110 sm lax í Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 17. september 2016 09:28 Hörður Bender með 110 sm laxinn úr Vatnsdalsá Hausthængarnir eru komnir á stjá og það fréttist daglega af löxum um 100 sm en þeir eru orðnir ansi margir á þessu sumri. Það varla tekur því að segja frá laxi ef hann er ekki að teygja sig yfir 105 sm því það er líklega erfitt að halda tölu yfir þá laxa sem er búið að landa í dag sem eru 100-105 sm. Eric Clapton átti stærsta laxinn í sumar úr Vatnsdalsá sem var 108 sm og töldu ansi margir þegar það tröll var dregið að landi að erfitt yrði að slá það. Það er búið slá þetta met, oft! Nú síðast í fyrradag var 110 sm laxi landað í Vatnsdalsá og er þar með stærsti laxinn úr ánni í sumar. Það var Hörður Bender sem náði þessum flotta hæng á Blue Charm númer 10 í Aveituhyl og stóð baráttan yfir í 45 mínútur. Þetta var ekki eini stórlaxinn úr ánni þennan morguninn því Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari náði einum 102 sm. Það hafa líklega aldrei fleiri veiðimenn landað löxum yfir 100 sm eins og á þessu sumri og þykir það sýnt og sannað að öflugt átak síðustu ára að sleppa laxi sé farið að skila þeim árangri að fleiri stórlaxar séu á sveimi í ánum en nokkru sinni fyrr. Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Mýveisla hjá silungnum í Elliðavatni Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði
Hausthængarnir eru komnir á stjá og það fréttist daglega af löxum um 100 sm en þeir eru orðnir ansi margir á þessu sumri. Það varla tekur því að segja frá laxi ef hann er ekki að teygja sig yfir 105 sm því það er líklega erfitt að halda tölu yfir þá laxa sem er búið að landa í dag sem eru 100-105 sm. Eric Clapton átti stærsta laxinn í sumar úr Vatnsdalsá sem var 108 sm og töldu ansi margir þegar það tröll var dregið að landi að erfitt yrði að slá það. Það er búið slá þetta met, oft! Nú síðast í fyrradag var 110 sm laxi landað í Vatnsdalsá og er þar með stærsti laxinn úr ánni í sumar. Það var Hörður Bender sem náði þessum flotta hæng á Blue Charm númer 10 í Aveituhyl og stóð baráttan yfir í 45 mínútur. Þetta var ekki eini stórlaxinn úr ánni þennan morguninn því Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari náði einum 102 sm. Það hafa líklega aldrei fleiri veiðimenn landað löxum yfir 100 sm eins og á þessu sumri og þykir það sýnt og sannað að öflugt átak síðustu ára að sleppa laxi sé farið að skila þeim árangri að fleiri stórlaxar séu á sveimi í ánum en nokkru sinni fyrr.
Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Mýveisla hjá silungnum í Elliðavatni Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði