FH getur tekið risaskref í átt að titlinum | Hleypa Fylkismenn lífi í fallbaráttuna? 11. september 2016 06:00 Ekki ólíklegt að við sjáum Atla Viðar fagna marki í Kaplakrika í dag. Vísir/Stefán FH-ingar geta með sigri á Blikum í kvöld á heimavelli stigið risaskref í átt að því að verja Íslandsmeistaratitilinn en allt annað en sigur fyrir Blika þýðir að titilvonirnar séu úr sögunni. FH er í ansi góðri stöðu þegar stutt er eftir af Íslandsmótinu með sex stiga forskot á Fjölni í öðru sæti en jafntefli í kvöld myndi þýða að FH þyrfti að klúðra þremur af síðustu fjórum leikjum liðsins þar sem liðið mætir Fylki, Val, Víkingi R. og ÍBV. Þá hefur FH verið ógnarsterkt á heimavelli undanfarin ár en aðeins einu liði hefur tekist á undanförnum tveimur tímabilum að taka þrjú stig í Kaplakrika. KR-ingar hafa síðustu tvö ár tekið öll stigin frá Kaplakrika en það kom ekki að sök í fyrra þegar FH-ingar hömpuðu titlinum. Blikar þurfa ekki einungis á sigrinum að halda til þess að halda lífi í titilvonum liðsins en ef FH vinnur á morgun gætu Blikar verið í fimmta sæti að átján umferðum loknum. Liðið má varla við því að tapa stigum í baráttunni um sæti í Evrópu á næsta tímabili. Í Laugardalnum taka Þróttarar á móti sjóðheitum Skagamönnum sem hafa unnið þrjá leiki í röð í Pepsi-deildinni. Eftir dapurt gengi framan af hafa Skagamenn unnið átta af síðustu tíu leikjum og eru skyndilega komnir í baráttu um Evrópusæti. Þróttarar eiga enn fáein líf eftir í Pepsi-deildinni, átta stigum frá öruggu sæti þegar fimm leikir eru eftir en nýliðarnir þurfa að fá einhver stig áður en það er of seint.Fylkismenn eiga gríðarlega mikilvægan leik gegn Víking Ó. í dag en í kvöld mætir Stjarnan Valsmönnum.Vísir/HannaÞá geta Fylkismenn hleypt lífi í botnbaráttuna á ný þegar liðið tekur á móti Víking Ólafsvík á Flórídana-vellinum á morgun. Takist gestunum frá Ólafsvík að taka þrjú stig heim eru þeir langt komnir með að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Árbæingar eru fjórum stigum frá öruggu sæti en takist þeim að sigra á morgun er aðeins tvö stig sem skilja að liðið í ellefta sæti og níunda sæti og gæti því verið æsispennadi lokabarátta framundan á botni deildarinnar. Í lokaleik dagsins tekur Stjarnan á móti fljúgandi Valsmönnum sem hafa unnið síðustu fjóra leiki í röð án þess að fá á sig mark. Það hefur engin bikarþynnka sýnt sig hjá Valsmönnum sem hafa skorað þrettán mörk í þremur leikjum í Pepsi-deildinni eftir bikarúrslitaleikinn. Að sama skapi má segja að um sé að ræða síðasta séns Garðbæinga á að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti á næsta ári. Garðbæingar hafa misst flugið að undanförnu og hafa tapað þremur leikjum í röð en geta enn bjargað tímabilinu með góðu skriði á lokametrunum. Fylgst verður með öllum leikjunum á Boltavakt Vísis en leikir FH og Breiðabliks annarsvegar og Stjörnunnar og Vals hinsvegar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Stjarnan - Valur 2-3 | Dramatík á lokasekúndunum í fjórða sigri Valsmanna í röð Valsmenn unnu fjórða leikinn í röð í Pepsi-deild karla á ótrúlegan hátt 3-2 gegn Stjörnunni í Garðabæ eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik en sigurmark leiksins kom með síðustu spyrnu leiksins. 11. september 2016 22:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Breiðablik 1-1 | FH áfram í lykilstöðu FH er áfram með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 11. september 2016 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - ÍA 3-1 | Er von fyrir Þróttara? Mikilvæg stig í Laugardalinn í botnbaráttunni 11. september 2016 22:00 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
FH-ingar geta með sigri á Blikum í kvöld á heimavelli stigið risaskref í átt að því að verja Íslandsmeistaratitilinn en allt annað en sigur fyrir Blika þýðir að titilvonirnar séu úr sögunni. FH er í ansi góðri stöðu þegar stutt er eftir af Íslandsmótinu með sex stiga forskot á Fjölni í öðru sæti en jafntefli í kvöld myndi þýða að FH þyrfti að klúðra þremur af síðustu fjórum leikjum liðsins þar sem liðið mætir Fylki, Val, Víkingi R. og ÍBV. Þá hefur FH verið ógnarsterkt á heimavelli undanfarin ár en aðeins einu liði hefur tekist á undanförnum tveimur tímabilum að taka þrjú stig í Kaplakrika. KR-ingar hafa síðustu tvö ár tekið öll stigin frá Kaplakrika en það kom ekki að sök í fyrra þegar FH-ingar hömpuðu titlinum. Blikar þurfa ekki einungis á sigrinum að halda til þess að halda lífi í titilvonum liðsins en ef FH vinnur á morgun gætu Blikar verið í fimmta sæti að átján umferðum loknum. Liðið má varla við því að tapa stigum í baráttunni um sæti í Evrópu á næsta tímabili. Í Laugardalnum taka Þróttarar á móti sjóðheitum Skagamönnum sem hafa unnið þrjá leiki í röð í Pepsi-deildinni. Eftir dapurt gengi framan af hafa Skagamenn unnið átta af síðustu tíu leikjum og eru skyndilega komnir í baráttu um Evrópusæti. Þróttarar eiga enn fáein líf eftir í Pepsi-deildinni, átta stigum frá öruggu sæti þegar fimm leikir eru eftir en nýliðarnir þurfa að fá einhver stig áður en það er of seint.Fylkismenn eiga gríðarlega mikilvægan leik gegn Víking Ó. í dag en í kvöld mætir Stjarnan Valsmönnum.Vísir/HannaÞá geta Fylkismenn hleypt lífi í botnbaráttuna á ný þegar liðið tekur á móti Víking Ólafsvík á Flórídana-vellinum á morgun. Takist gestunum frá Ólafsvík að taka þrjú stig heim eru þeir langt komnir með að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Árbæingar eru fjórum stigum frá öruggu sæti en takist þeim að sigra á morgun er aðeins tvö stig sem skilja að liðið í ellefta sæti og níunda sæti og gæti því verið æsispennadi lokabarátta framundan á botni deildarinnar. Í lokaleik dagsins tekur Stjarnan á móti fljúgandi Valsmönnum sem hafa unnið síðustu fjóra leiki í röð án þess að fá á sig mark. Það hefur engin bikarþynnka sýnt sig hjá Valsmönnum sem hafa skorað þrettán mörk í þremur leikjum í Pepsi-deildinni eftir bikarúrslitaleikinn. Að sama skapi má segja að um sé að ræða síðasta séns Garðbæinga á að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti á næsta ári. Garðbæingar hafa misst flugið að undanförnu og hafa tapað þremur leikjum í röð en geta enn bjargað tímabilinu með góðu skriði á lokametrunum. Fylgst verður með öllum leikjunum á Boltavakt Vísis en leikir FH og Breiðabliks annarsvegar og Stjörnunnar og Vals hinsvegar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Stjarnan - Valur 2-3 | Dramatík á lokasekúndunum í fjórða sigri Valsmanna í röð Valsmenn unnu fjórða leikinn í röð í Pepsi-deild karla á ótrúlegan hátt 3-2 gegn Stjörnunni í Garðabæ eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik en sigurmark leiksins kom með síðustu spyrnu leiksins. 11. september 2016 22:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Breiðablik 1-1 | FH áfram í lykilstöðu FH er áfram með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 11. september 2016 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - ÍA 3-1 | Er von fyrir Þróttara? Mikilvæg stig í Laugardalinn í botnbaráttunni 11. september 2016 22:00 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Stjarnan - Valur 2-3 | Dramatík á lokasekúndunum í fjórða sigri Valsmanna í röð Valsmenn unnu fjórða leikinn í röð í Pepsi-deild karla á ótrúlegan hátt 3-2 gegn Stjörnunni í Garðabæ eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik en sigurmark leiksins kom með síðustu spyrnu leiksins. 11. september 2016 22:00
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Breiðablik 1-1 | FH áfram í lykilstöðu FH er áfram með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 11. september 2016 20:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - ÍA 3-1 | Er von fyrir Þróttara? Mikilvæg stig í Laugardalinn í botnbaráttunni 11. september 2016 22:00