Madden 17: Fínpússun skilar miklu Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2016 20:00 Undanfarin ár hafa Madden leikirnir orðið betri og betri. Að þessu sinni hefur EA Sports haldið striki og Madden NFL 17 er engin undantekning þar á. Breytingarnar á milli leikja eru ekki gífurlega stórar og umfangsmiklar. Þess í stað eru þær smáar og mikilvægar. Eins og í NFL eru það oft smáu hlutirnir sem skila miklu. Leikurinn lítur mög vel út, er skemmtilegur og á tíðum mjög spennandi. Ein af áðurnefndur breytingum er að manni finnst höggin vera raunverulegri og höggin skila sér betur til áhorfenda og spilara.Madden leikirnir eru ekki endilega mjög byrjendavænir og það getur tekið smá tíma að læra á hvernig reglurnar virka og hvernig eigi að spila leikinn almennilega. Þegar spilarar vita hins vegar hvað þeir eru að gera eru fáir keppnisleikir sem eru jafn skemmtilegir og Madden.Ég hef staðið á stofugólfinu heima með blóðbragð í munninum vegna öskra yfir leikjunum. Ég hafði verið langt yfir vini mínum Sólmundi í hálfleik og þrátt fyrir afleitt gengi hafði mér tekist að komast í veg fyrir að hann kæmist yfir mig í seinni hálfleik. Einungis nokkrar sekúndur voru eftir á klukkunni í síðasta fjórðungi leiksins og ég var búinn að reka vin minn að enda vallarins. Sigurinn var í höfn. En nei, vinurinn tók svokallað „Hail Mary“-kerfi þar sem gríparar taka bara sprettinn upp völlinn. Hann kastaði boltanum og við stóðum báðir öskrandi upp. Boltinn var gripinn og vinur minn kom honum í markið. Ég var reiður. Það eru atvik sem þessi sem gera Madden leikina einstaka. Allt sem getur gerst mun á endanum gerast.Nýliðar þurfa ekki að örvænta að byrja að spila leikina þar sem Madden 17 býður upp á umfangsmikið þjálfunarkerfi sem er mjög gott til að koma nýjum spilurum á rétta slóð. Auk þess að læra grunnatriðin er hægt að læra um uppstillingar varna og sókna og hvernig er hægt að lesa út úr þeim.Madden 17 lítur mjög vel út og stundum er nánast erfitt að átta sig á því að maður sé ekki að horfa á raunverulega manneskjur. Eitt af því sem er hvað best við þennan leik er þó hljóðið. Það er einstaklega vel gert. Sérstaklega þegar maður áttar sig á því hve mikið verk það er að gera það vel, þar sem stórir menn skella saman í tonnavís og tugir þúsunda áhorfenda öskra af lífsins kröftum. Svo er lagið Glasshouse með Kaleo í leiknum. Nýir lýsendur voru fengnir fyrir Madden 17. Í hverri viku taka þeir upp nýjar setningar og tala um hvað gerðist í síðustu umferð NFL, þannig að spilarar munu alltaf heyra nýjar línur og nýjar upplýsingar um lið og leikmenn.Hlaup hafa verið betrumbætt í Madden sem og varnarspilun. Í fyrsta sinn í langan tíma finnst mér eins og það sé virkilega betra að taka þátt í vörninni. Á árum áður hef ég yfirleitt látið tölvuna um það, en ekki lengur. Í Madden er einnig hægt að setja sig í hlutverk eiganda liðs, þjálfara, leikmanns, eða þeirra allra. Þar er mögulegt að spila leikina að fullu eða bara miklvæga hluta þeirra og láta tölvuna ákvarða hvernig leikurinn fer. Þar að auki er hægt að láta tölvuna ráða flestu. Franchise gengur út á að byggja upp lið, leikmenn og þjálfara og vinna Superbowl. Yfir heildina litið er Madden frábær leikur. Hann lítur mjög vel út og hljóðið er frábært. Smáar en litlar breytingar hafa gert leikina verulega betri á undanförnum árum og Madden 17 er án efa sá besti hingað til. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Undanfarin ár hafa Madden leikirnir orðið betri og betri. Að þessu sinni hefur EA Sports haldið striki og Madden NFL 17 er engin undantekning þar á. Breytingarnar á milli leikja eru ekki gífurlega stórar og umfangsmiklar. Þess í stað eru þær smáar og mikilvægar. Eins og í NFL eru það oft smáu hlutirnir sem skila miklu. Leikurinn lítur mög vel út, er skemmtilegur og á tíðum mjög spennandi. Ein af áðurnefndur breytingum er að manni finnst höggin vera raunverulegri og höggin skila sér betur til áhorfenda og spilara.Madden leikirnir eru ekki endilega mjög byrjendavænir og það getur tekið smá tíma að læra á hvernig reglurnar virka og hvernig eigi að spila leikinn almennilega. Þegar spilarar vita hins vegar hvað þeir eru að gera eru fáir keppnisleikir sem eru jafn skemmtilegir og Madden.Ég hef staðið á stofugólfinu heima með blóðbragð í munninum vegna öskra yfir leikjunum. Ég hafði verið langt yfir vini mínum Sólmundi í hálfleik og þrátt fyrir afleitt gengi hafði mér tekist að komast í veg fyrir að hann kæmist yfir mig í seinni hálfleik. Einungis nokkrar sekúndur voru eftir á klukkunni í síðasta fjórðungi leiksins og ég var búinn að reka vin minn að enda vallarins. Sigurinn var í höfn. En nei, vinurinn tók svokallað „Hail Mary“-kerfi þar sem gríparar taka bara sprettinn upp völlinn. Hann kastaði boltanum og við stóðum báðir öskrandi upp. Boltinn var gripinn og vinur minn kom honum í markið. Ég var reiður. Það eru atvik sem þessi sem gera Madden leikina einstaka. Allt sem getur gerst mun á endanum gerast.Nýliðar þurfa ekki að örvænta að byrja að spila leikina þar sem Madden 17 býður upp á umfangsmikið þjálfunarkerfi sem er mjög gott til að koma nýjum spilurum á rétta slóð. Auk þess að læra grunnatriðin er hægt að læra um uppstillingar varna og sókna og hvernig er hægt að lesa út úr þeim.Madden 17 lítur mjög vel út og stundum er nánast erfitt að átta sig á því að maður sé ekki að horfa á raunverulega manneskjur. Eitt af því sem er hvað best við þennan leik er þó hljóðið. Það er einstaklega vel gert. Sérstaklega þegar maður áttar sig á því hve mikið verk það er að gera það vel, þar sem stórir menn skella saman í tonnavís og tugir þúsunda áhorfenda öskra af lífsins kröftum. Svo er lagið Glasshouse með Kaleo í leiknum. Nýir lýsendur voru fengnir fyrir Madden 17. Í hverri viku taka þeir upp nýjar setningar og tala um hvað gerðist í síðustu umferð NFL, þannig að spilarar munu alltaf heyra nýjar línur og nýjar upplýsingar um lið og leikmenn.Hlaup hafa verið betrumbætt í Madden sem og varnarspilun. Í fyrsta sinn í langan tíma finnst mér eins og það sé virkilega betra að taka þátt í vörninni. Á árum áður hef ég yfirleitt látið tölvuna um það, en ekki lengur. Í Madden er einnig hægt að setja sig í hlutverk eiganda liðs, þjálfara, leikmanns, eða þeirra allra. Þar er mögulegt að spila leikina að fullu eða bara miklvæga hluta þeirra og láta tölvuna ákvarða hvernig leikurinn fer. Þar að auki er hægt að láta tölvuna ráða flestu. Franchise gengur út á að byggja upp lið, leikmenn og þjálfara og vinna Superbowl. Yfir heildina litið er Madden frábær leikur. Hann lítur mjög vel út og hljóðið er frábært. Smáar en litlar breytingar hafa gert leikina verulega betri á undanförnum árum og Madden 17 er án efa sá besti hingað til.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira