Miðfjarðará og Ytri Rangá standa upp úr Karl Lúðvíksson skrifar 16. september 2016 09:33 Nýjar tölur um vikuveiðina í laxveiðiánum liggja fyrir og það kemur líklega fáum á óvart að staðan hefur lítið breyst. Veiðin í Ytri Rangá heldur áfram að vera frábær en þar var landað 538 löxum í liðinni viku. Miðfjarðará er einnig að sýna sína bestu hausttakta en þar veiddust 271 lax í vikunni og áin fór yfir 4.000 laxa í morgun og ef fram heldur sem horfir þá gæti hún hæglega farið yfir 4.500 laxa á þessu tímabili sem er þá það annað besta í ánni frá upphafi. Það er komin haustbragur á veiðina en rigningar síðustu tvo daga á vesturlandi hafa hleypt lífi í árnar sem ennþá eru opnar. Til að mynda var 125 laxa holl í Laxá í Dölum og þar er mikill fiskur. Langá tók líka vel við sér og það sama má segja um Kjarrá en veiðin þar í holli í byrjun vikunnar var 49 laxar á fimm stangir. Næstu daga förum við að birta lokatölur úr ánum og það má strax sjá að flestar árnar mega vel við una og það er gott ár víða. Margar að eiga meðalár, kannski aðeins undir því en það verður að taka í reikningin að þetta sumar hefur verið eitt það þurrasta í manna minnum og lítið vatn með glampandi sól á hverjum degi er heldur erfitt í veiði. Hér fyrir neðan er topp tíu listinn úr ánum en heildarlistann má finna á www.angling.is Ytri Rangá - 7.966 Miðfjarðará - 3.948 Eystri Rangá - 3.050 Blanda - 2.356 Þverá/Kjarrá - 1902 Haffjarðará - 1.280 Langá - 1.229 Laxá í Dölum - 1.225 Laxá í Aðaldal - 1.165 Víðidalsá - 990 Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Mýveisla hjá silungnum í Elliðavatni Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði
Nýjar tölur um vikuveiðina í laxveiðiánum liggja fyrir og það kemur líklega fáum á óvart að staðan hefur lítið breyst. Veiðin í Ytri Rangá heldur áfram að vera frábær en þar var landað 538 löxum í liðinni viku. Miðfjarðará er einnig að sýna sína bestu hausttakta en þar veiddust 271 lax í vikunni og áin fór yfir 4.000 laxa í morgun og ef fram heldur sem horfir þá gæti hún hæglega farið yfir 4.500 laxa á þessu tímabili sem er þá það annað besta í ánni frá upphafi. Það er komin haustbragur á veiðina en rigningar síðustu tvo daga á vesturlandi hafa hleypt lífi í árnar sem ennþá eru opnar. Til að mynda var 125 laxa holl í Laxá í Dölum og þar er mikill fiskur. Langá tók líka vel við sér og það sama má segja um Kjarrá en veiðin þar í holli í byrjun vikunnar var 49 laxar á fimm stangir. Næstu daga förum við að birta lokatölur úr ánum og það má strax sjá að flestar árnar mega vel við una og það er gott ár víða. Margar að eiga meðalár, kannski aðeins undir því en það verður að taka í reikningin að þetta sumar hefur verið eitt það þurrasta í manna minnum og lítið vatn með glampandi sól á hverjum degi er heldur erfitt í veiði. Hér fyrir neðan er topp tíu listinn úr ánum en heildarlistann má finna á www.angling.is Ytri Rangá - 7.966 Miðfjarðará - 3.948 Eystri Rangá - 3.050 Blanda - 2.356 Þverá/Kjarrá - 1902 Haffjarðará - 1.280 Langá - 1.229 Laxá í Dölum - 1.225 Laxá í Aðaldal - 1.165 Víðidalsá - 990
Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Mýveisla hjá silungnum í Elliðavatni Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði