Sport

Seldist upp á UFC 204-bardagakvöldið á sex mínútum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Bisping og Henderson á blaðamannafundi fyrir UFC 204 bardagakvöldið.
Bisping og Henderson á blaðamannafundi fyrir UFC 204 bardagakvöldið. Vísir/getty
Breskir UFC-aðdáendur gátu ekki leyft sér að sofa á verðinum fyrir UFC 204-viðburðinn sem fer fram í Manchester í næsta mánuði en miðasalan stóð aðeins yfir í sex mínútur áður en það varð uppselt á bardagakvöldið.

Opnað var fyrir miðakaup að morgni til á fö studaginn en alls komast 21.000 manns fyrir í Manchester Arena höllinni þar sem bardagakvöldið fer fram þann 8. október næstkomandi.

Á kvöldinu mætast breski bardagakappinn Michael Bisping og Dan Henderson en Bisping hefur titil að verja á heimavelli. Er þetta í annað skiptið sem þeir mætast en Henderson hafði betur þegar þeir mættust á UFC 100 árið 2009.

Bisping varð fyrr í sumar fyrsti breski bardagakappinn til að verða meistari í þyngdarflokk í UFC þegar hann hafði betur gegn Luke Rockhold tveimur mánuðum eftir að hafa sigrað Anderson Silva í London.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×