Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Stjarnan 1-2 | Langþráður Stjörnusigur Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 16. september 2016 19:45 Úr leik liðanna fyrr í sumar. vísir/eyþór Stjörnumenn sóttu öll stigin í Eyjum þegar liðið sigraði ÍBV 1-2 í 19. umferð Pepsi-deildar karla. Guðjón Baldvinsson var munurinn á liðunum í dag en hann skoraði fyrra mark gestanna og fær líklega síðara markið skráð á sig líka. Þetta er fyrsti sigur Stjörnunnar frá því í byrjun ágúst þegar liðið sigraði Víkinga. Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum en færanýting liðsins var ömurleg, annað en hjá Stjörnumönnum sem nýttu sína sénsa.Af hverju vann Stjarnan? Var að velta þessari mikið fyrir mér en augljósasta ástæðan er sú að þeir skoruðu tvö mörk gegn einu frá ÍBV. Miðað við færin í leiknum hefði ÍBV alveg eins getað unnið þennan leik 4-2 en þeir nýttu ekki sénsana. Simon Smidt óð í færum en náði ekki að skila boltanum í netið, einn besti leikur sem ég hef séð ÍBV spila sóknarlega í deildinni. Það segir sig þó sjálft að þegar lið hefur ekki skorað meira en eitt mark í leik síðan um miðjan maí þá má það ekki fá á sig tvö. Guðjón Baldvinsson skoraði fyrra markið með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig, upp í samskeytin. Halldór Páll Geirsson kom engum vörnum við þar en í seinna markinu fór boltinn af Avni Pepa og í bláhornið. Það var sannkallaður heppnisstimpill á því marki og mætti halda að guðirnir vilji Eyjamenn niður.Þessir stóðu upp úr Guðjón Baldvinsson var munurinn á liðunum, skorar eitt og hálft mark í þessum leik og hafði ekki úr mörgum færum að moða. Fyrra markið var algjört konfekt, smurður í skeytin fjær. Seinna markið var í ljótari kantinum og vil ég skrifa það á Avni Pepa sem stýrði boltanum í fjær hornið. Devon Már Griffin kom virkilega vel inn í lið ÍBV, átti nokkra fína spretti og var erfiður viðureignar í loftinu. Þetta er ungur Eyjapeyi sem er að spila í nýrri stöðu í hægri bakverðinum þar sem sú staða hefur verið til vandræða hjá ÍBV í einhver ár. Guðjón Orri Sigurjónsson var einnig sterkur í leiknum og það á hans gamla heimavelli. Fékk á sig mark beint úr hornspyrnu en að öðru leyti átti hann algjörlega stórkostlegan leik.Hvað gekk illa? Stjörnumönnum gekk illa að loka á sóknir Eyjamanna en heimamönnum tókst ekki að nýta færin sín. ÍBV fékk ótal færi í leiknum og virkaði oft á tíðum eins og Stjörnumönnum væri gjörsamlega skítsama á vellinum. Það var eins og Eyjamenn breyttust í krakka úr 4. flokki þegar kom að því að klára færin og fékk Simon Smidt sérstaklega mikið af þeim.Hvað gekk vel? Eyjamönnum gekk frábærlega að skapa færi og hafa sjaldan eða aldrei skapað jafn mörg. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var mjög góður í að spila upp félaga sína í góð færi en hann spilaði 90 mínútur í fyrsta skiptið í mjög langan tíma í kvöld. Stjörnumönnum gekk vel án þjálfara síns Rúnars Páls Sigmundssonar. Tveir frábærir menn í brúnni til að leysa Rúnar af í því leikbanni sem hann tekur út. Áhersla liðsins var meira á sinn eigin leik heldur en störf dómarans og virðist það hafa hentað vel.Hvað gerist næst? Eyjamenn halda áfram botnbaráttu sinni en hún nær hámarki í næstu leikjum. Ef að Fylkismenn fá fleiri stig þá þurfa Eyjamenn að hugsa sinn gang, stigasöfnun þeirra hefur verið ömurleg undanfarið. Stjörnumenn eru með augun á Evrópusæti núna, eiga eftir nokkuð létt prógram þar sem þeir þurfa að spila við Fjölni og Víking frá Ólafsvík meðal annars.Jeffs: Hlýtur að detta inn í næsta leik „Ég er svekktur eftir þetta tap, við áttum þetta ekki skilið. Þeir nýta sín færi í dag sem við gerðum ekki. Þess vegna skora þeir tvö mörk og við eitt,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir enn eitt tap liðsins í sumar, nú gegn Stjörnunni. Hefur þetta ekki verið saga liðsins í sumar? Spila sig í færi og klúðra þeim? „Jú, við spilum aftur vel í dag fannst mér en spilamennskan var góð eftir fyrsta korterið. Eftir það vorum við mjög sprækir og boltinn gekk vel á milli manna en ég veit ekki alveg hvað ég á að segja.“ „Mér fannst það liggja í loftinu að við myndum bæta við frekar en að þeir myndu skora, svona var þetta í dag.“ Færanýting liðsins hefur verið alvarlega léleg í sumar, er þetta í hausnum á leikmönnum? „Ég vil helst ekki tala um þessi færi sem við erum ekki að nýta. Ég vil líta jákvætt á þetta, við erum að komast í færi. Það er meira vandamál ef maður kemst ekki í þessi færi, ef við værum ekki að skapa neitt færi þá myndi ég hafa áhyggjur af þessu. Það hlýtur að detta inn í næsta leik og vonandi kemur það á móti Breiðablik.“ Devon Már Griffin kom frábærlega inn í lið ÍBV í hægri bakvörðinn sem hefur verið vandræðastaða undanfarin ár. „Hann stóð sig mjög vel, átti mjög góðan leik.“ Ian Jeffs vildi ekki gefa neitt upp með það hvort að Derby Carillo myndi spila meira í mótinu. Halldór Páll Geirsson spilaði sinn annan leik í röð í markinu en Derby er enn að glíma við meiðsli. „Það kemur í ljós, við erum ekki alveg með þetta á hreinu við sjáum bara til.“Brynjar Björn: Byggjum ofan á stigin „Við erum mjög sáttir með stigin, frábært að fá þrjú stig og það er alltaf erfitt að koma til Eyja. Þrjú stig í dag sem við förum með heim og byggjum ofan á það,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, sem stýrði liðinu í dag í fjarveru Rúnars Páls Sigmundssonar, þjálfara liðsins. Spilamennska Stjörnunnar var ekki frábær í dag, hvað finnst Brynjari um það? „Hún hefði getað verið betri, sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst við góðir fram að markinu okkar og í næstu fimm eða tíu mínútur eftir það vorum við með tök á leiknum. Einhverra hluta vegna föllum við til baka og töpum aðeins baráttunni.“ „Þá bjóðum við þeim upp á að setja bolta í teiginn hjá okkur,“ sem að Eyjamenn gerðu mjög vel í leiknum. Þeir komu boltanum mikið á bakvið vörn Stjörnumanna og eða inn í teig þeirra. Sigurmark Stjörnumanna fór af Avni Pepa og í markið, var heppnisstimpill á því? „Já það var það, hann fer af Eyjamanni og í hornið. Við tökum það, það skiptir ekki máli hvernig boltinn fer í markið. Þetta var bara annað markið í leiknum fyrir okkur og við vinnum leikinn á því,“ sagði Brynjar sem var gríðarlega sáttur með stigin. Eins og hefur komið fram gáfu Stjörnumenn mikið af færum á sig í dag, er það ekki áhyggjuefni? „Jú það er alltaf áhyggjuefni þegar menn fá fría stöðu til að senda boltann fyrir. Það þarf að vera betri pressa á þeim bolta, síðan þurfum við að vera meira vakandi inni í teignum og verjast.“ Guðjón Orri Sigurjónsson bjargaði Stjörnumönnum vel í tvígang gegn sínum gömlu félögum. „Hann varði oft mjög vel og kom sennilega í veg fyrir að mörkin urðu fleiri í dag.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Stjörnumenn sóttu öll stigin í Eyjum þegar liðið sigraði ÍBV 1-2 í 19. umferð Pepsi-deildar karla. Guðjón Baldvinsson var munurinn á liðunum í dag en hann skoraði fyrra mark gestanna og fær líklega síðara markið skráð á sig líka. Þetta er fyrsti sigur Stjörnunnar frá því í byrjun ágúst þegar liðið sigraði Víkinga. Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum en færanýting liðsins var ömurleg, annað en hjá Stjörnumönnum sem nýttu sína sénsa.Af hverju vann Stjarnan? Var að velta þessari mikið fyrir mér en augljósasta ástæðan er sú að þeir skoruðu tvö mörk gegn einu frá ÍBV. Miðað við færin í leiknum hefði ÍBV alveg eins getað unnið þennan leik 4-2 en þeir nýttu ekki sénsana. Simon Smidt óð í færum en náði ekki að skila boltanum í netið, einn besti leikur sem ég hef séð ÍBV spila sóknarlega í deildinni. Það segir sig þó sjálft að þegar lið hefur ekki skorað meira en eitt mark í leik síðan um miðjan maí þá má það ekki fá á sig tvö. Guðjón Baldvinsson skoraði fyrra markið með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig, upp í samskeytin. Halldór Páll Geirsson kom engum vörnum við þar en í seinna markinu fór boltinn af Avni Pepa og í bláhornið. Það var sannkallaður heppnisstimpill á því marki og mætti halda að guðirnir vilji Eyjamenn niður.Þessir stóðu upp úr Guðjón Baldvinsson var munurinn á liðunum, skorar eitt og hálft mark í þessum leik og hafði ekki úr mörgum færum að moða. Fyrra markið var algjört konfekt, smurður í skeytin fjær. Seinna markið var í ljótari kantinum og vil ég skrifa það á Avni Pepa sem stýrði boltanum í fjær hornið. Devon Már Griffin kom virkilega vel inn í lið ÍBV, átti nokkra fína spretti og var erfiður viðureignar í loftinu. Þetta er ungur Eyjapeyi sem er að spila í nýrri stöðu í hægri bakverðinum þar sem sú staða hefur verið til vandræða hjá ÍBV í einhver ár. Guðjón Orri Sigurjónsson var einnig sterkur í leiknum og það á hans gamla heimavelli. Fékk á sig mark beint úr hornspyrnu en að öðru leyti átti hann algjörlega stórkostlegan leik.Hvað gekk illa? Stjörnumönnum gekk illa að loka á sóknir Eyjamanna en heimamönnum tókst ekki að nýta færin sín. ÍBV fékk ótal færi í leiknum og virkaði oft á tíðum eins og Stjörnumönnum væri gjörsamlega skítsama á vellinum. Það var eins og Eyjamenn breyttust í krakka úr 4. flokki þegar kom að því að klára færin og fékk Simon Smidt sérstaklega mikið af þeim.Hvað gekk vel? Eyjamönnum gekk frábærlega að skapa færi og hafa sjaldan eða aldrei skapað jafn mörg. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var mjög góður í að spila upp félaga sína í góð færi en hann spilaði 90 mínútur í fyrsta skiptið í mjög langan tíma í kvöld. Stjörnumönnum gekk vel án þjálfara síns Rúnars Páls Sigmundssonar. Tveir frábærir menn í brúnni til að leysa Rúnar af í því leikbanni sem hann tekur út. Áhersla liðsins var meira á sinn eigin leik heldur en störf dómarans og virðist það hafa hentað vel.Hvað gerist næst? Eyjamenn halda áfram botnbaráttu sinni en hún nær hámarki í næstu leikjum. Ef að Fylkismenn fá fleiri stig þá þurfa Eyjamenn að hugsa sinn gang, stigasöfnun þeirra hefur verið ömurleg undanfarið. Stjörnumenn eru með augun á Evrópusæti núna, eiga eftir nokkuð létt prógram þar sem þeir þurfa að spila við Fjölni og Víking frá Ólafsvík meðal annars.Jeffs: Hlýtur að detta inn í næsta leik „Ég er svekktur eftir þetta tap, við áttum þetta ekki skilið. Þeir nýta sín færi í dag sem við gerðum ekki. Þess vegna skora þeir tvö mörk og við eitt,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir enn eitt tap liðsins í sumar, nú gegn Stjörnunni. Hefur þetta ekki verið saga liðsins í sumar? Spila sig í færi og klúðra þeim? „Jú, við spilum aftur vel í dag fannst mér en spilamennskan var góð eftir fyrsta korterið. Eftir það vorum við mjög sprækir og boltinn gekk vel á milli manna en ég veit ekki alveg hvað ég á að segja.“ „Mér fannst það liggja í loftinu að við myndum bæta við frekar en að þeir myndu skora, svona var þetta í dag.“ Færanýting liðsins hefur verið alvarlega léleg í sumar, er þetta í hausnum á leikmönnum? „Ég vil helst ekki tala um þessi færi sem við erum ekki að nýta. Ég vil líta jákvætt á þetta, við erum að komast í færi. Það er meira vandamál ef maður kemst ekki í þessi færi, ef við værum ekki að skapa neitt færi þá myndi ég hafa áhyggjur af þessu. Það hlýtur að detta inn í næsta leik og vonandi kemur það á móti Breiðablik.“ Devon Már Griffin kom frábærlega inn í lið ÍBV í hægri bakvörðinn sem hefur verið vandræðastaða undanfarin ár. „Hann stóð sig mjög vel, átti mjög góðan leik.“ Ian Jeffs vildi ekki gefa neitt upp með það hvort að Derby Carillo myndi spila meira í mótinu. Halldór Páll Geirsson spilaði sinn annan leik í röð í markinu en Derby er enn að glíma við meiðsli. „Það kemur í ljós, við erum ekki alveg með þetta á hreinu við sjáum bara til.“Brynjar Björn: Byggjum ofan á stigin „Við erum mjög sáttir með stigin, frábært að fá þrjú stig og það er alltaf erfitt að koma til Eyja. Þrjú stig í dag sem við förum með heim og byggjum ofan á það,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, sem stýrði liðinu í dag í fjarveru Rúnars Páls Sigmundssonar, þjálfara liðsins. Spilamennska Stjörnunnar var ekki frábær í dag, hvað finnst Brynjari um það? „Hún hefði getað verið betri, sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst við góðir fram að markinu okkar og í næstu fimm eða tíu mínútur eftir það vorum við með tök á leiknum. Einhverra hluta vegna föllum við til baka og töpum aðeins baráttunni.“ „Þá bjóðum við þeim upp á að setja bolta í teiginn hjá okkur,“ sem að Eyjamenn gerðu mjög vel í leiknum. Þeir komu boltanum mikið á bakvið vörn Stjörnumanna og eða inn í teig þeirra. Sigurmark Stjörnumanna fór af Avni Pepa og í markið, var heppnisstimpill á því? „Já það var það, hann fer af Eyjamanni og í hornið. Við tökum það, það skiptir ekki máli hvernig boltinn fer í markið. Þetta var bara annað markið í leiknum fyrir okkur og við vinnum leikinn á því,“ sagði Brynjar sem var gríðarlega sáttur með stigin. Eins og hefur komið fram gáfu Stjörnumenn mikið af færum á sig í dag, er það ekki áhyggjuefni? „Jú það er alltaf áhyggjuefni þegar menn fá fría stöðu til að senda boltann fyrir. Það þarf að vera betri pressa á þeim bolta, síðan þurfum við að vera meira vakandi inni í teignum og verjast.“ Guðjón Orri Sigurjónsson bjargaði Stjörnumönnum vel í tvígang gegn sínum gömlu félögum. „Hann varði oft mjög vel og kom sennilega í veg fyrir að mörkin urðu fleiri í dag.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn