Umfjöllun: Ísland - Belgía 74-68 | Ísland á EM Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 17. september 2016 19:15 Jón Arnór Stefánsson í hörðum slag í dag mynd/bára dröfn kristinsdóttir Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í Laugardalshöll í dag. Þetta er frábær árangur hjá íslenska liðinu sem sýndi mikinn styrk í leiknum í dag gegn sterku liði Belga. Munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 34-37, sem var vel af sér vikið miðað við vandræðin sem íslenska liðið var lengi vel í. Skotnýting Íslands eftir 1. leikhluta var aðeins 18,2% og Belgar náðu mest 14 stiga forskoti, 15-29 í fyrri hálfleik. Íslenska liðið bognaði en brotnaði ekki. Varnarleikurinn seinni hluta 2. leikhluta var frábær og þá voru strákarnir duglegir að koma sér á vítalínuna. Alls komu 13 af 34 stigum Íslands í fyrri hálfleik úr vítum. Lykilmenn eins og Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson hittu aðeins úr tveimur af þeim 17 skotum sem þeir tóku í fyrri hálfleik. Þeir stigu þó upp í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið. Ísland var 10 stigum undir, 23-33, þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en lokakafli hans var frábær. Strákarnir skoruðu 11 stig gegn einu og jöfnuðu metin. En Belgar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 34-37, þökk sé flautuþristi í kjölfar rangs dóms. Það slökkti þó ekki í íslensku strákunum sem voru komnir með blóð á tennurnar. Þeir spiluðu frábæran varnarleik í seinni hálfleik og sóknin gekk mun betur en í þeim fyrri. Ísland byggði smám saman upp forskot og þrátt fyrir smá stress undir lokin náðu strákarnir að landa sigrinum. Lokatölur 74-68, Íslandi í vil. Seinni hálfleikurinn var frábærlega leikinn af Íslands hálfu. Belgar skoruðu aðeins 31 stig í seinni hálfleik og áttu í mestu vandræðum með að skapa sér góð færi gegn hreyfanlegri og öflugri íslenskri vörn. Í sókninni stjórnaði Martin Hermannsson ferðinni en afmælisbarn gærdagsins var stigahæstur í íslenska liðinu. Martin skoraði 18 stig og gaf fimm stoðsendingar. Þá nýtti hann sjö af níu skotum sínum. Haukur Helgi Pálsson kom næstur með 11 stig og Jón Arnór og Hlynur Bæringsson skoruðu 10 stig hvor. Kristófer Acox skilaði níu stigum af bekknum og Logi Gunnarsson var að venju góður og skoraði átta stig. Hörður Axel vann sig vel inn í leikinn og skilaði átta stigum og sex stoðsendingum. Elvar Már Friðriksson spilaði góða vörn og gaf þrjár stoðsendingar á þeim rúmu átta mínútum sem hann lék og Sigurður Þorsteinsson varði skot á mikilvægu augnabliki undir lok 3. leikhluta. Það voru því allir sem lögðu eitthvað í púkkið í dag.Bein lýsing: Ísland - Belgía Tweets by @Visirkarfa1 EM 2017 í Finnlandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í Laugardalshöll í dag. Þetta er frábær árangur hjá íslenska liðinu sem sýndi mikinn styrk í leiknum í dag gegn sterku liði Belga. Munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 34-37, sem var vel af sér vikið miðað við vandræðin sem íslenska liðið var lengi vel í. Skotnýting Íslands eftir 1. leikhluta var aðeins 18,2% og Belgar náðu mest 14 stiga forskoti, 15-29 í fyrri hálfleik. Íslenska liðið bognaði en brotnaði ekki. Varnarleikurinn seinni hluta 2. leikhluta var frábær og þá voru strákarnir duglegir að koma sér á vítalínuna. Alls komu 13 af 34 stigum Íslands í fyrri hálfleik úr vítum. Lykilmenn eins og Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson hittu aðeins úr tveimur af þeim 17 skotum sem þeir tóku í fyrri hálfleik. Þeir stigu þó upp í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið. Ísland var 10 stigum undir, 23-33, þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en lokakafli hans var frábær. Strákarnir skoruðu 11 stig gegn einu og jöfnuðu metin. En Belgar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 34-37, þökk sé flautuþristi í kjölfar rangs dóms. Það slökkti þó ekki í íslensku strákunum sem voru komnir með blóð á tennurnar. Þeir spiluðu frábæran varnarleik í seinni hálfleik og sóknin gekk mun betur en í þeim fyrri. Ísland byggði smám saman upp forskot og þrátt fyrir smá stress undir lokin náðu strákarnir að landa sigrinum. Lokatölur 74-68, Íslandi í vil. Seinni hálfleikurinn var frábærlega leikinn af Íslands hálfu. Belgar skoruðu aðeins 31 stig í seinni hálfleik og áttu í mestu vandræðum með að skapa sér góð færi gegn hreyfanlegri og öflugri íslenskri vörn. Í sókninni stjórnaði Martin Hermannsson ferðinni en afmælisbarn gærdagsins var stigahæstur í íslenska liðinu. Martin skoraði 18 stig og gaf fimm stoðsendingar. Þá nýtti hann sjö af níu skotum sínum. Haukur Helgi Pálsson kom næstur með 11 stig og Jón Arnór og Hlynur Bæringsson skoruðu 10 stig hvor. Kristófer Acox skilaði níu stigum af bekknum og Logi Gunnarsson var að venju góður og skoraði átta stig. Hörður Axel vann sig vel inn í leikinn og skilaði átta stigum og sex stoðsendingum. Elvar Már Friðriksson spilaði góða vörn og gaf þrjár stoðsendingar á þeim rúmu átta mínútum sem hann lék og Sigurður Þorsteinsson varði skot á mikilvægu augnabliki undir lok 3. leikhluta. Það voru því allir sem lögðu eitthvað í púkkið í dag.Bein lýsing: Ísland - Belgía Tweets by @Visirkarfa1
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti