Umfjöllun: Ísland - Belgía 74-68 | Ísland á EM Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 17. september 2016 19:15 Jón Arnór Stefánsson í hörðum slag í dag mynd/bára dröfn kristinsdóttir Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í Laugardalshöll í dag. Þetta er frábær árangur hjá íslenska liðinu sem sýndi mikinn styrk í leiknum í dag gegn sterku liði Belga. Munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 34-37, sem var vel af sér vikið miðað við vandræðin sem íslenska liðið var lengi vel í. Skotnýting Íslands eftir 1. leikhluta var aðeins 18,2% og Belgar náðu mest 14 stiga forskoti, 15-29 í fyrri hálfleik. Íslenska liðið bognaði en brotnaði ekki. Varnarleikurinn seinni hluta 2. leikhluta var frábær og þá voru strákarnir duglegir að koma sér á vítalínuna. Alls komu 13 af 34 stigum Íslands í fyrri hálfleik úr vítum. Lykilmenn eins og Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson hittu aðeins úr tveimur af þeim 17 skotum sem þeir tóku í fyrri hálfleik. Þeir stigu þó upp í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið. Ísland var 10 stigum undir, 23-33, þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en lokakafli hans var frábær. Strákarnir skoruðu 11 stig gegn einu og jöfnuðu metin. En Belgar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 34-37, þökk sé flautuþristi í kjölfar rangs dóms. Það slökkti þó ekki í íslensku strákunum sem voru komnir með blóð á tennurnar. Þeir spiluðu frábæran varnarleik í seinni hálfleik og sóknin gekk mun betur en í þeim fyrri. Ísland byggði smám saman upp forskot og þrátt fyrir smá stress undir lokin náðu strákarnir að landa sigrinum. Lokatölur 74-68, Íslandi í vil. Seinni hálfleikurinn var frábærlega leikinn af Íslands hálfu. Belgar skoruðu aðeins 31 stig í seinni hálfleik og áttu í mestu vandræðum með að skapa sér góð færi gegn hreyfanlegri og öflugri íslenskri vörn. Í sókninni stjórnaði Martin Hermannsson ferðinni en afmælisbarn gærdagsins var stigahæstur í íslenska liðinu. Martin skoraði 18 stig og gaf fimm stoðsendingar. Þá nýtti hann sjö af níu skotum sínum. Haukur Helgi Pálsson kom næstur með 11 stig og Jón Arnór og Hlynur Bæringsson skoruðu 10 stig hvor. Kristófer Acox skilaði níu stigum af bekknum og Logi Gunnarsson var að venju góður og skoraði átta stig. Hörður Axel vann sig vel inn í leikinn og skilaði átta stigum og sex stoðsendingum. Elvar Már Friðriksson spilaði góða vörn og gaf þrjár stoðsendingar á þeim rúmu átta mínútum sem hann lék og Sigurður Þorsteinsson varði skot á mikilvægu augnabliki undir lok 3. leikhluta. Það voru því allir sem lögðu eitthvað í púkkið í dag.Bein lýsing: Ísland - Belgía Tweets by @Visirkarfa1 EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Sópað út í sumarfrí? Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í Laugardalshöll í dag. Þetta er frábær árangur hjá íslenska liðinu sem sýndi mikinn styrk í leiknum í dag gegn sterku liði Belga. Munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 34-37, sem var vel af sér vikið miðað við vandræðin sem íslenska liðið var lengi vel í. Skotnýting Íslands eftir 1. leikhluta var aðeins 18,2% og Belgar náðu mest 14 stiga forskoti, 15-29 í fyrri hálfleik. Íslenska liðið bognaði en brotnaði ekki. Varnarleikurinn seinni hluta 2. leikhluta var frábær og þá voru strákarnir duglegir að koma sér á vítalínuna. Alls komu 13 af 34 stigum Íslands í fyrri hálfleik úr vítum. Lykilmenn eins og Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson hittu aðeins úr tveimur af þeim 17 skotum sem þeir tóku í fyrri hálfleik. Þeir stigu þó upp í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið. Ísland var 10 stigum undir, 23-33, þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en lokakafli hans var frábær. Strákarnir skoruðu 11 stig gegn einu og jöfnuðu metin. En Belgar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 34-37, þökk sé flautuþristi í kjölfar rangs dóms. Það slökkti þó ekki í íslensku strákunum sem voru komnir með blóð á tennurnar. Þeir spiluðu frábæran varnarleik í seinni hálfleik og sóknin gekk mun betur en í þeim fyrri. Ísland byggði smám saman upp forskot og þrátt fyrir smá stress undir lokin náðu strákarnir að landa sigrinum. Lokatölur 74-68, Íslandi í vil. Seinni hálfleikurinn var frábærlega leikinn af Íslands hálfu. Belgar skoruðu aðeins 31 stig í seinni hálfleik og áttu í mestu vandræðum með að skapa sér góð færi gegn hreyfanlegri og öflugri íslenskri vörn. Í sókninni stjórnaði Martin Hermannsson ferðinni en afmælisbarn gærdagsins var stigahæstur í íslenska liðinu. Martin skoraði 18 stig og gaf fimm stoðsendingar. Þá nýtti hann sjö af níu skotum sínum. Haukur Helgi Pálsson kom næstur með 11 stig og Jón Arnór og Hlynur Bæringsson skoruðu 10 stig hvor. Kristófer Acox skilaði níu stigum af bekknum og Logi Gunnarsson var að venju góður og skoraði átta stig. Hörður Axel vann sig vel inn í leikinn og skilaði átta stigum og sex stoðsendingum. Elvar Már Friðriksson spilaði góða vörn og gaf þrjár stoðsendingar á þeim rúmu átta mínútum sem hann lék og Sigurður Þorsteinsson varði skot á mikilvægu augnabliki undir lok 3. leikhluta. Það voru því allir sem lögðu eitthvað í púkkið í dag.Bein lýsing: Ísland - Belgía Tweets by @Visirkarfa1
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Sópað út í sumarfrí? Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Sjá meira