Ekki allir sáttir við niðurstöðuna á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í gær Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2016 12:30 Frá kjördæmaþingi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í gær Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri er ekki sáttur með niðurstöður kjördæmaþings flokksins og hefur sagt sig úr flokknum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlaut yfirburðarkosningu í fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þórunn Egilsdóttir sem hafnaði í öðru sæti gefur ekki upp hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi setu í stóli formanns. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson styrkti stöðu sína í með afgerandi hætti á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi í gær þar sem hann hlaut 72% atkvæða í oddvitasætið. Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir oddvitasætinu ákvað að gefa ekki kost á sér í önnur sæti á listanum í ljósi niðurstöðunnar og kvaðst hann ekki hafa trú á framhaldinu hjá flokknum. Ekki eru allir á eitt sáttir við niðurstöður kosninganna á kjördæmaþinginu en Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, og fyrrverandi oddviti flokksins þar, ákvað að segja sig úr Framsóknarflokknum eftir niðurstöðuna í gær. „Það sem ég á ekki samleið með miklum meirihluta þess fólks sem að þar kaus sér oddvita í kjördæminu að þá einfaldlega er ég búinn að senda gögn þess efnis að segja mig úr flokknum. Ég tek bara mína ákvörðun út frá minni samvisku. Ég hef þá skoðun að þeir sem treysta sér til þeirra verkefna að vera í forsvari fyrir íslenskt þjóðfélag. Að gegna valdamestu stöðum þjóðfélagsins þeir þurfa að leggja á borðið fyrir okkur hin gögn um öll sín mál, fjárhagsmál, hvort sem það tengist einhverjum aðilum eða bara eigin peningum og ég tel einfaldlega að Sigmundur Davíð og hans saga sem allir þekkja þá er ekki hægt að réttlæta sé í forsvari, og ég tala nú ekki um ríkisstjórn eins og hann væntanlega stefnir að,“ segir Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri. Um mánaðamótin verður flokksþing Framsóknarmanna haldið þar sem Sigmundur Davíð gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku en mikið hefur verið þrýst á Sigurð Inga Jóhannsson varaformann flokksins til að bjóða sig fram gegn Sigmundi. Sigmundur var í viðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun.Telur þú líklegt á þessari stundu að þú fáir mótframboð á flokksþinginu í formannsembætti? „Það er komið mótframboð nú þegar en ég skal ekki segja. Ég á ekkert endilega von á því því að flestir þeirra sem hafa verið í forystu í flokknum, ráðherrar og slíkt hafa lýst því ýfir ýmist við mig eða opinberlega eða hvort tveggja að þeir hygðust ekki bjóða sig fram gegn mér,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi vildi ekki gefa upp hvort hún styður núverandi formann flokksins til áframhaldandi formennsku á komandi flokksþingi. „Ég styð það formann sem flokkurinn velur sér,“ sagði Þórunn Egilsdóttir á kjördæmaþingi Framsóknarflokksins í gær.En núverandi formann? „Ég hef alltaf stutt formanninn,“ sagði Þórunn.Kemurðu til með að kjósa Sigmund Davíð í formannskjörinu? „Ég ætla láta það bara koma í ljós á flokksþinginu,“ sagði Þórunn Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri er ekki sáttur með niðurstöður kjördæmaþings flokksins og hefur sagt sig úr flokknum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlaut yfirburðarkosningu í fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þórunn Egilsdóttir sem hafnaði í öðru sæti gefur ekki upp hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi setu í stóli formanns. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson styrkti stöðu sína í með afgerandi hætti á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi í gær þar sem hann hlaut 72% atkvæða í oddvitasætið. Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir oddvitasætinu ákvað að gefa ekki kost á sér í önnur sæti á listanum í ljósi niðurstöðunnar og kvaðst hann ekki hafa trú á framhaldinu hjá flokknum. Ekki eru allir á eitt sáttir við niðurstöður kosninganna á kjördæmaþinginu en Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, og fyrrverandi oddviti flokksins þar, ákvað að segja sig úr Framsóknarflokknum eftir niðurstöðuna í gær. „Það sem ég á ekki samleið með miklum meirihluta þess fólks sem að þar kaus sér oddvita í kjördæminu að þá einfaldlega er ég búinn að senda gögn þess efnis að segja mig úr flokknum. Ég tek bara mína ákvörðun út frá minni samvisku. Ég hef þá skoðun að þeir sem treysta sér til þeirra verkefna að vera í forsvari fyrir íslenskt þjóðfélag. Að gegna valdamestu stöðum þjóðfélagsins þeir þurfa að leggja á borðið fyrir okkur hin gögn um öll sín mál, fjárhagsmál, hvort sem það tengist einhverjum aðilum eða bara eigin peningum og ég tel einfaldlega að Sigmundur Davíð og hans saga sem allir þekkja þá er ekki hægt að réttlæta sé í forsvari, og ég tala nú ekki um ríkisstjórn eins og hann væntanlega stefnir að,“ segir Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri. Um mánaðamótin verður flokksþing Framsóknarmanna haldið þar sem Sigmundur Davíð gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku en mikið hefur verið þrýst á Sigurð Inga Jóhannsson varaformann flokksins til að bjóða sig fram gegn Sigmundi. Sigmundur var í viðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun.Telur þú líklegt á þessari stundu að þú fáir mótframboð á flokksþinginu í formannsembætti? „Það er komið mótframboð nú þegar en ég skal ekki segja. Ég á ekkert endilega von á því því að flestir þeirra sem hafa verið í forystu í flokknum, ráðherrar og slíkt hafa lýst því ýfir ýmist við mig eða opinberlega eða hvort tveggja að þeir hygðust ekki bjóða sig fram gegn mér,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi vildi ekki gefa upp hvort hún styður núverandi formann flokksins til áframhaldandi formennsku á komandi flokksþingi. „Ég styð það formann sem flokkurinn velur sér,“ sagði Þórunn Egilsdóttir á kjördæmaþingi Framsóknarflokksins í gær.En núverandi formann? „Ég hef alltaf stutt formanninn,“ sagði Þórunn.Kemurðu til með að kjósa Sigmund Davíð í formannskjörinu? „Ég ætla láta það bara koma í ljós á flokksþinginu,“ sagði Þórunn
Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira