Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. Erlent 28.7.2025 13:10
Semja um vopnahlé Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa samþykkt skilyrðislaust vopnahlé sín á milli, sem taka mun gildi seinna í dag. Að minnsta kosti 33 hafa fallið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín frá því átök brutust út milli ríkjanna í síðustu viku. Erlent 28.7.2025 10:33
Donald Trump sást svindla á golfvellinum Donald Trump Bandaríkjaforseti er staddur í Skotlandi í opinberri heimsókn en hún snerist reyndar að stórum hluta um golfvöllinn hans og kynningu á honum. Golf 28.7.2025 08:30
Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Chelsea varð heimsmeistari félagsliða í New York á dögunum en Donald Trump Bandaríkjaforseti var heiðursgestur á úrslitaleiknum og afhenti verðlaunin. Það lítur út fyrir að allar gullmedalíurnar hafi ekki skilað sér um háls leikmanna Chelsea þetta kvöld. Fótbolti 23. júlí 2025 23:17
Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. Erlent 23. júlí 2025 23:15
Epstein mætti í brúðkaup Trumps Áður óséð myndefni varpar nýju ljósi á samband Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein og staðfestir meðal annars að sá síðarnefndi hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993. Erlent 23. júlí 2025 16:00
Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Ólympíunefnd Bandaríkjanna hefur uppfært stefnuskrá sína fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028 til að samræmast stefnu Bandaríkjaforsetans Donald Trump, sem undirritaði tilskipun fyrr á þessu ári þar sem trans konum var bannað að keppa í kvennaíþróttum. Sport 23. júlí 2025 13:30
Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Hunter Biden, sonur Joe Bidens fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er ómyrkur í máli í nýju viðtali þar sem hann hraunar yfir stórleikarann George Clooney og aðra áhrifamenn í Demókrataflokknum sem kröfðust þess að Biden drægi sig úr forsetaframboði í fyrra. Erlent 23. júlí 2025 13:13
Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt um að samkomulag um „risastóran“ viðskiptasamning milli Japans og Bandaríkjanna hafi náðst. Samkomulagið felur meðal annars í sér að 15 prósenta tollur verði lagður á japanskar vörur, en Japan muni fjárfesta um 550 milljörðum dollara í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 23. júlí 2025 08:29
Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Skrifstofa Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur sent út yfirlýsingu þar sem hún fordæmir harðlega ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta og undirmanna hans þess efnis að Obama hafi gerst sekur um landráð í kjölfar sigurs Trump í kosningunum 2016. Erlent 23. júlí 2025 07:06
Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. Erlent 21. júlí 2025 16:51
Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Spjallþáttastjórnandinn og gamanleikkonan Ellen DeGeneres segist hafa ákveðið að verða um kyrrt á Bretlandi þegar Donald Trump var kjörinn forseti í annað sinn. Lífið 21. júlí 2025 07:45
Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. Erlent 21. júlí 2025 07:20
Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ef NFL-liðið Washington Commanders skiptir ekki um nafn gæti hann stöðvað byggingu nýs vallar liðsins í borginni. Sport 21. júlí 2025 07:01
Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. Erlent 19. júlí 2025 09:10
Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Alireza Faghani dæmdi úrslitaleik HM félagsliða á dögunum en eftirmálar leiksins hafa kallað fram herferð gegn honum í Íran þótt ekkert íranskt félag eða íranskur leikmaður hafi komið við sögu í úrslitaleik Chelsea og Paris Saint Germain. Fótbolti 19. júlí 2025 09:03
Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. Erlent 18. júlí 2025 21:17
Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Þáttastjórnandinn Stephen Colbert greindi frá því í gærkvöldi að honum hefði verið tilkynnt á miðvikudaginn að stjórnendur CBS hefðu ákveðið að leggja niður kvöldþáttinn Late Show. Erlent 18. júlí 2025 07:13
„Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. Erlent 18. júlí 2025 06:44
Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið greindur með langvinna bláæðabólgu. Bólgu varð vart neðarlega á fæti forsetans og hann gekkst undir ítarlega læknisskoðun í kjölfarið. Erlent 17. júlí 2025 20:05
Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Alríkissaksóknarinn Maurene Comey fékk reisupassann í gær en hún starfaði á Manhattan og kom meðal annars að málum ríkisins gegn Sean Combs, Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. Erlent 17. júlí 2025 12:20
Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa misst þolinmæðina gagnvart stuðningsmönnum sínum sem hafa kallað eftir því að yfirvöld birti öll gögn er varða mál auðmannsins og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein. Erlent 17. júlí 2025 07:29
Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa spurt Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta að því á dögunum hvort Úkraínumenn gætu gert árás á Moskvu eða St. Pétursborg. Erlent 16. júlí 2025 07:56
Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir áköll um slíkt eftir að ráðuneyti hennar sagði að listi af viðskiptavinum Jeffrey Epsteins væri ekki til. En í febrúar sagði hún reyndar að listinn lægi á skrifborðinu sínu. Erlent 15. júlí 2025 23:57