svo margslungið.“ Á veggjunum hanga fínlega mynstruð verk sem Hildur hefur gert í vefstól. „Þetta eru ofin málverk,“ segir hún. „Efnið er hörþráður, litaður með akrýlmálningu, og ullarþráður sem litaður er með jurtum af landinu. Í þessum verkum er markmiðið að hafa aldrei tvo þræði af sömu gerð hlið við hlið, þannig mótast þessir lóðréttu og láréttu litapunktar,“ segir hún og bendir á að í verkunum myndist samspil á milli þessara tveggja ólíku litakerfa, náttúrlegra lita og manngerðra. Hildur ólst upp í Fossvoginum. Hún lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1992 og útskrifaðist árið 1997 með MFA próf frá nýlistadeild Pratt Institute í Brooklyn, New York. Síðan haustið 2013 hefur hún stundað doktorsnám í myndlist við Listaháskólann í Bergen. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga víða um heim, þær síðustu eru Colors of Belonging í Bergen Kjøtt í Noregi 2015, Subjective Systems í Kunstnerforbundet í Osló og Kortlagning lands í Hverfisgalleríi árið 2014. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, þar má meðal annars nefna Your Compound View í Listasafni Reykjavíkur, 2013, Elemental, Havremagasinet í Bodø í Svíþjóð og Carnegie Art Award Exhibition, Stenersens Museum í Osló, 2012-13. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september 2016.
Menning Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“