Innlent

Komið að ögurstundu hjá Sigmundi Davíð

Heimir Már Pétursson skrifar
Sigmundur Davíð er mættur.
Sigmundur Davíð er mættur. Vísir/Jói K.
Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi velja frambjóðendur í fimm efstu sæti á framboðslista flokksins á tvöföldu kjördæmaþingi sem hefst í Skjólbrekka í Mývatnssveit sem hófst nú fyrir stundu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins býður sig fram í fyrsta sæti listans, en þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir stefna einnig á fyrsta sætið. Tvöfalt kjördæmaþing þýðir að flokksfélögin í kjördæminu geta sent tvöfalda fulltrúatölu til þingsins en reiknað er með að um 370 manns mæti til að velja fólk á framboðslistann.

Fyrst verður kosið í fyrsta sætið og ef enginn frambjóðandi fær yfir 50 prósent atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu. Þeir sem ekki ná sætinu geta boðið sig fram í sæti neðar á listanum og gildir þessi regla um öll sætin sem kosið verður um.

Það gæti legið fyrir um hádegi hvernig kosningu Sigmundur Davíð fær í forystusætið. Útkoman gæti haft áhrif á stöðu hans á komandi flokksþingi dagana 1. og 2. október þar sem forysta flokksins verður endurkjörin eða endurnýjuð. Þrjú framsóknarfélög hafa í vikunni skorað á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×