Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Harvard háskólinn hefur neitað að fylgja skilyrðum sem Bandaríkjaforseti vill setja skólanum. Forsetinn hótar að greiða skólanum ekki ríkisstyrki verði ekki farið að tilmælunum. Innlent 14.4.2025 23:31
Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Stjórn Bandaríkjaforseta bannar enn fréttamönnum AP fréttaveitunnar að sitja blaðamannafundi forsetans þrátt fyrir að bandarískur dómari hefur dæmt í málinu. Erlent 14.4.2025 22:02
Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Breska leikkonan Aimee Lou Wood hefur fengið sjaldséða afsökunarbeiðni frá aðstandendum sketsaþáttanna SNL eftir að hún lýsti yfir óánægju með „illkvittinn og ófyndinn“ skets þar sem var gert grín að tönnum hennar. Lífið 14.4.2025 08:47
Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Gullverð er í hæstu hæðum þar sem fjárfestar flykkjast í traustar fjárfestingar eftir hremmingarnar á hlutabréfamörkuðum heims sem hófust þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf tollastríð við helstu viðskiptalönd. Viðskipti erlent 11. apríl 2025 07:15
Bandaríkin muni semja Seðlabankastjóri telur að stjórnvöld í Bandaríkjunum muni semja við helstu viðskiptaþjóðir sínar um tolla í stað þess að taka ákvarðanir um þá einhliða. Hlutabréfamarkaðir hafa verið eins og jójó síðustu daga í takt við ákvarðanir Bandaríkjaforseta. Innlent 10. apríl 2025 20:00
Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aftur hækkað tolla á Kína, nú í 145 prósent úr þeim 125 prósentum sem þeir voru hækkaðir í í gær. Tuttugu prósentin lagði hann á í dag sem sérstakan toll vegna innflutnings fentanyls og annarra tengdra vara til Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 10. apríl 2025 17:36
Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Sögulegar hækkanir hafa orðið á hlutabréfamörkuðum eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að bíða með ofurtollahækkanir á öll lönd nema Kína í gær. . Hagfræðiprófessor telur að mögulega sé ákvörðunin hluti af fléttu forsetans eða viðbrögð við miklum lækkunum á öllum mörkuðum vestanhafs síðustu daga. Viðskipti innlent 10. apríl 2025 12:50
Evrópusambandið frestar tollahækkunum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur frestað mótvægisaðgerðum sínum við tollahækkunum Bandaríkjastjórnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að níutíu daga hlé yrði gert á gildistöku tollahækkana. Viðskipti erlent 10. apríl 2025 10:57
Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. Viðskipti erlent 10. apríl 2025 06:35
Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segist hafa verið skammaður fyrir að vilja halda góðu sambandi við Bandaríkin. Það sé þó mikilvægt að gera það. Best sé fyrir Íslendinga að bíða og sjá hvernig tollastríðið þróist. Baldur segir mögulegar afleiðingar tollastríðsins að spenna minnki á milli Evrópu og Kína. Viðskipti innlent 10. apríl 2025 00:05
Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump hefur ákveðið að hækka tolla á kínverskar vörur upp í 125 prósent vegna mótvægisaðgerða landsins. Þá segist hann hafa samþykkt níutíu daga hlé á tollaaðgerðir fyrir rúmlega 75 lönd sem svöruðu ekki með mótvægistollum og „gagnkvæmir tollar“ Bandaríkjanna á þessi lönd yrðu lækkaðir „samstundis“ niður í tíu prósent. Viðskipti erlent 9. apríl 2025 17:44
Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að bráðum yrðu settir „stórfelldir“ tollar á innflutt lyf til landsins. Forstjóri Alvotech segist ekki hafa áhyggjur af hækkun tolla, söluaðili Alvotech myndi bera kostnaðinn sem hlytist af þeim. Viðskipti erlent 9. apríl 2025 17:10
Minni efnahagsumsvif vegna tollastríðs gæti opnað á „hraustlega“ vaxtalækkun Ísland er ekki eyland og vaxandi ótti fjárfesta við samdrátt í heimshagkerfinu, sem birtist meðal annars í mikilli lækkun olíuverðs, mun skila sér í minni efnahagsumsvifum hér á landi og gæti gefið peningastefnunefnd Seðlabankans færi á því að losa talsvert um raunvaxtaaðhaldið, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Það ætti að kalla um leið á „hraustlega“ vaxtalækkun í næsta mánuði, mögulega um 100 punkta, en verðbólguálag til skamms tíma hefur lækkað skarpt að undanförnu. Innherji 9. apríl 2025 14:53
Lækkanir halda áfram Markaðir heims hafa ekki tekið tollaálögum Donald Trump Bandaríkjaforseta vel og héldu lækkanir síðustu daga áfram við opnun í nótt markaða í Asíu, um leið og enn meiri tollahækkanir tóku gildi. Viðskipti innlent 9. apríl 2025 08:04
Trump-tollar tóku gildi í nótt Refsitollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hann setti á um sextíu ríki sem hann vill meina að hafi misnotað aðstöðu sína í viðskiptum gagnvart Bandaríkjunum í áraraðir tóku gildi í nótt. Viðskipti erlent 9. apríl 2025 07:12
Máttu ekki banna fréttamenn AP Bandarískur dómari hefur skipað stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að veita AP fréttaveitunni aðgang að viðburðum og blaðamannafundum forsetans. Þeim var meinaður aðgangur fyrir að kalla ekki Mexíkóflóa Ameríkuflóa líkt og forsetinn vill. Erlent 8. apríl 2025 23:46
Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Elon Musk, auðugasti maður heims og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kallaði Peter Navarro, einn helsta ráðgjafa forsetans í tollamálum, „heimskari en múrsteinahrúgu“ í færslu á X Erlent 8. apríl 2025 22:12
Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Bandaríkin hafa lagt á 104 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kína vegna mótvægisaðgerða stjórnvalda þar. Tollgjöldin taka gildi á miðnætti vestanhafs. Erlent 8. apríl 2025 19:51
Hækkanir í Kauphöllinni á ný Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi. Viðskipti innlent 8. apríl 2025 12:43
Bjartara yfir við opnun markaða Eftir þriggja daga samfelldar lækkanir á mörkuðum í Asíu og Evrópu var heldur bjartara yfir við opnun þeirra í nótt og í morgun. Viðskipti erlent 8. apríl 2025 08:01
Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Fjórir dagar eru síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setti tollgjöld á innflutningsvörur til Bandaríkjanna og hafa markaðir brugðist harkalega við. Hagfræðingur gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn. Viðskipti erlent 7. apríl 2025 22:01
Mikilvægur fundur með Íran framundan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsið. Þeir ræddu meðal annars tollgjöld forsetans, fund Bandaríkjamanna við Íran og átök á milli Ísrael og Gasa. Erlent 7. apríl 2025 21:58
Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur áform um að leggja 25 prósent toll á valdar vörur frá Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í skjali sem Reuters hefur undir höndum. Viðskipti erlent 7. apríl 2025 21:33
Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Blaðamannafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamins Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem halda átti í kvöld hefur verið aflýst. Þeir munu svara spurningum útvaldra blaða- og fréttamanna. Erlent 7. apríl 2025 18:52