Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2016 10:27 Ýmislegt bendir til þess að Sigurði Inga hafi snúist hugur, og að hann muni fara fram gegn Sigmundi Davíð, í formannsslag. Vísir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra Íslands heldur af stað í dag í opinbera heimsókn til Danmerkur í boði Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. Auk þess að ræða við Rasmussen mun Sigurður Ingi eiga og eiga einkasamtal með Drottningu Danmerkur, ásamt því að funda með þingforseta danska þingsins.Sveinbjörn ætlar fram gegn Sigmundi DavíðSigurður Ingi hefur þannig öðrum hnöppum að hneppa en velta fyrir sér innanhúsátökum í Framsóknarflokknum, hvar hann er varaformaður, þar sem fer tvennum sögum af stöðu formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sjálfur segir Sigmundur Davíð almennan stuðning við sig innan flokks en engu að síður er kominn fram frambjóðandi sem ætlar gegn honum á flokksþingi sem haldið verður 1. til 2. október. Sá er Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður á Hvanneyri, fyrrum aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar, sem segir að traust og trúnaður á Sigmundi Davíð sé horfinn, og ef Sigurður Ingi fari ekki fram, þá ætlar Sveinbjörn að gera það. Hann sagði, í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að skuggi hafi fallið á ímynd Sigmundar Davíðs þegar „maður áttar sig á því með hvaða hætti hann, eða þau, töldu best að geyma sína peninga. Það hefði átt að vera ljóst öllum frá upphafi,“ sagði Sveinbjörn í morgun.Stór hópur Framsóknarmanna vill Sigurð Inga Sigurður Ingi sagði á miðstjórnarfundi um helgina, og kom það mörgum í opna skjöldu, að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til varaþingmanns við óbreytt ástand. Erfitt er að túlka það sem svo á annan hátt en Sigurður Ingi, sem reyndar hafði fram til þess tíma ítrekað sagst ekki ætla fram gegn sitjandi formanni, hafi snúist hugur. Reyndar er orðið afar styrt milli þeirra tveggja. Sveinbjörn segir það opinbert leyndarmál að stór hópur Framsóknarmanna sé nú að hvetja Sigurð Inga til að bjóða sig fram í formennsku. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra Íslands heldur af stað í dag í opinbera heimsókn til Danmerkur í boði Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. Auk þess að ræða við Rasmussen mun Sigurður Ingi eiga og eiga einkasamtal með Drottningu Danmerkur, ásamt því að funda með þingforseta danska þingsins.Sveinbjörn ætlar fram gegn Sigmundi DavíðSigurður Ingi hefur þannig öðrum hnöppum að hneppa en velta fyrir sér innanhúsátökum í Framsóknarflokknum, hvar hann er varaformaður, þar sem fer tvennum sögum af stöðu formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sjálfur segir Sigmundur Davíð almennan stuðning við sig innan flokks en engu að síður er kominn fram frambjóðandi sem ætlar gegn honum á flokksþingi sem haldið verður 1. til 2. október. Sá er Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður á Hvanneyri, fyrrum aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar, sem segir að traust og trúnaður á Sigmundi Davíð sé horfinn, og ef Sigurður Ingi fari ekki fram, þá ætlar Sveinbjörn að gera það. Hann sagði, í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að skuggi hafi fallið á ímynd Sigmundar Davíðs þegar „maður áttar sig á því með hvaða hætti hann, eða þau, töldu best að geyma sína peninga. Það hefði átt að vera ljóst öllum frá upphafi,“ sagði Sveinbjörn í morgun.Stór hópur Framsóknarmanna vill Sigurð Inga Sigurður Ingi sagði á miðstjórnarfundi um helgina, og kom það mörgum í opna skjöldu, að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til varaþingmanns við óbreytt ástand. Erfitt er að túlka það sem svo á annan hátt en Sigurður Ingi, sem reyndar hafði fram til þess tíma ítrekað sagst ekki ætla fram gegn sitjandi formanni, hafi snúist hugur. Reyndar er orðið afar styrt milli þeirra tveggja. Sveinbjörn segir það opinbert leyndarmál að stór hópur Framsóknarmanna sé nú að hvetja Sigurð Inga til að bjóða sig fram í formennsku.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira