Unnur Brá færist upp og Kristín og Hólmfríður koma inn

Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á Selfossi nú fyrir stundu. Efstu þrjú sætin eru óbreytt frá úrslitum prófkjörs flokksins í kjördæminu sem haldin var síðustu helgi en þau skipa Páll Magnússon og þingmennirnir Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, bauð sig fram í fyrsta sæti en endaði því í fjórða og ákvað í kjölfarið að hætta í stjórnmálum og mun Unnur Brá, sem endaði í fimmta sæti prófkjörsins taka fjórða sætið á lista flokksins. Kristín og Hólmfríður koma nýjar inn.
Þrýst var á forystu flokksins að listanum yrði breytt til þess að tryggja að eingöngu karlar myndu ekki sitja í efstu sætunum. Útilokaði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins ekki að það yrði gert og benti á að niðurstöður prófkjara væri ekki bindandi.
Sex efstu sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
1. Páll Magnússon
2. Ásmundur Friðriksson
3. Vilhjálmur Árnason
4. Unnur Brá Konráðsdóttir
5. Kristín Traustadóttir
6. Hólmfríður Kjartansdóttir
Tengdar fréttir

Sér ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðu prófkjörsins í Suðurkjördæmi
Páll Magnússon sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir það umhugsunarefni og jafnvel áhyggjuefni að í efstu þremur sætum listans séu karlar.

Gengið frá framboðslistanum í dag
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fundar á Selfossi klukkan þrjú í dag.

Sjálfstæðiskonur guldu afhroð
Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi.

Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna
Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin.

Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði.