Um síðustu mánaðamót höfðu 384 hælisleitendur sótt um vernd hér á landi á þessu ári. Það er rúmlega tvöföldun frá slíkum umsóknum samanborið við sama tíma í fyrra. Þá höfðu 156 umsóknir borist.
Það sem af er ári hefur Útlendingastofnun afgreitt 402 mál. Lauk 64 málum með vernd, viðbótarvernd eða mannúðarleyfi, 144 einstaklingum var synjað um dvalarleyfi og 143 hafa verið sendir úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.
Langstærstur hluti umsækjenda um vernd er frá Albaníu eða rúmlega einn af hverjum fjórum. Af 106 albönskum einstaklingum eru 72 fullorðnir karlar. Næstflestir umsækjendur eru frá Makedóníu og Írak eða um fjörutíu frá hvoru landi.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hátt í þrefalt fleiri vilja vernd

Tengdar fréttir

Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa
Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær.

Útlendingastofnun leitar að húsnæði fyrir hælisleitendur
Úrræði Útlendingastofnunar og samstarfsaðila fyrir umsækjendur eru nú nálægt því að vera fullnýtt.

Bíða brottvísunar: „Við erum orðin hluti af samfélaginu“
Tvær fjölskyldur bíða brottvísunar úr landi. Á meðal þeirra eru ung börn. Börn eru rúmlega helmingur flóttamanna í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF.