Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2016 12:23 Sigríður María Egilsdóttir. „Ég ætla ekki að neita því að það hefur lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif og taka þátt í stjórnmálum en ég hef ekki fundið mig nógu mikið í þeim stjórnmálaflokkum sem hafa verið í boði. Svo það er ekki fyrr en fyrst núna sem ég finn virkilega löngun til þess að taka þátt í stjórnmálastarfi og treysti mér til að þess að binda mig við ákveðinn flokk,“ segir Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi en hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Sigríður kveðst vilja taka þátt í starfi Viðreisnar vegna þess að hún sjái þar flokk sem endurspegli strauma jafnréttis og frjálslyndis á sama tíma og verið sé að bjóða upp á raunhæfar lausnir í átt að betra samfélagi. Margir muna eflaust eftir Sigríði Maríu og ræðu sem hún flutti á ráðstefu BBC í London 100 Women árið 2013 en umfjöllunarefnið var framtíðarmarkmið kvenna. Ræðan vakti mikla athygli og hlaut Sigríður María mikið lof fyrir hana en hún var aðeins 19 ára gömul þegar hún flutti ræðuna, en hana má sjá hér að neðan.Sigríður María segir að ungt fólk hafi raunverulegra hagsmuna að gæta að því að eiga málsvara inni á þingi þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á það bæði í dag og í framtíðinni. Aðspurð hvað brenni sérstaklega á ungu fólki í dag segir Sigríður: „Ég held að það brenni verulega á þeim staðan í skólakerfinu, hvernig LÍN er rekið og hvernig standa skuli að breytingum á námslánakerfinu. Ég held að ungt fólk sé að miklu leyti óánægt með það sem þeim hefur verið boðið upp á seinustu misseri. Það hefur miklu verið lofað en niðurstöðurnar kannski ekki alveg í samræmi við væntingar og ég tengi mikið við það. Síðan er það auðvitað húsnæðisvandinn sem við stöndum frammi fyrir og er raunverulegt vandamál.“ Hún segir að framundan sé málþing hjá Viðreisn þar sem málefni ungs fólks verði tekin upp og stefna flokksins í þeim efnum verði mótuð enn frekar.Fylgdi ákveðin sorg fréttum helgarinnar af konum í stjórnmálum Sigríður er ekki bara ung heldur er hún ung kona og undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um stöðu kvenna í stjórnmálum, bæði almennt og svo í einstökum flokkum, meðal annars eftir niðurstöður prófkjara Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi. Aðspurð hvernig stjórnmálin snúa að henni sem konu segir Sigríður: „Út frá þeim forsendum er ég ekkert sérstaklega hvumpin eða hrædd og ekkert hrædd við að takast á við hvaða grýlur sem leynast þar. Vissulega er það samt svo, og án þess að tjái mig beint um prófkjör einstakra flokka, þá fylgdi ákveðin sorg fréttum helgarinnar. Það gleður mig því að á listum Viðreisnar er jafnt hlutfall kynja og þar er enginn skortur á frambærilegum og flottum konum, en það var meðal annars eitt af því sem fékk mig til að ganga til liðs við flokkinn.“ Til gamans má geta þess að ein af þeim konum sem bjóða sig fram fyrir Viðreisn er móðir Sigríðar, Herdís Hallmarsdóttir, en hún skipar 23. sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræða Sigríðar Maríu hitti í mark Hin 19 ára gamla Sigríður María Egilsdóttir flutti ræðu á 100 Women, ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna. 25. október 2013 18:00 Kominn tími til að konur hætti að biðjast afsökunar á því að vera til Sigríður María Egilsdóttir er bara nítján ára en hún hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Hún varð í vetur Ræðumaður Íslands í Morfískepnninni og hélt nýlega fyrirlestur um jafnréttismál á TEDxReykjavík sem hefur vakið mikla athygli á Youtube. 3. ágúst 2013 11:00 Framúrskarandi ungir Íslendingar verðlaunaðir Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. 28. maí 2014 12:48 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
„Ég ætla ekki að neita því að það hefur lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif og taka þátt í stjórnmálum en ég hef ekki fundið mig nógu mikið í þeim stjórnmálaflokkum sem hafa verið í boði. Svo það er ekki fyrr en fyrst núna sem ég finn virkilega löngun til þess að taka þátt í stjórnmálastarfi og treysti mér til að þess að binda mig við ákveðinn flokk,“ segir Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi en hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Sigríður kveðst vilja taka þátt í starfi Viðreisnar vegna þess að hún sjái þar flokk sem endurspegli strauma jafnréttis og frjálslyndis á sama tíma og verið sé að bjóða upp á raunhæfar lausnir í átt að betra samfélagi. Margir muna eflaust eftir Sigríði Maríu og ræðu sem hún flutti á ráðstefu BBC í London 100 Women árið 2013 en umfjöllunarefnið var framtíðarmarkmið kvenna. Ræðan vakti mikla athygli og hlaut Sigríður María mikið lof fyrir hana en hún var aðeins 19 ára gömul þegar hún flutti ræðuna, en hana má sjá hér að neðan.Sigríður María segir að ungt fólk hafi raunverulegra hagsmuna að gæta að því að eiga málsvara inni á þingi þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á það bæði í dag og í framtíðinni. Aðspurð hvað brenni sérstaklega á ungu fólki í dag segir Sigríður: „Ég held að það brenni verulega á þeim staðan í skólakerfinu, hvernig LÍN er rekið og hvernig standa skuli að breytingum á námslánakerfinu. Ég held að ungt fólk sé að miklu leyti óánægt með það sem þeim hefur verið boðið upp á seinustu misseri. Það hefur miklu verið lofað en niðurstöðurnar kannski ekki alveg í samræmi við væntingar og ég tengi mikið við það. Síðan er það auðvitað húsnæðisvandinn sem við stöndum frammi fyrir og er raunverulegt vandamál.“ Hún segir að framundan sé málþing hjá Viðreisn þar sem málefni ungs fólks verði tekin upp og stefna flokksins í þeim efnum verði mótuð enn frekar.Fylgdi ákveðin sorg fréttum helgarinnar af konum í stjórnmálum Sigríður er ekki bara ung heldur er hún ung kona og undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um stöðu kvenna í stjórnmálum, bæði almennt og svo í einstökum flokkum, meðal annars eftir niðurstöður prófkjara Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi. Aðspurð hvernig stjórnmálin snúa að henni sem konu segir Sigríður: „Út frá þeim forsendum er ég ekkert sérstaklega hvumpin eða hrædd og ekkert hrædd við að takast á við hvaða grýlur sem leynast þar. Vissulega er það samt svo, og án þess að tjái mig beint um prófkjör einstakra flokka, þá fylgdi ákveðin sorg fréttum helgarinnar. Það gleður mig því að á listum Viðreisnar er jafnt hlutfall kynja og þar er enginn skortur á frambærilegum og flottum konum, en það var meðal annars eitt af því sem fékk mig til að ganga til liðs við flokkinn.“ Til gamans má geta þess að ein af þeim konum sem bjóða sig fram fyrir Viðreisn er móðir Sigríðar, Herdís Hallmarsdóttir, en hún skipar 23. sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræða Sigríðar Maríu hitti í mark Hin 19 ára gamla Sigríður María Egilsdóttir flutti ræðu á 100 Women, ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna. 25. október 2013 18:00 Kominn tími til að konur hætti að biðjast afsökunar á því að vera til Sigríður María Egilsdóttir er bara nítján ára en hún hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Hún varð í vetur Ræðumaður Íslands í Morfískepnninni og hélt nýlega fyrirlestur um jafnréttismál á TEDxReykjavík sem hefur vakið mikla athygli á Youtube. 3. ágúst 2013 11:00 Framúrskarandi ungir Íslendingar verðlaunaðir Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. 28. maí 2014 12:48 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Ræða Sigríðar Maríu hitti í mark Hin 19 ára gamla Sigríður María Egilsdóttir flutti ræðu á 100 Women, ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna. 25. október 2013 18:00
Kominn tími til að konur hætti að biðjast afsökunar á því að vera til Sigríður María Egilsdóttir er bara nítján ára en hún hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Hún varð í vetur Ræðumaður Íslands í Morfískepnninni og hélt nýlega fyrirlestur um jafnréttismál á TEDxReykjavík sem hefur vakið mikla athygli á Youtube. 3. ágúst 2013 11:00
Framúrskarandi ungir Íslendingar verðlaunaðir Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. 28. maí 2014 12:48
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“