Fyllerí fyrir ferðamenn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 13. september 2016 07:00 Ég var ekki fyrr kominn til minnar sumarvistar á Íslandi en ég heyrði veislumann mikinn segja í útvarpinu að hið íslenska fyllerí heyrði sögunni til. Taldi ég víst að maðurinn væri firrtur og vissi ekki hvernig umhorfs væri í alþýðuhúsum svo ég spurði víðfróðan vin minn hvort satt væri. „Það er bara svolítið svoleiðis,“ svaraði hann. Ég fann strax til mikils þjóðarstolts. Það var ekki nóg með að Ísland væri orðin knattspyrnuþjóð heldur værum við líka farin að neyta áfengis eins og siðmenntað fólk. Ég var svo á leiðinni út aftur þegar tveir sauðdrukknir Íslendingar fyrir aftan mig ræddu þvöglumæltir trúnaðarmál fyrir opnun tjöldum. Ónotatilfinning fór um mig, rétt eins og við værum að tapa 14-2 fyrir Dönum. Sá ég svipaðan hroll fara um aðra landa mína í flugvélinni. Erlendir ferðamenn skemmtu sér hins vegar hið besta. Eftir að hafa leitað að lausum bílastæðum í ósnertri náttúru Íslands, stóðu þeir nú loks frammi fyrir óbeislaðri íslenskri náttúru sem söng Ferðalok og fræga slagara eftir Bjartmar með álíka listfengi og úlfabarn sem reynir að gera grein fyrir sér. Það var þá sem ég kom auga á möguleika þessarar ævafornu ómenningar. Hér var Íslandsferð útlendinga að ná hámarki án þess að þeir greiddu aur fyrir. Því sting ég þeirri hugmynd að ferðamála- og lýðheilsufrömuðum að við seljum inn á íslensk fyllerí. Þar ber að líta hina óspilltu íslensku náttúru sem spillist ekkert þó hlegið sé að henni. Ekkert þarf að huga að aðgengi nema aðgengi að Brennivíni en Sjálfsstæðisflokkurinn reddar því. Ekki þarf að tala til landeigendur en kannski aðeins að díla við landaeigendur. Það besta við þetta verður hins vegar að þegar farið er að selja fylleríið dýrum dómum mun ekki nokkrum Íslendingi koma til hugar að drekka sig rænulausan nema fá ríflega greitt fyrir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun
Ég var ekki fyrr kominn til minnar sumarvistar á Íslandi en ég heyrði veislumann mikinn segja í útvarpinu að hið íslenska fyllerí heyrði sögunni til. Taldi ég víst að maðurinn væri firrtur og vissi ekki hvernig umhorfs væri í alþýðuhúsum svo ég spurði víðfróðan vin minn hvort satt væri. „Það er bara svolítið svoleiðis,“ svaraði hann. Ég fann strax til mikils þjóðarstolts. Það var ekki nóg með að Ísland væri orðin knattspyrnuþjóð heldur værum við líka farin að neyta áfengis eins og siðmenntað fólk. Ég var svo á leiðinni út aftur þegar tveir sauðdrukknir Íslendingar fyrir aftan mig ræddu þvöglumæltir trúnaðarmál fyrir opnun tjöldum. Ónotatilfinning fór um mig, rétt eins og við værum að tapa 14-2 fyrir Dönum. Sá ég svipaðan hroll fara um aðra landa mína í flugvélinni. Erlendir ferðamenn skemmtu sér hins vegar hið besta. Eftir að hafa leitað að lausum bílastæðum í ósnertri náttúru Íslands, stóðu þeir nú loks frammi fyrir óbeislaðri íslenskri náttúru sem söng Ferðalok og fræga slagara eftir Bjartmar með álíka listfengi og úlfabarn sem reynir að gera grein fyrir sér. Það var þá sem ég kom auga á möguleika þessarar ævafornu ómenningar. Hér var Íslandsferð útlendinga að ná hámarki án þess að þeir greiddu aur fyrir. Því sting ég þeirri hugmynd að ferðamála- og lýðheilsufrömuðum að við seljum inn á íslensk fyllerí. Þar ber að líta hina óspilltu íslensku náttúru sem spillist ekkert þó hlegið sé að henni. Ekkert þarf að huga að aðgengi nema aðgengi að Brennivíni en Sjálfsstæðisflokkurinn reddar því. Ekki þarf að tala til landeigendur en kannski aðeins að díla við landaeigendur. Það besta við þetta verður hins vegar að þegar farið er að selja fylleríið dýrum dómum mun ekki nokkrum Íslendingi koma til hugar að drekka sig rænulausan nema fá ríflega greitt fyrir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun