Innlent

Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður leiðir

Birgir Olgeirsson skrifar
Þorgerður Katrín.
Þorgerður Katrín. Vísir/Daníel
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, mun leiða lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum þar sem segir að stjórn Viðreisnar hafi staðfest framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningar í október næstkomandi. 

Í öðru sæti er Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, en Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögfræðingur er í þriðja sæti. Viðreisn segir listann endurspegla þann breiða hóp sem að framboðinu stendur, fólk úr viðskiptalífinu, menntamálum, menningu og námi. 

Frambjóðendur eru sagðir á öllum aldri, með ólíka reynslu að baki en sameiginlega sýn á framtíð Íslands.

  1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum ráðherra
  2. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri
  3. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögfræðingur
  4. Bjarni Halldór Janusson, háskólanemi og formaður ungliðahreyfingar Viðreisnar
  5. Margrét Ágústsdóttir, viðskiptastjóri
  6. Ómar Ásbjörn Óskarsson, markaðsstjóri
  7. Katrín Kristjana Hjartardóttir, háskólanemi
  8. Thomas Möller, verkfræðingur og kennari
  9. Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnmálafræðingur
  10. Jón Ingi Hákonarson, ráðgjafi
  11. Kristín Pétursdóttir, forstjóri
  12. Steingrímur B. Gunnarsson, rafeindavirki
  13. Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður fjárfestatengsla og samskipta
  14. Sigurður J. Grétarsson, prófessor
  15. Sara Dögg Svanhildardóttir, grunnskólakennari
  16. Þorsteinn Halldórsson, framkvæmdastjóri
  17. Þórey S. Þórisdóttir, framkvæmdastjóri og doktorsnemi
  18. Gizur Gottskálksson, læknir
  19. Gunnhildur Steinarsdóttir, sérfræðingur
  20. Stefán Andri Gunnarsson, BA í sagnfræði
  21. Sigríður Þórðardóttir, tölvunarfræðingur
  22. Sigvaldi Einarsson, fjármálaráðgjafi
  23. Herdís Hallmarsdóttir, hæstaréttarlögmaður
  24. Magnús Ívar Guðfinnsson, verkefnastjóri
  25. Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari
  26. Hannes Pétursson, rithöfundur

Tengdar fréttir

Þorgerður Katrín hættir hjá SA

Þorgerður Katrín kom til starfa fyrir Samtök atvinnulífsins vorið 2013 en hún hefur gengt starfi forstöðumanns mennta- og nýsköpunarsviðs samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×