Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - ÍBV 1-1 | FH er Íslandsmeistari Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 19. september 2016 19:30 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/Stefán Breiðablik og ÍBV skildu jöfn 1-1 í 20. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þessi úrslit tryggðu FH Íslandsmeistaratitilinn 2016. Eyjamenn mættu til leiks með fimm manna varnarlínu og skilaði það því að Breiðablik náði ekki aða skapa sér eitt einasta færi í fyrri hálfleik. Skyndisóknir Eyjamanna voru fáar en hættulegar og eftir eina slíka fékk ÍBV hornspyrnu. Jón Ingason sendi fyrir og Hafsteinn Briem skallaði boltann í netið á 38. mínútu. Breiðablik gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og bar hún ávöxt strax þremur mínútum síðar þegar Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði metin eftir slæm mistök í vörn ÍBV. Smá fjör færðist í lið Breiðabliks við markið en það fjaraði fljótt út og ÍBV fékk fleiri færi til að tryggja sér sigurinn í leiknum en bæði lið skoruðu mörk í seinni hálfleik sem dæmd voru af vegna rangstöðu. Breiðablik er nú eitt í öðru sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir, stigi á undan Fylki. ÍBV er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með stigi meira en Fylkir.Af hverju fór jafntefli? Eins og stundum áður í sumar átti ÍBV í vandræðum með að skora. Í kvöld fékk liðið urmul færa og var í raun óheppið að liðið tryggði sér ekki sigur. Breiðablik var meira með boltann en ÍBV skapaði sér mun fleiri og hættulegri færi og geta gestirnir úr Eyjum líka nagað sig í handarbökin fyrir klaufalegan varnarleik í jöfnunarmarki Breiðabliks. Breiðablik átti í miklum vandræðum með að finna leiðir í gegnum þétta vörn ÍBV sem lék með fimm menn í vörn og tvo varnarsinnaða miðjumenn þar fyrir framan.Þessir stóðu upp úr Hafsteinn Briem og Avni Pepa áttu frábæran leik í vörn ÍBV. Hafsteinn skoraði að auki mark liðsins og var óheppinn að skora ekki seint í leiknum líka þegar skalli hans datt rétt framhjá markinu. Aron Bjarnason var mjög öflugur í framlínu ÍBV og gerði varnarmönnum Breiðabliks lífið leitt með hraða sínum. Allt sem Aron vantaði til að kóróna leikinn var mark en þegar hann kom boltanum í markið var hann dæmdur rangstæður.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Breiðabliks gekk illa. Liðið virkaði hugmyndasnautt fremst á vellinum og náði Árni Vilhjálmsson framherji liðsins aldrei að komast í takt við leikinn. Hann skoraði þó mark sem líkt og mark Arons var flaggað af vegna rangstöðu. Breiðablik átti fyrir leikinn enn tölfræðilegan möguleika á að verða Íslandsmeistari og því kemur andleysi liðsins í leiknum og þá sérstaklega í byrjun á óvart.Hvað gerist næst? Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar og þarf fjögur stig í tveimur síðustu leikjunum til að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili. Liðið sækir ÍA heim á sunnudaginn og getur ef hvorki Valur né KR vinnur sama dag tryggt sér Evrópusætið. ÍBV er enn í bullandi fallbaráttu. Liðið á eitt stig á Fylki þegar tveir leikir eru eftir en Fylkir mætir botnliði Þróttar í næstu umferð á meðan ÍBV fær Val í heimsókn. Eyjamenn geta tryggt sæti sitt í deildinni með sigri í næstu umferð ef Fylki mistekst gegn Þrótti en allt bendir til þess að bæði fallbaráttan og Evrópubaráttan verði í algleymingi allt fram að lokaflauti í síðustu umferðinni 1. október. Arnar: Komu upp ákveðnir hlutirvísir/stefánDamir Muminovic og Gísli Eyjólfsson misstu sæti sín í byrjunarliði Breiðabliks fyrir leikinn gegn ÍBV í Kópavogi í kvöld og gekk orðrómur um að þeir hafi verið settir í agabann. „Það komu upp ákveðnir hlutir og fyrir vikið byrjuðu ekki ákveðnir menn,“ sagði Arnar Grétarsson um agabannið en hann vildi ekki greina frekar frá því. Breiðablik átti eitt liða möguleika á að koma í veg fyrir að FH yrði Íslandsmeistari en til þess að það gerðist hefði Breiðablik þurft að vinna þrjá síðustu leiki sína og FH að tapa sínum tveimur síðustu. Það gerðist ekki því Breiðablik og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli og getur Breiðablik í raun þakkað fyrir stigið miðað við þann fjölda færa sem ÍBV fékk umfram heimamenn. „Ég held að við megum prísa okkur sæla með eitt stig í þessum leik. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik. Hvers vegna veit ég ekki. „Þeir voru miklu gimmari. Þeir unnu fyrsta og annan bolta og vildu þetta miklu meira en við. Það er sorglegt. „Í seinni hálfleik þá var líf í okkur fyrstu 25 mínúturnar. Þá réðum við gangi leiksins en aftur fjarðaði þetta út og mér fannst þeir líklegri heldur en við. Við vorum heppnir að sleppa bara með stig. „Ég ætla að vona að hann hafi verið rangstæður. Það væri súrt ef hann væri ekki rangstæður. Það hefði verið gott að geta unnið þegar þú ert lélegur en það hefði ekki verið sanngjarnt í kvöld. „Við hefðum getað komið okkur í skemmtilega stöðu og haldið mótinu aðeins á lífi en FH er vel að titlinum komnir,“ sagði Arnar og óskaði FH til hamingju. „Nú er bara baráttan um annað sætið sem heldur áfram. Við þurfum að gera mun betur til að tryggja Evrópusætið, það er ljóst. Ian Jeffs: Grátlegt að taka ekki þrjú stig„Þetta var einn okkar besti leikur frá því við tókum við þessu. Það var grátlegt að við tókum ekki þrjú stig,“ sagði Ian David Jeffs annar þjálfari ÍBV eftir leikinn. „Það þarf að ekki að gera meira en að horfa á töfluna til að sjá hvað við höfum átt erfitt með að skora mörk í sumar. „Við áttum alveg fimm, sex góð færi til að klára leikinn í kvöld. En það er jákvætt að við sköpum fullt af færum og ég hef trú að þetta mun detta í einum leik og við skorum, þrjú til fjögur mörk. Vonandi í næsta leik.“ ÍBV lék með fimm manna varnarlínu í leiknum og komu í veg fyrir að Breiðablik næði að skapa sér mikið af færum. „Við höfum spilað vel. Þetta var mjög gott í kvöld og við vorum miklu betra liðið fyrsta korterið gegn Stjörnunni og þá spiluðum við annað kerfi. „Þetta var ekki kerfið sem gerði gæfumuninn. Spilamennskan hefur verið góð. „Við vorum búnir að skoða Breiðablik og okkur fannst fínt að gera þessar breytingar. Það gekk alveg upp í kvöld. Við vorum þéttir, þeir áttu erfitt með að komast í gegnum okkar fimm manna línu og við sköpuðum okkur fjölda færa. Leikáætlunin gekk upp,“ sagði Jeffs. Mark Breiðabliks kom eftir skelfileg mistök í vörn ÍBV þar sem leikmenn höfðu næg tækifæri til að hreinsa í horn. „Þetta hefur verið hjá okkur í sumar. Okkar er refsað fyrir hver einustu mistök varnarlega og við erum ekki nógu grimmir að refsa hinum liðinu fyrir mistök og þar munar kannski 10 til 12 stigum í deildinni. „Ef við höldum áfram að spila eins og við gerðum í kvöld og gegn Stjörnunni þá hefur ég engar áhyggjur af þessu. Við höfum spilað mjög vel og næsti leikur gegn Val heima er úrslitaleikur fyrir okkur. Við kláruðum úrslitaleik í kvöld og eigum tvo eftir. Hafsteinn: Áttum öll færin í leiknum„Ég get ekki neitað því að við erum svekktir, sérstaklega í ljós þess að við fengum fullt af færum til að klára þennan leik og markið sem við fáum á okkur er ansi ódýrt,“ sagði Hafsteinn Breim sem skoraði mark ÍBV í kvöld. Hafsteinn skallar boltann í netið um það bil eða rétt áður en Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks nær til hans. Spurningin er hvort Gunnleifur hafi verið kominn með hönd á boltann þegar skallinn kom. „Ég bara hef ekki hugmynd um það. Hann endar að minnsta kosti í markinu. Ég sá boltann vera að koma og ætlaði mér að vera á undan honum í boltann. Ég þarf að sjá þetta í sjónvarpinu,“ sagði Hafsteinn um markið. Hafsteinn átti annan skalla seint í leiknum þar sem margir héldu að boltinn væri í leiðinni inn. Það hélt Hafsteinn líka. „Já, mér leið þannig eins og ég hitti hann, að hann væri á leiðinni inn. En þetta var bara eins og þetta hefur verið í sumar. Þetta er ekki að detta fyrir okkur. „Við sýndum hörku karakter og skipulagið okkar var upp á 10. Jeffsy og Alli (Ian David Jeffs og Alfreð Elías Jóhannsson þjálfarar ÍBV) voru búnir að lesa Blikana í gegn. Það sást í kvöld. „Við áttum öllu færin í leiknum. Ég man ekki eftir að þeir hafi átt einhver færi. Við verðum að teljast ansi svekktir með þetta,“ sagði Hafsteinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Breiðablik og ÍBV skildu jöfn 1-1 í 20. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þessi úrslit tryggðu FH Íslandsmeistaratitilinn 2016. Eyjamenn mættu til leiks með fimm manna varnarlínu og skilaði það því að Breiðablik náði ekki aða skapa sér eitt einasta færi í fyrri hálfleik. Skyndisóknir Eyjamanna voru fáar en hættulegar og eftir eina slíka fékk ÍBV hornspyrnu. Jón Ingason sendi fyrir og Hafsteinn Briem skallaði boltann í netið á 38. mínútu. Breiðablik gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og bar hún ávöxt strax þremur mínútum síðar þegar Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði metin eftir slæm mistök í vörn ÍBV. Smá fjör færðist í lið Breiðabliks við markið en það fjaraði fljótt út og ÍBV fékk fleiri færi til að tryggja sér sigurinn í leiknum en bæði lið skoruðu mörk í seinni hálfleik sem dæmd voru af vegna rangstöðu. Breiðablik er nú eitt í öðru sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir, stigi á undan Fylki. ÍBV er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með stigi meira en Fylkir.Af hverju fór jafntefli? Eins og stundum áður í sumar átti ÍBV í vandræðum með að skora. Í kvöld fékk liðið urmul færa og var í raun óheppið að liðið tryggði sér ekki sigur. Breiðablik var meira með boltann en ÍBV skapaði sér mun fleiri og hættulegri færi og geta gestirnir úr Eyjum líka nagað sig í handarbökin fyrir klaufalegan varnarleik í jöfnunarmarki Breiðabliks. Breiðablik átti í miklum vandræðum með að finna leiðir í gegnum þétta vörn ÍBV sem lék með fimm menn í vörn og tvo varnarsinnaða miðjumenn þar fyrir framan.Þessir stóðu upp úr Hafsteinn Briem og Avni Pepa áttu frábæran leik í vörn ÍBV. Hafsteinn skoraði að auki mark liðsins og var óheppinn að skora ekki seint í leiknum líka þegar skalli hans datt rétt framhjá markinu. Aron Bjarnason var mjög öflugur í framlínu ÍBV og gerði varnarmönnum Breiðabliks lífið leitt með hraða sínum. Allt sem Aron vantaði til að kóróna leikinn var mark en þegar hann kom boltanum í markið var hann dæmdur rangstæður.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Breiðabliks gekk illa. Liðið virkaði hugmyndasnautt fremst á vellinum og náði Árni Vilhjálmsson framherji liðsins aldrei að komast í takt við leikinn. Hann skoraði þó mark sem líkt og mark Arons var flaggað af vegna rangstöðu. Breiðablik átti fyrir leikinn enn tölfræðilegan möguleika á að verða Íslandsmeistari og því kemur andleysi liðsins í leiknum og þá sérstaklega í byrjun á óvart.Hvað gerist næst? Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar og þarf fjögur stig í tveimur síðustu leikjunum til að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili. Liðið sækir ÍA heim á sunnudaginn og getur ef hvorki Valur né KR vinnur sama dag tryggt sér Evrópusætið. ÍBV er enn í bullandi fallbaráttu. Liðið á eitt stig á Fylki þegar tveir leikir eru eftir en Fylkir mætir botnliði Þróttar í næstu umferð á meðan ÍBV fær Val í heimsókn. Eyjamenn geta tryggt sæti sitt í deildinni með sigri í næstu umferð ef Fylki mistekst gegn Þrótti en allt bendir til þess að bæði fallbaráttan og Evrópubaráttan verði í algleymingi allt fram að lokaflauti í síðustu umferðinni 1. október. Arnar: Komu upp ákveðnir hlutirvísir/stefánDamir Muminovic og Gísli Eyjólfsson misstu sæti sín í byrjunarliði Breiðabliks fyrir leikinn gegn ÍBV í Kópavogi í kvöld og gekk orðrómur um að þeir hafi verið settir í agabann. „Það komu upp ákveðnir hlutir og fyrir vikið byrjuðu ekki ákveðnir menn,“ sagði Arnar Grétarsson um agabannið en hann vildi ekki greina frekar frá því. Breiðablik átti eitt liða möguleika á að koma í veg fyrir að FH yrði Íslandsmeistari en til þess að það gerðist hefði Breiðablik þurft að vinna þrjá síðustu leiki sína og FH að tapa sínum tveimur síðustu. Það gerðist ekki því Breiðablik og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli og getur Breiðablik í raun þakkað fyrir stigið miðað við þann fjölda færa sem ÍBV fékk umfram heimamenn. „Ég held að við megum prísa okkur sæla með eitt stig í þessum leik. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik. Hvers vegna veit ég ekki. „Þeir voru miklu gimmari. Þeir unnu fyrsta og annan bolta og vildu þetta miklu meira en við. Það er sorglegt. „Í seinni hálfleik þá var líf í okkur fyrstu 25 mínúturnar. Þá réðum við gangi leiksins en aftur fjarðaði þetta út og mér fannst þeir líklegri heldur en við. Við vorum heppnir að sleppa bara með stig. „Ég ætla að vona að hann hafi verið rangstæður. Það væri súrt ef hann væri ekki rangstæður. Það hefði verið gott að geta unnið þegar þú ert lélegur en það hefði ekki verið sanngjarnt í kvöld. „Við hefðum getað komið okkur í skemmtilega stöðu og haldið mótinu aðeins á lífi en FH er vel að titlinum komnir,“ sagði Arnar og óskaði FH til hamingju. „Nú er bara baráttan um annað sætið sem heldur áfram. Við þurfum að gera mun betur til að tryggja Evrópusætið, það er ljóst. Ian Jeffs: Grátlegt að taka ekki þrjú stig„Þetta var einn okkar besti leikur frá því við tókum við þessu. Það var grátlegt að við tókum ekki þrjú stig,“ sagði Ian David Jeffs annar þjálfari ÍBV eftir leikinn. „Það þarf að ekki að gera meira en að horfa á töfluna til að sjá hvað við höfum átt erfitt með að skora mörk í sumar. „Við áttum alveg fimm, sex góð færi til að klára leikinn í kvöld. En það er jákvætt að við sköpum fullt af færum og ég hef trú að þetta mun detta í einum leik og við skorum, þrjú til fjögur mörk. Vonandi í næsta leik.“ ÍBV lék með fimm manna varnarlínu í leiknum og komu í veg fyrir að Breiðablik næði að skapa sér mikið af færum. „Við höfum spilað vel. Þetta var mjög gott í kvöld og við vorum miklu betra liðið fyrsta korterið gegn Stjörnunni og þá spiluðum við annað kerfi. „Þetta var ekki kerfið sem gerði gæfumuninn. Spilamennskan hefur verið góð. „Við vorum búnir að skoða Breiðablik og okkur fannst fínt að gera þessar breytingar. Það gekk alveg upp í kvöld. Við vorum þéttir, þeir áttu erfitt með að komast í gegnum okkar fimm manna línu og við sköpuðum okkur fjölda færa. Leikáætlunin gekk upp,“ sagði Jeffs. Mark Breiðabliks kom eftir skelfileg mistök í vörn ÍBV þar sem leikmenn höfðu næg tækifæri til að hreinsa í horn. „Þetta hefur verið hjá okkur í sumar. Okkar er refsað fyrir hver einustu mistök varnarlega og við erum ekki nógu grimmir að refsa hinum liðinu fyrir mistök og þar munar kannski 10 til 12 stigum í deildinni. „Ef við höldum áfram að spila eins og við gerðum í kvöld og gegn Stjörnunni þá hefur ég engar áhyggjur af þessu. Við höfum spilað mjög vel og næsti leikur gegn Val heima er úrslitaleikur fyrir okkur. Við kláruðum úrslitaleik í kvöld og eigum tvo eftir. Hafsteinn: Áttum öll færin í leiknum„Ég get ekki neitað því að við erum svekktir, sérstaklega í ljós þess að við fengum fullt af færum til að klára þennan leik og markið sem við fáum á okkur er ansi ódýrt,“ sagði Hafsteinn Breim sem skoraði mark ÍBV í kvöld. Hafsteinn skallar boltann í netið um það bil eða rétt áður en Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks nær til hans. Spurningin er hvort Gunnleifur hafi verið kominn með hönd á boltann þegar skallinn kom. „Ég bara hef ekki hugmynd um það. Hann endar að minnsta kosti í markinu. Ég sá boltann vera að koma og ætlaði mér að vera á undan honum í boltann. Ég þarf að sjá þetta í sjónvarpinu,“ sagði Hafsteinn um markið. Hafsteinn átti annan skalla seint í leiknum þar sem margir héldu að boltinn væri í leiðinni inn. Það hélt Hafsteinn líka. „Já, mér leið þannig eins og ég hitti hann, að hann væri á leiðinni inn. En þetta var bara eins og þetta hefur verið í sumar. Þetta er ekki að detta fyrir okkur. „Við sýndum hörku karakter og skipulagið okkar var upp á 10. Jeffsy og Alli (Ian David Jeffs og Alfreð Elías Jóhannsson þjálfarar ÍBV) voru búnir að lesa Blikana í gegn. Það sást í kvöld. „Við áttum öllu færin í leiknum. Ég man ekki eftir að þeir hafi átt einhver færi. Við verðum að teljast ansi svekktir með þetta,“ sagði Hafsteinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira