Tekst Alistair Overeem að bæta stærsta titlinum í safnið? Pétur Marinó Jónsson skrifar 10. september 2016 21:15 Alistair Overeem. Vísir/Getty UFC 203 fer fram í nótt og er þungavigtartitillinn í húfi. Bardagakvöldið fer fram í Cleveland og þar verður þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic á heimavelli gegn Alistair Overeem. Stipe Miocic vann þungavigtarbeltið af Fabricio Werdum í maí og mætir hann Alistair Overeem í sinni fyrstu titilvörn. Hollendingurinn Overeem er gríðarlega reyndur bardagamaður og er titlaskápurinn hjá honum ansi troðinn. Það er þó einn titill sem hann hefur aldrei haft tækifæri á að ná í og það er UFC beltið. Alistair Overeem er 36 ára gamall og hefur barist 56 bardaga í MMA og 14 í sparkboxi. Þegar Stipe Miocic barðist sinn fyrsta MMA bardaga var Overeem þegar búinn með 44 bardaga. Það er því mikill reynslumunur á köppunum þó Overeem sé aðeins tveimur árum eldri. Overeem hefur verið þungavigtarmeistari í öðrum bardagasamtökum eins og Strikeforce og Dream í Japan og þá vann hann K-1 sparkbox mótið árið 2010. Overeem kom því inn í UFC með miklar væntingar og á toppi ferilsins. Þetta byrjaði allt vel og fór hann létt með Brock Lesnar í sínum fyrsta bardaga. Hann hafði þar með tryggt sér titilbardaga gegn þáverandi meistara, Junior dos Santos. Því miður varð ekkert af titilbardaganum þar sem Overeem féll á lyfjaprófi. Fallið kom fáum á óvart enda hafði marga grunað að Overeem væri að taka inn eitthvað meira en vítamínin sín. Næstu bardagar reyndust Overeem ansi erfiðir þar sem hann tapaði næstu þremur af fjórum bardögum sínum – allt eftir rothögg. Í öllum töpunum var Overeem með mikla yfirburði þar til hann var rotaður. Hann var sagður vera með glerkjálka og gæti ekki tekið við höggum lengur. Ansi margir efuðust um hvort Overeem gæti barist við þá allra bestu á þeim tíma. Hann var sagður ein mestu vonbrigði í sögu UFC enda átti hann að koma inn og berjast um titla og í stórum bardögum. Nú er öldin önnur. Alistair Overeem hefur unnið fjóra bardaga í röð og er loksins kominn á þann stað sem UFC vonaðist eftir þegar bardagasamtökin sömdu við hann árið 2011. Í síðustu bardögum hefur Overeem verið talsvert varkárari en áður. Hér áður fyrr óð hann áfram með hné og spörk í skrokkinn og vonaðist eftir rothöggi sem fyrst. Í dag er hann talsvert þolinmóðari, er hreyfanlegri og gerir oft ekki mikið í 1. lotunni. Það á stóran þátt í velgengni hans. Þegar hann mætti loksins Junior dos Santos (þremur árum eftir að þeir áttu upphaflega að mætast) gerði hann nánast ekkert í 1. lotu. Í 2. lotu lét hann finna meira fyrir sér og rotaði dos Santos með frábærum vinstri krók. Eins og áður segir verður þungavigtartitillinn í húfi í kvöld. Þungavigtarbeltið hefur verið eins og heit kartafla undanfarin ár og fáum tekist að halda beltinu lengi. Þegar svona stórir strákar á borð við Overeem og Miocic mætast má lítið út af bregða og getur bardaginn auðveldlega farið á báða vegu. Takist Overeem að bæta UFC beltinu í safnið verður hann með eitt glæsilegasta verðlaunasafn í sögu MMA. UFC 203 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst bein útsending kl 2. Fimm bardagar verða á dagskrá og má þar meðal annars nefna frumraun fyrrum fjölbragðaglímukappans CM Punk í MMA en fáir telja að hann eigi möguleika á sigri í kvöld. MMA Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
UFC 203 fer fram í nótt og er þungavigtartitillinn í húfi. Bardagakvöldið fer fram í Cleveland og þar verður þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic á heimavelli gegn Alistair Overeem. Stipe Miocic vann þungavigtarbeltið af Fabricio Werdum í maí og mætir hann Alistair Overeem í sinni fyrstu titilvörn. Hollendingurinn Overeem er gríðarlega reyndur bardagamaður og er titlaskápurinn hjá honum ansi troðinn. Það er þó einn titill sem hann hefur aldrei haft tækifæri á að ná í og það er UFC beltið. Alistair Overeem er 36 ára gamall og hefur barist 56 bardaga í MMA og 14 í sparkboxi. Þegar Stipe Miocic barðist sinn fyrsta MMA bardaga var Overeem þegar búinn með 44 bardaga. Það er því mikill reynslumunur á köppunum þó Overeem sé aðeins tveimur árum eldri. Overeem hefur verið þungavigtarmeistari í öðrum bardagasamtökum eins og Strikeforce og Dream í Japan og þá vann hann K-1 sparkbox mótið árið 2010. Overeem kom því inn í UFC með miklar væntingar og á toppi ferilsins. Þetta byrjaði allt vel og fór hann létt með Brock Lesnar í sínum fyrsta bardaga. Hann hafði þar með tryggt sér titilbardaga gegn þáverandi meistara, Junior dos Santos. Því miður varð ekkert af titilbardaganum þar sem Overeem féll á lyfjaprófi. Fallið kom fáum á óvart enda hafði marga grunað að Overeem væri að taka inn eitthvað meira en vítamínin sín. Næstu bardagar reyndust Overeem ansi erfiðir þar sem hann tapaði næstu þremur af fjórum bardögum sínum – allt eftir rothögg. Í öllum töpunum var Overeem með mikla yfirburði þar til hann var rotaður. Hann var sagður vera með glerkjálka og gæti ekki tekið við höggum lengur. Ansi margir efuðust um hvort Overeem gæti barist við þá allra bestu á þeim tíma. Hann var sagður ein mestu vonbrigði í sögu UFC enda átti hann að koma inn og berjast um titla og í stórum bardögum. Nú er öldin önnur. Alistair Overeem hefur unnið fjóra bardaga í röð og er loksins kominn á þann stað sem UFC vonaðist eftir þegar bardagasamtökin sömdu við hann árið 2011. Í síðustu bardögum hefur Overeem verið talsvert varkárari en áður. Hér áður fyrr óð hann áfram með hné og spörk í skrokkinn og vonaðist eftir rothöggi sem fyrst. Í dag er hann talsvert þolinmóðari, er hreyfanlegri og gerir oft ekki mikið í 1. lotunni. Það á stóran þátt í velgengni hans. Þegar hann mætti loksins Junior dos Santos (þremur árum eftir að þeir áttu upphaflega að mætast) gerði hann nánast ekkert í 1. lotu. Í 2. lotu lét hann finna meira fyrir sér og rotaði dos Santos með frábærum vinstri krók. Eins og áður segir verður þungavigtartitillinn í húfi í kvöld. Þungavigtarbeltið hefur verið eins og heit kartafla undanfarin ár og fáum tekist að halda beltinu lengi. Þegar svona stórir strákar á borð við Overeem og Miocic mætast má lítið út af bregða og getur bardaginn auðveldlega farið á báða vegu. Takist Overeem að bæta UFC beltinu í safnið verður hann með eitt glæsilegasta verðlaunasafn í sögu MMA. UFC 203 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst bein útsending kl 2. Fimm bardagar verða á dagskrá og má þar meðal annars nefna frumraun fyrrum fjölbragðaglímukappans CM Punk í MMA en fáir telja að hann eigi möguleika á sigri í kvöld.
MMA Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira