Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2016 20:00 Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá og einn sagði nei þegar búvörusamningar urðu að lögum á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig harðlega skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna og sögðu hana óþinglega. Eitt umdeildasta mál yfirstandandi þings, búvörusamningar, urðu að lögum í dag. Málið er umdeilt og táknrænt að í í raun sátu fleiri hjá eða greiddu atkvæði gegn því en að lokum samþykktu það til laga. En þingmenn tókust á um fleira og var heitt í hamsi þegar þeir ræddu skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um bankana. Nítján þingmenn samþykktu búvörusamningana, sjö sögðu nei og sextán greiddu ekki atkvæði. Athygli vekur að sjálfstæðisþingmaðurinn Sigríður Andersen sagði nei og fjórir aðrir þingmenn flokksins sátu hjá, eins og þingmenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata en allir þingmenn Bjartrar framtíðar sögðu nei.En þá að umdeildri skýrslu Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um samninga fyrrverandi ríkisstjórnar um bankana við kröfuhafa. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd sagði skýrsluna ekki hafa fengið þinglega meðferð. „Skýrsla Vigdísar Hauksdóttur, háttvirts þingmanns, sem sögð er unnin af og fyrir meirihluta fjárlaganefndar, en enginn leggur þó formlega nafn sitt við hana; hefur ekki verið kynnt fjárlaganefnd með neinum formlegum hætti. Né hefur efni hennar eða innihald verið lagt fyrir nefndina til umfjöllunar. Og við í minnihluta fjárlaganefndar gerum við það alvarlegar athugasemdir,“ sagði Bjarkey. Árni Páll Árnason fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni tók undir þetta. „Það er stórhættulegt fordæmi ef það er þannig að ofstopamenn í forystu fyrir þingnefndum eigi að geta fram og búið til réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum sínum. Án þess að Þeir fái einu sinni tækifæri til að koma fyrir nefnd og setja sín sjónarmið á framfæri,“ sagði Árni Páll. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar sagði að málið ætti að vera þingmönnum ljóst þar sem það hefði verið tekið fyrir í nefndinni hinn 26. apríl. „Hann veit líka virðulegur forseti að málið er á dagskrá á morgun. Hann veit það líka að það var kynnt á mánudaginn að málið yrði á dagskrá á morgun. Háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðunnar var líka boðið ef þeir hefðu áhuga á því að fá málið í kynningu áður en það var kynnt blaðamönnum,“ sagði Guðlaugur Þór.Hættu að ljúga Ásmundur Ásmundur Friðriksson sem er einn þriggja karla sem leiðir lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi mærði aðferðafræði flokksins í prófkjörum, sem væri önnur en aðferð Pírata og skaut föstum skotum á Birgittu Jónsdóttur. „Og svo situr bara einn í restina og velur lifandi eða dauða á listana,“ sagði Ásmundur um prófkjör Pírata. „Þegar þú ein (Birgitta) situr svo eftir og kroppar þá út sem þér líkar ekki við,“ sagði Ásmundur en Birgitta greip þá fram í fyrir honum. „Vertu ekki að fara með ósannindi,“ sagði Birgitta. „Þú ert nú bara að trufla mig í ræðunni þannig að ég gat ekki sagt það sem ég ætlaði að segja,“ svaraði Ásmundur og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis barði í bjöllu sína og bað um hljóð í þingsalnum. En Birgitta gaf sig ekki og hrópaði ítrekað fram í „Hættu nú að ljúga þarna.“Góður búvörusamningur fyrir bændur og neytendur Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ný búvörulög koma bæði bændum og neytendum til góða. Lögin skapi traustan grundvöll fyrir bændur og leiði til þess að almenningur fái gæða landbúnaðarvörur á lægra verði. Ráðherra undrast að fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um samninginn og einn sagt nei í ljósi þess að fjármálaráðherra hafi skrifað undir samninginn. Þá telur Gunnar Bragi ólíklegt að forsætisráðherra fari í formannsframboð á móti sitjandi formanni í Framsóknarflokknum. Enda væri hann þá að ganga á bak orða sinna. Búvörusamningar X16 Suður Tengdar fréttir Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá og einn sagði nei þegar búvörusamningar urðu að lögum á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig harðlega skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna og sögðu hana óþinglega. Eitt umdeildasta mál yfirstandandi þings, búvörusamningar, urðu að lögum í dag. Málið er umdeilt og táknrænt að í í raun sátu fleiri hjá eða greiddu atkvæði gegn því en að lokum samþykktu það til laga. En þingmenn tókust á um fleira og var heitt í hamsi þegar þeir ræddu skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um bankana. Nítján þingmenn samþykktu búvörusamningana, sjö sögðu nei og sextán greiddu ekki atkvæði. Athygli vekur að sjálfstæðisþingmaðurinn Sigríður Andersen sagði nei og fjórir aðrir þingmenn flokksins sátu hjá, eins og þingmenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata en allir þingmenn Bjartrar framtíðar sögðu nei.En þá að umdeildri skýrslu Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um samninga fyrrverandi ríkisstjórnar um bankana við kröfuhafa. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd sagði skýrsluna ekki hafa fengið þinglega meðferð. „Skýrsla Vigdísar Hauksdóttur, háttvirts þingmanns, sem sögð er unnin af og fyrir meirihluta fjárlaganefndar, en enginn leggur þó formlega nafn sitt við hana; hefur ekki verið kynnt fjárlaganefnd með neinum formlegum hætti. Né hefur efni hennar eða innihald verið lagt fyrir nefndina til umfjöllunar. Og við í minnihluta fjárlaganefndar gerum við það alvarlegar athugasemdir,“ sagði Bjarkey. Árni Páll Árnason fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni tók undir þetta. „Það er stórhættulegt fordæmi ef það er þannig að ofstopamenn í forystu fyrir þingnefndum eigi að geta fram og búið til réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum sínum. Án þess að Þeir fái einu sinni tækifæri til að koma fyrir nefnd og setja sín sjónarmið á framfæri,“ sagði Árni Páll. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar sagði að málið ætti að vera þingmönnum ljóst þar sem það hefði verið tekið fyrir í nefndinni hinn 26. apríl. „Hann veit líka virðulegur forseti að málið er á dagskrá á morgun. Hann veit það líka að það var kynnt á mánudaginn að málið yrði á dagskrá á morgun. Háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðunnar var líka boðið ef þeir hefðu áhuga á því að fá málið í kynningu áður en það var kynnt blaðamönnum,“ sagði Guðlaugur Þór.Hættu að ljúga Ásmundur Ásmundur Friðriksson sem er einn þriggja karla sem leiðir lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi mærði aðferðafræði flokksins í prófkjörum, sem væri önnur en aðferð Pírata og skaut föstum skotum á Birgittu Jónsdóttur. „Og svo situr bara einn í restina og velur lifandi eða dauða á listana,“ sagði Ásmundur um prófkjör Pírata. „Þegar þú ein (Birgitta) situr svo eftir og kroppar þá út sem þér líkar ekki við,“ sagði Ásmundur en Birgitta greip þá fram í fyrir honum. „Vertu ekki að fara með ósannindi,“ sagði Birgitta. „Þú ert nú bara að trufla mig í ræðunni þannig að ég gat ekki sagt það sem ég ætlaði að segja,“ svaraði Ásmundur og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis barði í bjöllu sína og bað um hljóð í þingsalnum. En Birgitta gaf sig ekki og hrópaði ítrekað fram í „Hættu nú að ljúga þarna.“Góður búvörusamningur fyrir bændur og neytendur Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ný búvörulög koma bæði bændum og neytendum til góða. Lögin skapi traustan grundvöll fyrir bændur og leiði til þess að almenningur fái gæða landbúnaðarvörur á lægra verði. Ráðherra undrast að fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um samninginn og einn sagt nei í ljósi þess að fjármálaráðherra hafi skrifað undir samninginn. Þá telur Gunnar Bragi ólíklegt að forsætisráðherra fari í formannsframboð á móti sitjandi formanni í Framsóknarflokknum. Enda væri hann þá að ganga á bak orða sinna.
Búvörusamningar X16 Suður Tengdar fréttir Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10