Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2016 19:42 Sigurður Ingi Jóhannsson hættir sem varaformaður verði stjórnin óbreytt Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður í óbreyttri stjórn. Þetta tilkynnti hann í ræðu á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í Hofi í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Segir Sigurður Ingi ástæðu þess vera trúnaðarbrest innan stjórnar flokksins. Haustfundur Miðstjórnar flokksins ákvað í dag að boða til flokksþings þann 1. október næstkomandi og kjósa þar nýja forystu fyrir Framsóknarflokkinn. Hafa flokksmenn margir legið á forsætisráðherranum að gefa kost á sér til formanns flokksins undanfarna daga og vikur og komu nokkrar slíkar stuðningsyfirlýsingar á fundinum í dag. Einnig undruðust nokkrir fundarmanna að í fundardagskrá væri forsætisráðherra þjóðarinnar hvergi með ræðu og þóttu það afar sérstakt að forsætisráðherra gæfist ekki kostur á að halda tölu yfir flokksmönnum. Kom svo á daginn að Sigurður Ingi steig í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður og vandaði forystu flokksins ekki kveðjurnar. Herma heimildir fréttastofu að enginn hafi beðið hann um að halda ræðu á fundinum og þótti það sjálfum mjög sérstakt. Einnig hafi hann sagt að vegna trúnaðarbrests milli sín og stjórnarmeðlima hafi hann ákveðið að gefa ekki kost á sér sem varaformaður ef stjórnin yrði að öðru leyti óbreytt.Trúnaðarbrestur milli Sigurðar inga og stjórnar Sigmundar.vísir/sveinnBáðir skammaðirHeimildir fréttastofu herma einnig að bæði formaður og varaformaður hafi fengið á sig nokkrar skammir frá flokksmönnum fyrir að tala þvers og kruss í mörgum málum og að það gengi ekki til lengdar að tveir einstaklingar stýrðu flokknum úr sínum hvorum stólnum í sína hvora áttina. Heimildarmaður fréttastofu segir báða hafa fengið nokkrar skammir fyrir og að þessi staða sé ekki til eftirbreytni. Einnig sagði sama heimild að ákveðið traust væri milli Eyglóar Harðardóttur, ritara flokksins, og Sigurðar Inga og því væri trúnaðarbresturinn að öllum líkindum ekki milli þeirra.Líkt við orrustuna um WaterlooSigmundur Davíð Gunnlaugsson fór yfir víðan völl í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum. „Í einu landi tókst flokkur á við alþjóðafjármálakerfið og meira að segja grimmustu birtingarmynd þess og hafði betur. Við Framsóknarmenn og við Íslendingar erum fordæmi fyrir heiminn í því að það er hægt að takast á við þetta voldugasta kerfi og hafa undir,“ sagði Sigmundur Davíð. Einnig sagði Sigmundur framsóknarmenn verða að standa saman allir sem einn í komandi kosningabaráttu. Þannig einir myndi flokkurinn geta staðið það áhlaup „riddaraliðsins“ eins og hann orðaði það og lýsti baráttunni framundan við orrustuna um Waterloo. Sagði hann að til að verjast riddaraliðum yrðu menn að standa þétt saman með byssustingi að vopni til að verjast áhlaupinu og skjóta svo riddarana þegar þeir kæmu framhjá. Hins vegar, ef einhverjir yrðu huglausir og myndu rjúfa samstöðuna væri leikur einn fyrir riddaraliðið að slátra vörninni.Ljóst að forystan mun breytastÞað verður líklegra með hverjum deginum sem líður að Sigurður Ingi gefi kost á sér til formanns Framsóknarflokksins. Hann hefur varist því að svara spurningunni og ekki getað lýst yfir trausti við sitjandi formann flokksins. Einnig verður að hafa í huga að kjördæmisþing Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi, oddvitakjördæmi forsætisráðherra, samþykkti nær einróma að boða til landsþings til að geta skipt um forystu fyrir kosningar. Ekki hefur náðst í Sigurð Inga Jóhannsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu. Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður í óbreyttri stjórn. Þetta tilkynnti hann í ræðu á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í Hofi í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Segir Sigurður Ingi ástæðu þess vera trúnaðarbrest innan stjórnar flokksins. Haustfundur Miðstjórnar flokksins ákvað í dag að boða til flokksþings þann 1. október næstkomandi og kjósa þar nýja forystu fyrir Framsóknarflokkinn. Hafa flokksmenn margir legið á forsætisráðherranum að gefa kost á sér til formanns flokksins undanfarna daga og vikur og komu nokkrar slíkar stuðningsyfirlýsingar á fundinum í dag. Einnig undruðust nokkrir fundarmanna að í fundardagskrá væri forsætisráðherra þjóðarinnar hvergi með ræðu og þóttu það afar sérstakt að forsætisráðherra gæfist ekki kostur á að halda tölu yfir flokksmönnum. Kom svo á daginn að Sigurður Ingi steig í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður og vandaði forystu flokksins ekki kveðjurnar. Herma heimildir fréttastofu að enginn hafi beðið hann um að halda ræðu á fundinum og þótti það sjálfum mjög sérstakt. Einnig hafi hann sagt að vegna trúnaðarbrests milli sín og stjórnarmeðlima hafi hann ákveðið að gefa ekki kost á sér sem varaformaður ef stjórnin yrði að öðru leyti óbreytt.Trúnaðarbrestur milli Sigurðar inga og stjórnar Sigmundar.vísir/sveinnBáðir skammaðirHeimildir fréttastofu herma einnig að bæði formaður og varaformaður hafi fengið á sig nokkrar skammir frá flokksmönnum fyrir að tala þvers og kruss í mörgum málum og að það gengi ekki til lengdar að tveir einstaklingar stýrðu flokknum úr sínum hvorum stólnum í sína hvora áttina. Heimildarmaður fréttastofu segir báða hafa fengið nokkrar skammir fyrir og að þessi staða sé ekki til eftirbreytni. Einnig sagði sama heimild að ákveðið traust væri milli Eyglóar Harðardóttur, ritara flokksins, og Sigurðar Inga og því væri trúnaðarbresturinn að öllum líkindum ekki milli þeirra.Líkt við orrustuna um WaterlooSigmundur Davíð Gunnlaugsson fór yfir víðan völl í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum. „Í einu landi tókst flokkur á við alþjóðafjármálakerfið og meira að segja grimmustu birtingarmynd þess og hafði betur. Við Framsóknarmenn og við Íslendingar erum fordæmi fyrir heiminn í því að það er hægt að takast á við þetta voldugasta kerfi og hafa undir,“ sagði Sigmundur Davíð. Einnig sagði Sigmundur framsóknarmenn verða að standa saman allir sem einn í komandi kosningabaráttu. Þannig einir myndi flokkurinn geta staðið það áhlaup „riddaraliðsins“ eins og hann orðaði það og lýsti baráttunni framundan við orrustuna um Waterloo. Sagði hann að til að verjast riddaraliðum yrðu menn að standa þétt saman með byssustingi að vopni til að verjast áhlaupinu og skjóta svo riddarana þegar þeir kæmu framhjá. Hins vegar, ef einhverjir yrðu huglausir og myndu rjúfa samstöðuna væri leikur einn fyrir riddaraliðið að slátra vörninni.Ljóst að forystan mun breytastÞað verður líklegra með hverjum deginum sem líður að Sigurður Ingi gefi kost á sér til formanns Framsóknarflokksins. Hann hefur varist því að svara spurningunni og ekki getað lýst yfir trausti við sitjandi formann flokksins. Einnig verður að hafa í huga að kjördæmisþing Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi, oddvitakjördæmi forsætisráðherra, samþykkti nær einróma að boða til landsþings til að geta skipt um forystu fyrir kosningar. Ekki hefur náðst í Sigurð Inga Jóhannsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu.
Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira