Ekki allir sáttir við niðurstöðuna á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í gær Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2016 12:30 Frá kjördæmaþingi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í gær Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri er ekki sáttur með niðurstöður kjördæmaþings flokksins og hefur sagt sig úr flokknum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlaut yfirburðarkosningu í fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þórunn Egilsdóttir sem hafnaði í öðru sæti gefur ekki upp hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi setu í stóli formanns. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson styrkti stöðu sína í með afgerandi hætti á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi í gær þar sem hann hlaut 72% atkvæða í oddvitasætið. Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir oddvitasætinu ákvað að gefa ekki kost á sér í önnur sæti á listanum í ljósi niðurstöðunnar og kvaðst hann ekki hafa trú á framhaldinu hjá flokknum. Ekki eru allir á eitt sáttir við niðurstöður kosninganna á kjördæmaþinginu en Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, og fyrrverandi oddviti flokksins þar, ákvað að segja sig úr Framsóknarflokknum eftir niðurstöðuna í gær. „Það sem ég á ekki samleið með miklum meirihluta þess fólks sem að þar kaus sér oddvita í kjördæminu að þá einfaldlega er ég búinn að senda gögn þess efnis að segja mig úr flokknum. Ég tek bara mína ákvörðun út frá minni samvisku. Ég hef þá skoðun að þeir sem treysta sér til þeirra verkefna að vera í forsvari fyrir íslenskt þjóðfélag. Að gegna valdamestu stöðum þjóðfélagsins þeir þurfa að leggja á borðið fyrir okkur hin gögn um öll sín mál, fjárhagsmál, hvort sem það tengist einhverjum aðilum eða bara eigin peningum og ég tel einfaldlega að Sigmundur Davíð og hans saga sem allir þekkja þá er ekki hægt að réttlæta sé í forsvari, og ég tala nú ekki um ríkisstjórn eins og hann væntanlega stefnir að,“ segir Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri. Um mánaðamótin verður flokksþing Framsóknarmanna haldið þar sem Sigmundur Davíð gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku en mikið hefur verið þrýst á Sigurð Inga Jóhannsson varaformann flokksins til að bjóða sig fram gegn Sigmundi. Sigmundur var í viðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun.Telur þú líklegt á þessari stundu að þú fáir mótframboð á flokksþinginu í formannsembætti? „Það er komið mótframboð nú þegar en ég skal ekki segja. Ég á ekkert endilega von á því því að flestir þeirra sem hafa verið í forystu í flokknum, ráðherrar og slíkt hafa lýst því ýfir ýmist við mig eða opinberlega eða hvort tveggja að þeir hygðust ekki bjóða sig fram gegn mér,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi vildi ekki gefa upp hvort hún styður núverandi formann flokksins til áframhaldandi formennsku á komandi flokksþingi. „Ég styð það formann sem flokkurinn velur sér,“ sagði Þórunn Egilsdóttir á kjördæmaþingi Framsóknarflokksins í gær.En núverandi formann? „Ég hef alltaf stutt formanninn,“ sagði Þórunn.Kemurðu til með að kjósa Sigmund Davíð í formannskjörinu? „Ég ætla láta það bara koma í ljós á flokksþinginu,“ sagði Þórunn Kosningar 2016 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri er ekki sáttur með niðurstöður kjördæmaþings flokksins og hefur sagt sig úr flokknum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlaut yfirburðarkosningu í fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þórunn Egilsdóttir sem hafnaði í öðru sæti gefur ekki upp hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi setu í stóli formanns. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson styrkti stöðu sína í með afgerandi hætti á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi í gær þar sem hann hlaut 72% atkvæða í oddvitasætið. Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir oddvitasætinu ákvað að gefa ekki kost á sér í önnur sæti á listanum í ljósi niðurstöðunnar og kvaðst hann ekki hafa trú á framhaldinu hjá flokknum. Ekki eru allir á eitt sáttir við niðurstöður kosninganna á kjördæmaþinginu en Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, og fyrrverandi oddviti flokksins þar, ákvað að segja sig úr Framsóknarflokknum eftir niðurstöðuna í gær. „Það sem ég á ekki samleið með miklum meirihluta þess fólks sem að þar kaus sér oddvita í kjördæminu að þá einfaldlega er ég búinn að senda gögn þess efnis að segja mig úr flokknum. Ég tek bara mína ákvörðun út frá minni samvisku. Ég hef þá skoðun að þeir sem treysta sér til þeirra verkefna að vera í forsvari fyrir íslenskt þjóðfélag. Að gegna valdamestu stöðum þjóðfélagsins þeir þurfa að leggja á borðið fyrir okkur hin gögn um öll sín mál, fjárhagsmál, hvort sem það tengist einhverjum aðilum eða bara eigin peningum og ég tel einfaldlega að Sigmundur Davíð og hans saga sem allir þekkja þá er ekki hægt að réttlæta sé í forsvari, og ég tala nú ekki um ríkisstjórn eins og hann væntanlega stefnir að,“ segir Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri. Um mánaðamótin verður flokksþing Framsóknarmanna haldið þar sem Sigmundur Davíð gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku en mikið hefur verið þrýst á Sigurð Inga Jóhannsson varaformann flokksins til að bjóða sig fram gegn Sigmundi. Sigmundur var í viðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun.Telur þú líklegt á þessari stundu að þú fáir mótframboð á flokksþinginu í formannsembætti? „Það er komið mótframboð nú þegar en ég skal ekki segja. Ég á ekkert endilega von á því því að flestir þeirra sem hafa verið í forystu í flokknum, ráðherrar og slíkt hafa lýst því ýfir ýmist við mig eða opinberlega eða hvort tveggja að þeir hygðust ekki bjóða sig fram gegn mér,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi vildi ekki gefa upp hvort hún styður núverandi formann flokksins til áframhaldandi formennsku á komandi flokksþingi. „Ég styð það formann sem flokkurinn velur sér,“ sagði Þórunn Egilsdóttir á kjördæmaþingi Framsóknarflokksins í gær.En núverandi formann? „Ég hef alltaf stutt formanninn,“ sagði Þórunn.Kemurðu til með að kjósa Sigmund Davíð í formannskjörinu? „Ég ætla láta það bara koma í ljós á flokksþinginu,“ sagði Þórunn
Kosningar 2016 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira