Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2016 15:34 Ragnheiður Elín Árnadóttir. Vísir/Anton Brink Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, ætlar að hætta í stjórnmálum. Þetta tilkynnti hún fyrir stundu á Facebook-síðu sinni. Ragnheiður hlaut afleita kosningu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær. Hún bauð sig fram í fyrsta sæti en hafnaði í fjórða sæti þar sem Páll Magnússon hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sæti listans. Þar á eftir komu svo Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason. Í færslu sinni á Facebook rekur Ragnheiður feril sinn í stjórnmálum en segir svo að hún meðtaki þau skilaboð sem felist í úrslitum prófkjörsins. „Ég hef tekið þátt í fjórum prófkjörum - fagnað sigri í þremur þeirra en náði ekki því marki sem að var stefnt nú. Með sama hætti og ég hef fagnað þeim skilaboðum sem í sigrunum hafa falist meðtek ég skilaboðin sem niðurstaða gærdagsins gefur til kynna. Nýjum oddvita óska ég til hamingju með sigurinn. Hans bíður það verkefni að leiða þetta stórbrotna kjördæmi sem er uppfullt af tækifærum og einstaklega góðu fólki sem hefur verið frábært að vinna með. Ég vil þakka stuðningsmönnum mínum fyrir frábæra baráttu, fyrir gleðina, hvatninguna og takmarkalausa traustið sem mér hefur verið sýnt. Ég læt þessu hér með lokið og kveð stjórnmálin að loknu þessu kjörtímabili,“ segir Ragnheiður Elín í Facebook-færslunni sem sjá má í heild hér að neðan. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, ætlar að hætta í stjórnmálum. Þetta tilkynnti hún fyrir stundu á Facebook-síðu sinni. Ragnheiður hlaut afleita kosningu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær. Hún bauð sig fram í fyrsta sæti en hafnaði í fjórða sæti þar sem Páll Magnússon hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sæti listans. Þar á eftir komu svo Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason. Í færslu sinni á Facebook rekur Ragnheiður feril sinn í stjórnmálum en segir svo að hún meðtaki þau skilaboð sem felist í úrslitum prófkjörsins. „Ég hef tekið þátt í fjórum prófkjörum - fagnað sigri í þremur þeirra en náði ekki því marki sem að var stefnt nú. Með sama hætti og ég hef fagnað þeim skilaboðum sem í sigrunum hafa falist meðtek ég skilaboðin sem niðurstaða gærdagsins gefur til kynna. Nýjum oddvita óska ég til hamingju með sigurinn. Hans bíður það verkefni að leiða þetta stórbrotna kjördæmi sem er uppfullt af tækifærum og einstaklega góðu fólki sem hefur verið frábært að vinna með. Ég vil þakka stuðningsmönnum mínum fyrir frábæra baráttu, fyrir gleðina, hvatninguna og takmarkalausa traustið sem mér hefur verið sýnt. Ég læt þessu hér með lokið og kveð stjórnmálin að loknu þessu kjörtímabili,“ segir Ragnheiður Elín í Facebook-færslunni sem sjá má í heild hér að neðan.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00
Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31