Fimm fæðingardeildir í Malaví fjármagnaðar með íslensku fé Snærós Sindradóttir skrifar 10. september 2016 07:00 William Peno er orðinn yfirhéraðslæknir í stóru héraði í Malawi aðeins 29 ára. Hann er kominn til að læra af íslensku heilbrigðiskerfi. Vísir/Anton Brink Sjúkrabílar eru meðal þess sem Peno hefur skoðað hér á landi. Þetta eru malavískar sjúkrabörur sem hengja má aftan á reiðhjól og eru merki um þá frumstæðu tækni sem heilbrigðiskerfið þar ytra þarf að búa við. „Vandamál íslenska heilbrigðiskerfisins eru lúxusvandamál,“ segir William Peno, yfirhéraðslæknir í Mangochi-héraði í Malaví. Héraðið er í samstarfi við íslensk stjórnvöld í gegnum ICEIDA, alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Peno er 29 ára gamall og ábyrgur fyrir allri heilbrigðisþjónustu í héraðinu þar sem búa nærri 1,2 milljónir manna. Stúlkur eiga börn mjög ungar í héraðinu, allt niður í 13 ára gamlar, og eru orðnar margra barna mæður fyrir tvítugt. Verkefni Íslands í héraðinu má skipta í þrjá hluta, lýðheilsuverkefni, menntaverkefni og vatnsveituverkefni. Hluti af lýðheilsuverkefninu er bygging fimm fæðingardeilda til að tryggja betri heilbrigðisþjónustu við verðandi mæður og nýfædd börn þeirra. „Eitt af stærstu vandamálum okkar eru andlát af barnsförum. Á mínu svæði eru þetta líklega um fimmtíu konur á ári, í samanburði við ykkur sem eruð kannski með eitt andlát á tíu ára fresti,“ segir Peno. „Ykkar heilbrigðiskerfi í samanburði við okkar kerfi er eins og svart og hvítt, norður og suður. Þið eruð ljósárum frá okkur þegar kemur að tækni. Eins og staðan er í dag þurfum við að reka heilbrigðisþjónustu í mínu héraði fyrir 500 þúsund bandaríkjadali á ári [57 milljónir íslenskra króna] og það er með öllu sem því fylgir fyrir rúmlega milljón manns.“ Peno hefur kynnt sér íslenska heilbrigðiskerfið síðastliðna daga og hitt yfirlækna og stjórnendur á spítölunum. Hann vonast til að fá töluverða þekkingu sem geti nýst til jákvæðra breytinga í heimalandinu. „Nú er til umræðu að malavískir læknanemar geti komið til Íslands til að öðlast þekkingu og reynslu hér,“ segir Peno. Á því svæði sem Peno stýrir eru um 11 prósent íbúa smituð af HIV. Malaríusmit er einnig algengt en svo hafa lífsstílssjúkdómar á borð við sykursýki og háþrýsting aukist þar að sama skapi. Eftir sem áður er það há dánartíðni mæðra sem veldur hvað mestum áhyggjum. „Á Íslandi mæta konur um tíu sinnum í mæðraeftirlit á meðgöngunni. Hjá okkur bjóðast konum fjórir tímar í mæðraeftirlit en það er ekki vandamálið. Vandamálið er að aðeins sjö prósent kvennanna geta mætt. Það hefur með aðgengi að þjónustunni að gera en einnig hjátrú um að slíkar heimsóknir geti að einhverju leyti skaðað barnið.“ Í heimsókn sinni til Íslands hefur Peno heyrt marga heilbrigðisstarfsmenn kvarta yfir bágum vinnuaðstæðum. „Ég skil að í ykkar huga séuð þið að glíma við vandamál. En frá mínu sjónarhorni eigið þið ekki við nein vandamál að stríða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Malaví Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Sjúkrabílar eru meðal þess sem Peno hefur skoðað hér á landi. Þetta eru malavískar sjúkrabörur sem hengja má aftan á reiðhjól og eru merki um þá frumstæðu tækni sem heilbrigðiskerfið þar ytra þarf að búa við. „Vandamál íslenska heilbrigðiskerfisins eru lúxusvandamál,“ segir William Peno, yfirhéraðslæknir í Mangochi-héraði í Malaví. Héraðið er í samstarfi við íslensk stjórnvöld í gegnum ICEIDA, alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Peno er 29 ára gamall og ábyrgur fyrir allri heilbrigðisþjónustu í héraðinu þar sem búa nærri 1,2 milljónir manna. Stúlkur eiga börn mjög ungar í héraðinu, allt niður í 13 ára gamlar, og eru orðnar margra barna mæður fyrir tvítugt. Verkefni Íslands í héraðinu má skipta í þrjá hluta, lýðheilsuverkefni, menntaverkefni og vatnsveituverkefni. Hluti af lýðheilsuverkefninu er bygging fimm fæðingardeilda til að tryggja betri heilbrigðisþjónustu við verðandi mæður og nýfædd börn þeirra. „Eitt af stærstu vandamálum okkar eru andlát af barnsförum. Á mínu svæði eru þetta líklega um fimmtíu konur á ári, í samanburði við ykkur sem eruð kannski með eitt andlát á tíu ára fresti,“ segir Peno. „Ykkar heilbrigðiskerfi í samanburði við okkar kerfi er eins og svart og hvítt, norður og suður. Þið eruð ljósárum frá okkur þegar kemur að tækni. Eins og staðan er í dag þurfum við að reka heilbrigðisþjónustu í mínu héraði fyrir 500 þúsund bandaríkjadali á ári [57 milljónir íslenskra króna] og það er með öllu sem því fylgir fyrir rúmlega milljón manns.“ Peno hefur kynnt sér íslenska heilbrigðiskerfið síðastliðna daga og hitt yfirlækna og stjórnendur á spítölunum. Hann vonast til að fá töluverða þekkingu sem geti nýst til jákvæðra breytinga í heimalandinu. „Nú er til umræðu að malavískir læknanemar geti komið til Íslands til að öðlast þekkingu og reynslu hér,“ segir Peno. Á því svæði sem Peno stýrir eru um 11 prósent íbúa smituð af HIV. Malaríusmit er einnig algengt en svo hafa lífsstílssjúkdómar á borð við sykursýki og háþrýsting aukist þar að sama skapi. Eftir sem áður er það há dánartíðni mæðra sem veldur hvað mestum áhyggjum. „Á Íslandi mæta konur um tíu sinnum í mæðraeftirlit á meðgöngunni. Hjá okkur bjóðast konum fjórir tímar í mæðraeftirlit en það er ekki vandamálið. Vandamálið er að aðeins sjö prósent kvennanna geta mætt. Það hefur með aðgengi að þjónustunni að gera en einnig hjátrú um að slíkar heimsóknir geti að einhverju leyti skaðað barnið.“ Í heimsókn sinni til Íslands hefur Peno heyrt marga heilbrigðisstarfsmenn kvarta yfir bágum vinnuaðstæðum. „Ég skil að í ykkar huga séuð þið að glíma við vandamál. En frá mínu sjónarhorni eigið þið ekki við nein vandamál að stríða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Malaví Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent