Ford flytur alla framleiðslu smærri bíla sinna til Mexíkó Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2016 15:01 Framleiðsla Ford Focus mun flytjast til Mexíkó. Eftir árið 2018 mun Ford flytja alla framleiðslu smærri bíla sinna til Mexíkó. Ford hagnast þessi misserin aðallega á stærri bílum sínum, þ.e. pallbílum, jepplingum og jeppum, en eiginlega ekki neitt á smærri bílum sínum. Með því að flytja framleiðslu smærri bílanna til Mexíkó lækkar fyrirtækið framleiðslukostnað þeirra og gerir fyrirtækinu kleift að hagnast af framleiðslu þeirra. Þessi gjörningur hefur blasað við í mörg ár og verið talsvert í umræðunni og hefur það alls ekki verið til þess að gleðja stéttarfélög í bílaframleiðslu í Bandaríkjunum. Eftir árið 2018 verður það einungis General Motors af bandarísku bílaframleiðendunum sem framleiða mun smáa bíla sína heimafyrir. Það mun líklega eiga við bílana Chevrolet Cruze, Sonic, Volt, Bolt EV og Cadillac ATS. Nokkrir erlendir bílaframleiðendur framleiða einnig nokkrar smærri bílgerðir sínar í Bandaríkjunum, svo sem Hyundai Elantra, Toyota Corolla og Honda Civic. Það sem styður einnig við ákvörðun Ford nú er lágt verð eldsneytis í Bandaríkjunum þessi misserin, en fyrir vikið hafa bílkaupendur snúið bakinu við smærri bíla og keypt stærri bíla í staðinn. Meðal bíla sem Ford ætlar að flytja framleiðsluna á til Mexíkó eru Ford Focus og C-Max. Starfmönnum í verksmiðjum Ford í Bandaríkjunum til huggunar verður þeirri framleiðslugetu sem áður hefur verið veitt í smíði smærri bílanna nú beitt til aukinnar framleiðslu stærri bíla, svo ekki verður um uppsagnir starfsmanna að ræða. Donald Trump hefur gert þennan fyrirhugaða flutning Ford á smíði smærri bíla til Mexíkó að umræðuefni og hefur látið hafa eftir sér að hann sé þess mjög mótfallinn og ef hann kemst til valda muni hann leggja 35% innflutningsskatt á alla bílaframleiðslu Ford í Mexíkó sem stæði til að selja í Bandaríkjunum. Donald Trump Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent
Eftir árið 2018 mun Ford flytja alla framleiðslu smærri bíla sinna til Mexíkó. Ford hagnast þessi misserin aðallega á stærri bílum sínum, þ.e. pallbílum, jepplingum og jeppum, en eiginlega ekki neitt á smærri bílum sínum. Með því að flytja framleiðslu smærri bílanna til Mexíkó lækkar fyrirtækið framleiðslukostnað þeirra og gerir fyrirtækinu kleift að hagnast af framleiðslu þeirra. Þessi gjörningur hefur blasað við í mörg ár og verið talsvert í umræðunni og hefur það alls ekki verið til þess að gleðja stéttarfélög í bílaframleiðslu í Bandaríkjunum. Eftir árið 2018 verður það einungis General Motors af bandarísku bílaframleiðendunum sem framleiða mun smáa bíla sína heimafyrir. Það mun líklega eiga við bílana Chevrolet Cruze, Sonic, Volt, Bolt EV og Cadillac ATS. Nokkrir erlendir bílaframleiðendur framleiða einnig nokkrar smærri bílgerðir sínar í Bandaríkjunum, svo sem Hyundai Elantra, Toyota Corolla og Honda Civic. Það sem styður einnig við ákvörðun Ford nú er lágt verð eldsneytis í Bandaríkjunum þessi misserin, en fyrir vikið hafa bílkaupendur snúið bakinu við smærri bíla og keypt stærri bíla í staðinn. Meðal bíla sem Ford ætlar að flytja framleiðsluna á til Mexíkó eru Ford Focus og C-Max. Starfmönnum í verksmiðjum Ford í Bandaríkjunum til huggunar verður þeirri framleiðslugetu sem áður hefur verið veitt í smíði smærri bílanna nú beitt til aukinnar framleiðslu stærri bíla, svo ekki verður um uppsagnir starfsmanna að ræða. Donald Trump hefur gert þennan fyrirhugaða flutning Ford á smíði smærri bíla til Mexíkó að umræðuefni og hefur látið hafa eftir sér að hann sé þess mjög mótfallinn og ef hann kemst til valda muni hann leggja 35% innflutningsskatt á alla bílaframleiðslu Ford í Mexíkó sem stæði til að selja í Bandaríkjunum.
Donald Trump Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent