Ekki allir sáttir við niðurstöðuna á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í gær Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2016 12:30 Frá kjördæmaþingi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í gær Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri er ekki sáttur með niðurstöður kjördæmaþings flokksins og hefur sagt sig úr flokknum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlaut yfirburðarkosningu í fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þórunn Egilsdóttir sem hafnaði í öðru sæti gefur ekki upp hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi setu í stóli formanns. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson styrkti stöðu sína í með afgerandi hætti á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi í gær þar sem hann hlaut 72% atkvæða í oddvitasætið. Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir oddvitasætinu ákvað að gefa ekki kost á sér í önnur sæti á listanum í ljósi niðurstöðunnar og kvaðst hann ekki hafa trú á framhaldinu hjá flokknum. Ekki eru allir á eitt sáttir við niðurstöður kosninganna á kjördæmaþinginu en Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, og fyrrverandi oddviti flokksins þar, ákvað að segja sig úr Framsóknarflokknum eftir niðurstöðuna í gær. „Það sem ég á ekki samleið með miklum meirihluta þess fólks sem að þar kaus sér oddvita í kjördæminu að þá einfaldlega er ég búinn að senda gögn þess efnis að segja mig úr flokknum. Ég tek bara mína ákvörðun út frá minni samvisku. Ég hef þá skoðun að þeir sem treysta sér til þeirra verkefna að vera í forsvari fyrir íslenskt þjóðfélag. Að gegna valdamestu stöðum þjóðfélagsins þeir þurfa að leggja á borðið fyrir okkur hin gögn um öll sín mál, fjárhagsmál, hvort sem það tengist einhverjum aðilum eða bara eigin peningum og ég tel einfaldlega að Sigmundur Davíð og hans saga sem allir þekkja þá er ekki hægt að réttlæta sé í forsvari, og ég tala nú ekki um ríkisstjórn eins og hann væntanlega stefnir að,“ segir Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri. Um mánaðamótin verður flokksþing Framsóknarmanna haldið þar sem Sigmundur Davíð gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku en mikið hefur verið þrýst á Sigurð Inga Jóhannsson varaformann flokksins til að bjóða sig fram gegn Sigmundi. Sigmundur var í viðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun.Telur þú líklegt á þessari stundu að þú fáir mótframboð á flokksþinginu í formannsembætti? „Það er komið mótframboð nú þegar en ég skal ekki segja. Ég á ekkert endilega von á því því að flestir þeirra sem hafa verið í forystu í flokknum, ráðherrar og slíkt hafa lýst því ýfir ýmist við mig eða opinberlega eða hvort tveggja að þeir hygðust ekki bjóða sig fram gegn mér,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi vildi ekki gefa upp hvort hún styður núverandi formann flokksins til áframhaldandi formennsku á komandi flokksþingi. „Ég styð það formann sem flokkurinn velur sér,“ sagði Þórunn Egilsdóttir á kjördæmaþingi Framsóknarflokksins í gær.En núverandi formann? „Ég hef alltaf stutt formanninn,“ sagði Þórunn.Kemurðu til með að kjósa Sigmund Davíð í formannskjörinu? „Ég ætla láta það bara koma í ljós á flokksþinginu,“ sagði Þórunn Kosningar 2016 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri er ekki sáttur með niðurstöður kjördæmaþings flokksins og hefur sagt sig úr flokknum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlaut yfirburðarkosningu í fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þórunn Egilsdóttir sem hafnaði í öðru sæti gefur ekki upp hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi setu í stóli formanns. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson styrkti stöðu sína í með afgerandi hætti á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi í gær þar sem hann hlaut 72% atkvæða í oddvitasætið. Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir oddvitasætinu ákvað að gefa ekki kost á sér í önnur sæti á listanum í ljósi niðurstöðunnar og kvaðst hann ekki hafa trú á framhaldinu hjá flokknum. Ekki eru allir á eitt sáttir við niðurstöður kosninganna á kjördæmaþinginu en Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, og fyrrverandi oddviti flokksins þar, ákvað að segja sig úr Framsóknarflokknum eftir niðurstöðuna í gær. „Það sem ég á ekki samleið með miklum meirihluta þess fólks sem að þar kaus sér oddvita í kjördæminu að þá einfaldlega er ég búinn að senda gögn þess efnis að segja mig úr flokknum. Ég tek bara mína ákvörðun út frá minni samvisku. Ég hef þá skoðun að þeir sem treysta sér til þeirra verkefna að vera í forsvari fyrir íslenskt þjóðfélag. Að gegna valdamestu stöðum þjóðfélagsins þeir þurfa að leggja á borðið fyrir okkur hin gögn um öll sín mál, fjárhagsmál, hvort sem það tengist einhverjum aðilum eða bara eigin peningum og ég tel einfaldlega að Sigmundur Davíð og hans saga sem allir þekkja þá er ekki hægt að réttlæta sé í forsvari, og ég tala nú ekki um ríkisstjórn eins og hann væntanlega stefnir að,“ segir Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri. Um mánaðamótin verður flokksþing Framsóknarmanna haldið þar sem Sigmundur Davíð gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku en mikið hefur verið þrýst á Sigurð Inga Jóhannsson varaformann flokksins til að bjóða sig fram gegn Sigmundi. Sigmundur var í viðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun.Telur þú líklegt á þessari stundu að þú fáir mótframboð á flokksþinginu í formannsembætti? „Það er komið mótframboð nú þegar en ég skal ekki segja. Ég á ekkert endilega von á því því að flestir þeirra sem hafa verið í forystu í flokknum, ráðherrar og slíkt hafa lýst því ýfir ýmist við mig eða opinberlega eða hvort tveggja að þeir hygðust ekki bjóða sig fram gegn mér,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi vildi ekki gefa upp hvort hún styður núverandi formann flokksins til áframhaldandi formennsku á komandi flokksþingi. „Ég styð það formann sem flokkurinn velur sér,“ sagði Þórunn Egilsdóttir á kjördæmaþingi Framsóknarflokksins í gær.En núverandi formann? „Ég hef alltaf stutt formanninn,“ sagði Þórunn.Kemurðu til með að kjósa Sigmund Davíð í formannskjörinu? „Ég ætla láta það bara koma í ljós á flokksþinginu,“ sagði Þórunn
Kosningar 2016 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira