Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. september 2016 10:44 Svikalogn ríkir nú fyrir komandi Flokksþing þar sem bræður munu berjast. Mikil barátta fer hins vegar fram bak við tjöldin og á öllum póstum. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokks, sem lýst hefur yfir eindregnum stuðningi við Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra í komandi formannsslag við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins, er ósáttur við hvernig hans maður er leikinn í dagskrá sem fyrirliggjandi er hvað varðar Flokksþing sem haldið verður nú um helgina. „Þegar tæpir tveir sólarhringar eru til flokksþings Framsóknarflokksins hljóðar dagskrá þingsins þannig að Sigmundi Davíð er ætluð klukkustund til ræðuhalda en Sigurði Inga ekki svo mikið sem ein mínúta. Enn er tími til að gera breytingu þannig að sanngirnis sé gætt,“ segir Karl, heldur óhress á Facebooksíðu sinni. Vísir hefur fjallað ítarlega um flokkadrætti innan Framsóknarflokks og undanfarna daga hefur verið svikalogn á undan þeim stormi sem fyrirsjáanlegur er. Bræður munu berjast og gengur klofningur inn í fjölskyldur. Og samkvæmt Karli er allra bragða neytt. Greint var frá þessu fyrirkomulagi fyrir nokkru, áður en framboð Sigurðar Inga lá fyrir og svo virðist sem engar breytingar hafi verið gerðar, þrátt fyrir þá stöðu sem upp er komin. Nýlegar kannanir leiða í ljós að svo virðist sem Sigmundur Davíð njóti meiri stuðnings innan Framsóknarflokksins heldur en Sigurður Ingi. En, þegar litið er til almennra kjósenda virðast þeir líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn verði Sigurður Ingi í brúnni í stað Sigmundar Davíðs. Annars vegar er um að ræða könnun sem stuðningsmenn Sigurðar Inga létu gera fyrir sig og greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Og hins vegar könnun sem Viðskiptablaðið lét framkvæma. Samkvæmt heimildum Vísis óttast ýmsir áhrifamenn innan Framsóknarflokksins að verði Sigmundur Davíð eftir sem áður formaður flokksins muni hann óhjákvæmilega eiga erfiðara með að komast í ríkisstjórn en ella. Er þetta augljóslega rakið til þess að Sigurður Ingi er fráleitt eins herskár út á við og Sigmundur Davíð. Ástandið í flokknum er afar viðkvæmt og sýnir sig ef til vill best í því að hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð hafa í þessari viku tjáð sig opinberlega um komandi flokksþing. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokks, sem lýst hefur yfir eindregnum stuðningi við Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra í komandi formannsslag við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins, er ósáttur við hvernig hans maður er leikinn í dagskrá sem fyrirliggjandi er hvað varðar Flokksþing sem haldið verður nú um helgina. „Þegar tæpir tveir sólarhringar eru til flokksþings Framsóknarflokksins hljóðar dagskrá þingsins þannig að Sigmundi Davíð er ætluð klukkustund til ræðuhalda en Sigurði Inga ekki svo mikið sem ein mínúta. Enn er tími til að gera breytingu þannig að sanngirnis sé gætt,“ segir Karl, heldur óhress á Facebooksíðu sinni. Vísir hefur fjallað ítarlega um flokkadrætti innan Framsóknarflokks og undanfarna daga hefur verið svikalogn á undan þeim stormi sem fyrirsjáanlegur er. Bræður munu berjast og gengur klofningur inn í fjölskyldur. Og samkvæmt Karli er allra bragða neytt. Greint var frá þessu fyrirkomulagi fyrir nokkru, áður en framboð Sigurðar Inga lá fyrir og svo virðist sem engar breytingar hafi verið gerðar, þrátt fyrir þá stöðu sem upp er komin. Nýlegar kannanir leiða í ljós að svo virðist sem Sigmundur Davíð njóti meiri stuðnings innan Framsóknarflokksins heldur en Sigurður Ingi. En, þegar litið er til almennra kjósenda virðast þeir líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn verði Sigurður Ingi í brúnni í stað Sigmundar Davíðs. Annars vegar er um að ræða könnun sem stuðningsmenn Sigurðar Inga létu gera fyrir sig og greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Og hins vegar könnun sem Viðskiptablaðið lét framkvæma. Samkvæmt heimildum Vísis óttast ýmsir áhrifamenn innan Framsóknarflokksins að verði Sigmundur Davíð eftir sem áður formaður flokksins muni hann óhjákvæmilega eiga erfiðara með að komast í ríkisstjórn en ella. Er þetta augljóslega rakið til þess að Sigurður Ingi er fráleitt eins herskár út á við og Sigmundur Davíð. Ástandið í flokknum er afar viðkvæmt og sýnir sig ef til vill best í því að hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð hafa í þessari viku tjáð sig opinberlega um komandi flokksþing.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16