Hanna Katrín leiðir Viðreisn í Reykjavík suður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2016 10:03 Hanna Katrín Friðriksson. Hanna Katrín Friðriksson framkvæmdastjóri hjá Icepharma leiðir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir þingkosningar sem verða þann 29. október næstkomandi. Pawel Bartoszek stærðfræðingur og pistlahöfundur skipar annað sæti listans og Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður er í þriðja sæti. Í samtali við Vísi segir Hanna Katrín að hún hafi alla tíð haft áhuga á stjórnmálum í sinni víðustu mynd en hún hefur fylgst náið með stofnun Viðreisnar undanfarin ár og að einhverju leyti komið að henni. „Svo þegar flokkurinn var endanlega stofnaður í maí síðastliðnum þá fór ég að velta alvarlega fyrir mér að taka þetta alla leið og ég ákvað á endanum að slá til,“ segir Hanna Katrín. Þó vissulega sé erfitt að lesa í skoðanakannanir þegar svo langt er til kosninga þá er allt eins líklegt að Hanna Katrín sé á leið inn á þing. Aðspurð hvernig það leggst í hana segir hún: „Það er eiginlega allt að því sorglegt að síðasta hindrunin sem ég þurfti að yfirstíga varðandi þessa ákvörðun mína að fara á fullt í stjórnmálin er þetta andrúmsloft sem ríkir í kringum þau hér á landi, en ég hélt einmitt að sú nálgun sem Viðreisn boðar verði sterk viðleitni til að breyta þessu. Þessi áhersla flokksins á almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og kerfisbreytingar held ég að geti orðið til þess að byggja upp traust á stjórnmálunum á ný og breyta orðræðunni í kringum þau.“ Lista Viðreisnar í Reykjavík suður má sjá í heild sinni hér að neðan:1. Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri2. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur3. Dóra Sif Tynes, héraðsdómslögmaður4. Geir Finnsson, háskólanemi5. Sigríður María Egilsdóttir, laganemi6. Lárus Elíasson, vélaverkfræðingur7. Margrét Cela, verkefnastjóri8. Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri9. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur10. Sigurjón Arnórsson, verkefnastjóri11. Kolbrún Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi12. Ingólfur Hjörleifsson, rafmagnsverkfræðingur og framhaldsskólakennari13. Signý Hlín Halldórsdóttir, BA í uppeldis- og menntunarfræðum14. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir15. Berglind K. Þórsteinsdóttir, MA félagsráðgjafi16. Sigurbjörn Sveinsson, heilsugæslulæknir17. Jóhanna E. Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur 18. Daði Guðbjörnsson, listmálari19. Lilja Hilmarsdóttir, fararstjóri20. Ari Jónsson, fyrrverandi markaðs- og vörustjóri21. Bylgja Tryggvadóttir, húsmóðir22. Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. 14. september 2016 12:23 Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður leiðir Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í öðru sæti. 13. september 2016 10:12 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson framkvæmdastjóri hjá Icepharma leiðir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir þingkosningar sem verða þann 29. október næstkomandi. Pawel Bartoszek stærðfræðingur og pistlahöfundur skipar annað sæti listans og Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður er í þriðja sæti. Í samtali við Vísi segir Hanna Katrín að hún hafi alla tíð haft áhuga á stjórnmálum í sinni víðustu mynd en hún hefur fylgst náið með stofnun Viðreisnar undanfarin ár og að einhverju leyti komið að henni. „Svo þegar flokkurinn var endanlega stofnaður í maí síðastliðnum þá fór ég að velta alvarlega fyrir mér að taka þetta alla leið og ég ákvað á endanum að slá til,“ segir Hanna Katrín. Þó vissulega sé erfitt að lesa í skoðanakannanir þegar svo langt er til kosninga þá er allt eins líklegt að Hanna Katrín sé á leið inn á þing. Aðspurð hvernig það leggst í hana segir hún: „Það er eiginlega allt að því sorglegt að síðasta hindrunin sem ég þurfti að yfirstíga varðandi þessa ákvörðun mína að fara á fullt í stjórnmálin er þetta andrúmsloft sem ríkir í kringum þau hér á landi, en ég hélt einmitt að sú nálgun sem Viðreisn boðar verði sterk viðleitni til að breyta þessu. Þessi áhersla flokksins á almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og kerfisbreytingar held ég að geti orðið til þess að byggja upp traust á stjórnmálunum á ný og breyta orðræðunni í kringum þau.“ Lista Viðreisnar í Reykjavík suður má sjá í heild sinni hér að neðan:1. Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri2. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur3. Dóra Sif Tynes, héraðsdómslögmaður4. Geir Finnsson, háskólanemi5. Sigríður María Egilsdóttir, laganemi6. Lárus Elíasson, vélaverkfræðingur7. Margrét Cela, verkefnastjóri8. Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri9. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur10. Sigurjón Arnórsson, verkefnastjóri11. Kolbrún Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi12. Ingólfur Hjörleifsson, rafmagnsverkfræðingur og framhaldsskólakennari13. Signý Hlín Halldórsdóttir, BA í uppeldis- og menntunarfræðum14. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir15. Berglind K. Þórsteinsdóttir, MA félagsráðgjafi16. Sigurbjörn Sveinsson, heilsugæslulæknir17. Jóhanna E. Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur 18. Daði Guðbjörnsson, listmálari19. Lilja Hilmarsdóttir, fararstjóri20. Ari Jónsson, fyrrverandi markaðs- og vörustjóri21. Bylgja Tryggvadóttir, húsmóðir22. Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. 14. september 2016 12:23 Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður leiðir Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í öðru sæti. 13. september 2016 10:12 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. 14. september 2016 12:23
Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður leiðir Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í öðru sæti. 13. september 2016 10:12