Húsnæðismál hælisleitenda í ólestri: Sofa á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. september 2016 19:00 Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár eða tæplega fimm hundruð umsóknir. Árið 2016 er þannig metár í fjölda hælisumsókna. Ástand húsnæðismála er ekki gott og leitar Útlendingastofnun nú leiða til að bæta út því. Í dag er ástandið svo slæmt að hælisleitendur neyðast til að sofa á fleti á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar. Rauði Krossinn, Útlendingastofnun, Innanríkisráðuneytið og fleiri þar til bærir aðilar hafa fundað síðustu daga um hvort tilefni sé til að virkja neyðarskipulag Rauða krossins.Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunarvísir/gvaForstjóri Útlendingastofnunar segir fjöldahjálparstöðina vera allra síðasta úrræðið en stofnunin fundaði með Reykjavíkurborg í dag um næstu skref. „Að Útlendingastofnun opni einhverskonar gistiskýli eða slíkt en það hins vegar kallar á undanþágur og það skýrist á næstu dögum hvort það verði heimilað,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Gangi það hins vegar ekki eftir verði neyðarskipulag Rauða krossins virkt. „Það er alveg ljós að við þurfum úrræði og við erum búin að tæma öll úrræði á höfuðborgarsvæðinu sem okkur hafa staðið til boða fram til þessa. Þannig já, ef þessi lausn sem við höfum lagt upp með gengur ekki eftir þá verður þetta niðurstaðan,“ segir Kristín. Kristín vonast til að samningar við sveitarfélögin gangi eftir. „Það er vilji til að semja um að taka fleiri. Það tekur hins vegar tíma að finna þetta húsnæði. Þess vegna höfum við lagt til bráðabirgðalausn og innan tveggja mánaða sirka komi sveitarfélögin sterk inn og taki á sig þessa einstaklinga í sína þjónustu“ En af hverju er ástandið svona slæmt? „Það eru nokkrir samverkandi þættir. Það er fjöldinn og síðan er það málsmeðferðin hjá okkur, frá Útlendingastofnun í gegn um kærunefndarinnar og síðan til flugnings úr landi hjá Ríkislögreglustjóra en það hefur tekið lengri tíma en áætlað var,“ segir Kristín Völundardóttir. Flóttamenn Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár eða tæplega fimm hundruð umsóknir. Árið 2016 er þannig metár í fjölda hælisumsókna. Ástand húsnæðismála er ekki gott og leitar Útlendingastofnun nú leiða til að bæta út því. Í dag er ástandið svo slæmt að hælisleitendur neyðast til að sofa á fleti á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar. Rauði Krossinn, Útlendingastofnun, Innanríkisráðuneytið og fleiri þar til bærir aðilar hafa fundað síðustu daga um hvort tilefni sé til að virkja neyðarskipulag Rauða krossins.Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunarvísir/gvaForstjóri Útlendingastofnunar segir fjöldahjálparstöðina vera allra síðasta úrræðið en stofnunin fundaði með Reykjavíkurborg í dag um næstu skref. „Að Útlendingastofnun opni einhverskonar gistiskýli eða slíkt en það hins vegar kallar á undanþágur og það skýrist á næstu dögum hvort það verði heimilað,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Gangi það hins vegar ekki eftir verði neyðarskipulag Rauða krossins virkt. „Það er alveg ljós að við þurfum úrræði og við erum búin að tæma öll úrræði á höfuðborgarsvæðinu sem okkur hafa staðið til boða fram til þessa. Þannig já, ef þessi lausn sem við höfum lagt upp með gengur ekki eftir þá verður þetta niðurstaðan,“ segir Kristín. Kristín vonast til að samningar við sveitarfélögin gangi eftir. „Það er vilji til að semja um að taka fleiri. Það tekur hins vegar tíma að finna þetta húsnæði. Þess vegna höfum við lagt til bráðabirgðalausn og innan tveggja mánaða sirka komi sveitarfélögin sterk inn og taki á sig þessa einstaklinga í sína þjónustu“ En af hverju er ástandið svona slæmt? „Það eru nokkrir samverkandi þættir. Það er fjöldinn og síðan er það málsmeðferðin hjá okkur, frá Útlendingastofnun í gegn um kærunefndarinnar og síðan til flugnings úr landi hjá Ríkislögreglustjóra en það hefur tekið lengri tíma en áætlað var,“ segir Kristín Völundardóttir.
Flóttamenn Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira