Merki um styrk Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. september 2016 07:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Pálsson gengu úr Sjálfstæðisflokknum til liðs við Viðreisn í vikunni. Þegar fyrrverandi formaður og varaformaður, sem eru hvort af sinni kynslóðinni, finna skoðunum sínum ekki lengur farveg í rótgrónasta stjórnmálaafli landsins eru á ferðinni pólitísk stórtíðindi. Þorgerður Katrín mun leiða lista Viðreisnar í Kraganum, en Þorsteinn hyggst fylgjast með af hliðarlínunni og veita móralskan stuðning ef svo má að orði komast. Röksemdafærsla Þorgerðar Katrínar fyrir vistaskiptunum er áhugaverð. Hún telur að Viðreisn sé vettvangur fyrir frjálslynd viðhorf. Nefnir hún þar áherslur á alþjóðlega samvinnu, þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið og meiri áherslu á heilbrigðis- og velferðarmál. Hún nefnir líka breytingar í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Þorsteinn hefur um árabil verið einarður Evrópusinni – stundum eins og hrópandi í eyðimörkinni í sínum gamla flokki. Þótt Þorsteinn hafi sagt færra en Þorgerður Katrín má draga þá ályktun að hann hafi komist að sambærilegri niðurstöðu. Þeirra stefnumál eiga ekki hljómgrunn innan Sjálfstæðisflokksins, og því sjá þau þann kost vænstan að berjast fyrir þeim á öðrum vettvangi. Viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg. Gamlir flokksfélagar segjast ekki skilja ákvörðun þeirra, aðrir segja þau einskis virði eftir liðhlaupið og enn aðrir saka þau um að taka erlenda hagsmuni fram yfir innlenda, hvað sem það nú þýðir. Í mörgum tilvikum er undirtónninn sá að það sé einhvers konar karakterbrestur, merki um skort á hollustu að skipta um skoðun. Slík viðhorf eru íslenskum stjórnmálum ekki til framdráttar. Stjórnmálaflokkar eru ekki íþróttalið heldur vettvangur til að berjast fyrir skoðunum og hugsjónum. Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson hafa komist að þeirri niðurstöðu að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur réttur vettvangur fyrir þeirra baráttumál. Sjálfstæðismenn þurfa líka að rifja upp að formaður flokksins, menntamálaráðherra og margir fleiri hafa skipt um skoðun í Evrópumálinu. Það er skýrt með breytingum á aðstæðum bæði hérlendis og í Evrópu. Formaðurinn tilgreinir málefnalegar ástæður fyrir sinnaskiptum sínum. Varla verður hann minni maður fyrir vikið? Það þarf hugrekki til að byrja aftur á nýjum vettvangi. Sérstaklega í tilviki Þorgerðar Katrínar. Hún hraktist á sínum tíma úr stjórnmálum vegna fjármála eiginmanns síns. Umfjöllun um þau var oft á tíðum óvægin og ósanngjörn. Sumir halda því fram að karl í hennar stöðu hefði hrist slíka umræðu léttilega af sér – að harðar sé sótt að konum. Í þeim efnum veit Þorgerður Katrín hvað bíður hennar eins og hún komst sjálf að orði. Breski hagfræðingurinn John Maynard Keynes á að hafa sagt eitthvað á þá leið að þegar staðreyndir breyttust, þá breyttist skoðun hans. Þetta er ágæt áminning fyrir íslenska stjórnmálamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Pálsson gengu úr Sjálfstæðisflokknum til liðs við Viðreisn í vikunni. Þegar fyrrverandi formaður og varaformaður, sem eru hvort af sinni kynslóðinni, finna skoðunum sínum ekki lengur farveg í rótgrónasta stjórnmálaafli landsins eru á ferðinni pólitísk stórtíðindi. Þorgerður Katrín mun leiða lista Viðreisnar í Kraganum, en Þorsteinn hyggst fylgjast með af hliðarlínunni og veita móralskan stuðning ef svo má að orði komast. Röksemdafærsla Þorgerðar Katrínar fyrir vistaskiptunum er áhugaverð. Hún telur að Viðreisn sé vettvangur fyrir frjálslynd viðhorf. Nefnir hún þar áherslur á alþjóðlega samvinnu, þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið og meiri áherslu á heilbrigðis- og velferðarmál. Hún nefnir líka breytingar í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Þorsteinn hefur um árabil verið einarður Evrópusinni – stundum eins og hrópandi í eyðimörkinni í sínum gamla flokki. Þótt Þorsteinn hafi sagt færra en Þorgerður Katrín má draga þá ályktun að hann hafi komist að sambærilegri niðurstöðu. Þeirra stefnumál eiga ekki hljómgrunn innan Sjálfstæðisflokksins, og því sjá þau þann kost vænstan að berjast fyrir þeim á öðrum vettvangi. Viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg. Gamlir flokksfélagar segjast ekki skilja ákvörðun þeirra, aðrir segja þau einskis virði eftir liðhlaupið og enn aðrir saka þau um að taka erlenda hagsmuni fram yfir innlenda, hvað sem það nú þýðir. Í mörgum tilvikum er undirtónninn sá að það sé einhvers konar karakterbrestur, merki um skort á hollustu að skipta um skoðun. Slík viðhorf eru íslenskum stjórnmálum ekki til framdráttar. Stjórnmálaflokkar eru ekki íþróttalið heldur vettvangur til að berjast fyrir skoðunum og hugsjónum. Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson hafa komist að þeirri niðurstöðu að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur réttur vettvangur fyrir þeirra baráttumál. Sjálfstæðismenn þurfa líka að rifja upp að formaður flokksins, menntamálaráðherra og margir fleiri hafa skipt um skoðun í Evrópumálinu. Það er skýrt með breytingum á aðstæðum bæði hérlendis og í Evrópu. Formaðurinn tilgreinir málefnalegar ástæður fyrir sinnaskiptum sínum. Varla verður hann minni maður fyrir vikið? Það þarf hugrekki til að byrja aftur á nýjum vettvangi. Sérstaklega í tilviki Þorgerðar Katrínar. Hún hraktist á sínum tíma úr stjórnmálum vegna fjármála eiginmanns síns. Umfjöllun um þau var oft á tíðum óvægin og ósanngjörn. Sumir halda því fram að karl í hennar stöðu hefði hrist slíka umræðu léttilega af sér – að harðar sé sótt að konum. Í þeim efnum veit Þorgerður Katrín hvað bíður hennar eins og hún komst sjálf að orði. Breski hagfræðingurinn John Maynard Keynes á að hafa sagt eitthvað á þá leið að þegar staðreyndir breyttust, þá breyttist skoðun hans. Þetta er ágæt áminning fyrir íslenska stjórnmálamenn.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun