Björt framtíð hlakkar til kosninganna Una Sighvatsdóttir skrifar 17. september 2016 12:30 Óttarr Proppé býður sig einn fram til embættis formanns og segist spenntur fyrir kosningunum þótt skoðanakannanir bendi til að flokkurinn gæti þurrkast út. Ársfundur Bjartrar framtíðar hófst nú klukkan ellefu en þar fara fram hefðbundin aðalfundarstörf og grunnurinn lagður fyrir komandi alþingiskosningar í október. Óttarr Proppé sækist eftir því að gegna áfram formennsku í flokknum og er einn í framboði. „Ég upplifi það þannig að maður hafi eitthvað í verkið og það sé allavega nóg af verkefnum framundan, það er nóg rugl í þessu samfélagi sem þarf að reyna að berjast fyrir að koma í betra lag. Ég er til í það,“ segir Óttarr.Ekki í pólitík sjálfs síns vegna Björt framtíð hefur nú sex þingmenn en fylgi við flokkinn hefur dalað mjög í skoðanakönnunum og gangi þær eftir gæti svo farið að flokkurinn nái engum manni á þing. Óttarr ber sig engu að síður vel og segist spenntur fyrir kosningunum enda verða þær til þess að opna á umræðu um stóru myndina í íslensku samfélagi og stjórnmálum, fremur en dægurþras um einstakar persónur. „Kosningabaráttan hún náttúrulega felst í umræðu um prinsipp og grundvallaratriði í pólitík og það er umræða sem þarf að gera og við í Bjartri framtíð hlökkum nú eiginlega bara til þess vegna þess að við höfum mjög sterkar skoðanir og sterka stöðu.“ Sjálfur nýtur Óttarr umtalsverðs persónufylgis. En hefur hann íhugað að ganga til lið svið annan flokk til að auka líkurnar á því að geta verið áfram á þingi? „Nei mér hefur nú ekki dottið það í hug enda er ég nú ekki í pólitík sjálfs míns vegna heldur þvert á móti þá býð ég mína krafta fram til þess að standa fyrir góðum málum og berjast gegn slæmum málum og reyna að koma að einhverju gagn í þessu samfélagi. Þannig að mín persóna þjónar í sjálfum sér engum tilgangi nema þá bara sem eitthvað tæki."Berjast gegn fúski í samfélaginu Á fundinum í dag verður umræðu um áherslur flokksins og helstu baráttumál í kosningunum. Óttarr segist ekki eiga von á neinum grundvallarbreytingum þar. „Við höfum auvðitað verið með mikla áherslu á að berjast fyrir auknu réttlæti og minna fúski í íslensku samfélagi. Berjast gegn svona lokuðum hagsmunum og klíkuhagsmunum, eins og kom í ljós í afstöðu okkar við búvörulögin. Og við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin. Heilbrigðismál og málefni ungs fólks verða örugglega hátt uppi hjá okkur. En ég held að grundvallarumræðan verði um þær kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í íslensku samfélagi," segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Ársfundur Bjartrar framtíðar hófst nú klukkan ellefu en þar fara fram hefðbundin aðalfundarstörf og grunnurinn lagður fyrir komandi alþingiskosningar í október. Óttarr Proppé sækist eftir því að gegna áfram formennsku í flokknum og er einn í framboði. „Ég upplifi það þannig að maður hafi eitthvað í verkið og það sé allavega nóg af verkefnum framundan, það er nóg rugl í þessu samfélagi sem þarf að reyna að berjast fyrir að koma í betra lag. Ég er til í það,“ segir Óttarr.Ekki í pólitík sjálfs síns vegna Björt framtíð hefur nú sex þingmenn en fylgi við flokkinn hefur dalað mjög í skoðanakönnunum og gangi þær eftir gæti svo farið að flokkurinn nái engum manni á þing. Óttarr ber sig engu að síður vel og segist spenntur fyrir kosningunum enda verða þær til þess að opna á umræðu um stóru myndina í íslensku samfélagi og stjórnmálum, fremur en dægurþras um einstakar persónur. „Kosningabaráttan hún náttúrulega felst í umræðu um prinsipp og grundvallaratriði í pólitík og það er umræða sem þarf að gera og við í Bjartri framtíð hlökkum nú eiginlega bara til þess vegna þess að við höfum mjög sterkar skoðanir og sterka stöðu.“ Sjálfur nýtur Óttarr umtalsverðs persónufylgis. En hefur hann íhugað að ganga til lið svið annan flokk til að auka líkurnar á því að geta verið áfram á þingi? „Nei mér hefur nú ekki dottið það í hug enda er ég nú ekki í pólitík sjálfs míns vegna heldur þvert á móti þá býð ég mína krafta fram til þess að standa fyrir góðum málum og berjast gegn slæmum málum og reyna að koma að einhverju gagn í þessu samfélagi. Þannig að mín persóna þjónar í sjálfum sér engum tilgangi nema þá bara sem eitthvað tæki."Berjast gegn fúski í samfélaginu Á fundinum í dag verður umræðu um áherslur flokksins og helstu baráttumál í kosningunum. Óttarr segist ekki eiga von á neinum grundvallarbreytingum þar. „Við höfum auvðitað verið með mikla áherslu á að berjast fyrir auknu réttlæti og minna fúski í íslensku samfélagi. Berjast gegn svona lokuðum hagsmunum og klíkuhagsmunum, eins og kom í ljós í afstöðu okkar við búvörulögin. Og við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin. Heilbrigðismál og málefni ungs fólks verða örugglega hátt uppi hjá okkur. En ég held að grundvallarumræðan verði um þær kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í íslensku samfélagi," segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira