Spurði út í þátttöku Sigmundar í nefndarstörfum: „Er þetta í lagi?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2016 14:24 Guðmundur Steingrímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og spurði út í nefndarsetu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins en eftir að hann lét af embætti forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sagði Guðmundur að honum hefði skilist sem svo að nefndarseta væri einn af lykilþáttum þingstarfanna en velti fyrir sér hvers vegna Sigmundur Davíð væri ekki í þingnefnd. „Það er einn óbreyttur þingmaður á meðal okkar sem situr ekki í neinni þingnefnd, það er háttvirtur þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. [...] Hann er hér á fullu þingfararkaupi og í raun og veru með 50 prósent álagi vegna flokksformennsku og hann er með aðstoðarmann líka,“ sagði Guðmundur og spurði svo hvort það væru fordæmi fyrir því að óbreyttir þingmenn sætu ekki í neinni þingnefnd og taki þar með ekki þátt í nefndarstörfum. „Svo ekki sé talað um að hann mæti ekki í atkvæðagreiðslu og taki ekki til máls í pontu Alþingis. Hefur forseti gert athugasemdir við þetta, hefur forseti komið þeim athugasemdum á framfæri við þingflokk Framsóknarflokksins? Er þetta í lagi?“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis kvaðst ekki hafa farið í það að skoða hvort fordæmi væru fyrir því að þingmenn væru ekki í þingnefndum. Þá sagði forseti að þetta væri mál sem væri fyrst og fremst í höndum viðkomandi þingflokka enda væri það þeirra ákvörðun hvaða þingmenn sætu í hvaða nefndum og líklegt væri að það yrðu talin óeðlileg afskipti ef að forseti þingsins væri að hafa afskipti af því. Guðmundur sagðist gera sér grein fyrir því að frelsi þingmanna varðandi störf sín væri mjög mikið. Hann væri hins vegar að velta þessu fyrir sér vegna þess hvaða fordæmi væri verið að setja til framtíðar til litið. „Ef allir þingmenn myndu nú ákveða að mæta ekki í atkvæðagreiðslur, taka ekki til máls hér, starfa ekki í þingnefndum hver væru þá þingstörfin og er þetta æskilegt fordæmi sem er verið að reisa? Má ég ákveða það upp á mitt einsdæmi að ég ætla ekki að taka þátt í þingstörfum og í rauninni ekki gera neitt annað hér á þingi en samt þiggja þingfararkaup?“ Hann spurði svo hvort ekki væri ástæða til að gera athugasemdir við þetta svo fordæmi fyrir þessu væri ekki gefið. Forseti þingsins minnti þá á að engin þingleg skylda kvæði á um það að þingmenn starfi í nefndum. Því væri um að ræða frjálst val þingmanna og það væri í höndum þingflokkana að ákveða með hvaða hætti og hvort þeir skipi í nefndir Alþingis. Kosningar 2016 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og spurði út í nefndarsetu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins en eftir að hann lét af embætti forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sagði Guðmundur að honum hefði skilist sem svo að nefndarseta væri einn af lykilþáttum þingstarfanna en velti fyrir sér hvers vegna Sigmundur Davíð væri ekki í þingnefnd. „Það er einn óbreyttur þingmaður á meðal okkar sem situr ekki í neinni þingnefnd, það er háttvirtur þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. [...] Hann er hér á fullu þingfararkaupi og í raun og veru með 50 prósent álagi vegna flokksformennsku og hann er með aðstoðarmann líka,“ sagði Guðmundur og spurði svo hvort það væru fordæmi fyrir því að óbreyttir þingmenn sætu ekki í neinni þingnefnd og taki þar með ekki þátt í nefndarstörfum. „Svo ekki sé talað um að hann mæti ekki í atkvæðagreiðslu og taki ekki til máls í pontu Alþingis. Hefur forseti gert athugasemdir við þetta, hefur forseti komið þeim athugasemdum á framfæri við þingflokk Framsóknarflokksins? Er þetta í lagi?“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis kvaðst ekki hafa farið í það að skoða hvort fordæmi væru fyrir því að þingmenn væru ekki í þingnefndum. Þá sagði forseti að þetta væri mál sem væri fyrst og fremst í höndum viðkomandi þingflokka enda væri það þeirra ákvörðun hvaða þingmenn sætu í hvaða nefndum og líklegt væri að það yrðu talin óeðlileg afskipti ef að forseti þingsins væri að hafa afskipti af því. Guðmundur sagðist gera sér grein fyrir því að frelsi þingmanna varðandi störf sín væri mjög mikið. Hann væri hins vegar að velta þessu fyrir sér vegna þess hvaða fordæmi væri verið að setja til framtíðar til litið. „Ef allir þingmenn myndu nú ákveða að mæta ekki í atkvæðagreiðslur, taka ekki til máls hér, starfa ekki í þingnefndum hver væru þá þingstörfin og er þetta æskilegt fordæmi sem er verið að reisa? Má ég ákveða það upp á mitt einsdæmi að ég ætla ekki að taka þátt í þingstörfum og í rauninni ekki gera neitt annað hér á þingi en samt þiggja þingfararkaup?“ Hann spurði svo hvort ekki væri ástæða til að gera athugasemdir við þetta svo fordæmi fyrir þessu væri ekki gefið. Forseti þingsins minnti þá á að engin þingleg skylda kvæði á um það að þingmenn starfi í nefndum. Því væri um að ræða frjálst val þingmanna og það væri í höndum þingflokkana að ákveða með hvaða hætti og hvort þeir skipi í nefndir Alþingis.
Kosningar 2016 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum