Innlent

Þriðja Framsóknarfélagið skorar á Sigurð Inga

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Fréttablaðið/Anton Brink
Stjórn Framsóknarfélags Austur-Húnavatnssýslu hefur skorað á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi í október. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi stjórnarinnar í gær.

Félagið er það þriðja í vikunni sem skorar á Sigurð Inga að bjóða sig fram í formannsembættið. Framsóknarmenn í Borgarfirði og Mýrum sendu frá sér áskorun á miðvikudag og þá var það samþykkt á fundi Framsóknarfélags Reykjanesbæjar í gærkvöld að skora á Sigurð.

Sigurður Ingi er varaformaður flokksins og hefur gegnt embætti forsætisráðherra síðan í apríl, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði af sér embættinu.

Flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið 1.-2. október næstkomandi í Háskólabíó og þar verður kosið um forystusveit flokksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×