Pressan er á bandaríska liðinu í Ryder-bikarnum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2016 06:00 Þó að Evrópa sé á útivelli er Norður-Írinn Rory McIlroy vinsæll hjá Bandaríkjamönnum og var mikið að gera í áritunum hjá honum í gær. vísir/getty Baráttan um Ryder-bikarinn fer fram á Hazeltine-golfvellinum í Minneapolis um helgina. Það er mikil pressa á Bandaríkjamönnum á heimavelli. Evrópa hefur unnið síðustu þrjár keppnir um bikarinn eftirsótta og Bandaríkjamenn munu ekki sætta sig við enn eitt tapið. Þeir hafa tapað sex af síðustu sjö. Sérstaklega í ljósi þess að þeirra lið er mun sterkara á pappírnum góða og Evrópa mætir til leiks með heila sex nýliða. Þetta skemmtilega golfmót er nefnt eftir enska kaupsýslumanninum Samuel Ryder sem gaf bikarinn góða sem keppt hefur verið um síðan 1927. Þetta mót er eins og Ólympíuleikarnir fyrir kylfinga, og margir þeirra nenntu ekki til Ríó, því enginn kylfingur fær greitt fyrir þátttöku á þessu móti. Tiger Woods verður ekki í liði Bandaríkjanna að þessu sinni enda búinn að vera fjarverandi lengi vegna meiðsla. Hann verður þó á staðnum sem varafyrirliði liðsins. Tiger verður í því að peppa menn upp. Þessi ótrúlegi kylfingur á árum áður virðist taka sínu nýja hlutverki af auðmýkt. Hann reyndi að lauma sér inn á liðsmyndatöku liðsins og fór ekki fyrr en ljósmyndarinn bað hann í annað sinn um að fara. Allt liðið hló hressilega að þessu uppátæki Tigers. „Ég er svo ánægður með að sjá hversu vel undirbúinn og tilbúinn hann er í þetta. Við höfum átt frábær samtöl og hann er mjög nákvæmur í öllu. Ég er mjög hrifinn af því sem hann hefur verið að gera,“ sagði Phil Mickelson sem er að taka þátt í Ryder-bikarnum ellefta mótið í röð. Bara nærvera Tigers mun hjálpa bandaríska liðinu mikið, segir Skotinn Colin Montgomerie sem var fyrirliði evrópska liðsins árið 2010. „Það verður erfitt fyrir nýliðana okkar að sjá hann standa þarna á vellinum. Áhorfendur verða að kalla nafn hans og það er mikil nærvera af honum sem hefur jákvæð áhrif fyrir bandaríska liðið,“ sagði Montgomerie.graf/fréttablaðiðStærsta stjarna Evrópu er Rory McIlroy og hann vill vinna bikarinn fyrir fyrirliða liðsins, Darren Clarke. Þeir eru báðir frá Norður-Írlandi og Clarke var átrúnaðargoð McIlroy er hann var að alast upp. Draumurinn rættist síðan er hann hitti Clarke á tíu ára afmæli sínu. Þeir hafa haldið sambandi og verið vinir síðan. „Ég hef alltaf viljað vinna fyrir fyrirliðann en aldrei eins mikið og nú því Darren er fyrirliði og samband okkar hefur alltaf verið frábært,“ sagði McIlroy sem hefur aldrei tapað í Ryder-bikarnum. „Ég man að Darren sagði við mig á tíu ára afmælinu að ég yrði að æfa og æfa. Ég hef aldrei gleymt þeim degi og minningar frá honum eru mér ofarlega í huga þessa dagana. Eins og áður segir er leikið á hinum skemmtilega Hazeltine-velli en þetta er í fyrsta skipti sem Ryderinn er spilaður þar. Völlurinn er par 71 og var opnaður árið 1962. Hann er mjög langur og hentar því högglengri kylfingum. Þrjár par 5 holur eru yfir 550 metra langar. Aðalhola vallarins er 16. holan en mörgum kylfingum finnst hún vera erfiðasta par 4 hola í heimi. Upphafshöggið þarf að fara 220 metra yfir vatn. Flötinni hallar síðan í allar áttir. Uppstillingu vallarins hefur aðeins verið breytt og 16. holan er því 7. holan á þessu móti. Mótið verður sett í kvöld og hefst síðan í hádeginu á föstudag. Golfstöðin mun sýna beint frá mótinu alla keppnisdagana. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Baráttan um Ryder-bikarinn fer fram á Hazeltine-golfvellinum í Minneapolis um helgina. Það er mikil pressa á Bandaríkjamönnum á heimavelli. Evrópa hefur unnið síðustu þrjár keppnir um bikarinn eftirsótta og Bandaríkjamenn munu ekki sætta sig við enn eitt tapið. Þeir hafa tapað sex af síðustu sjö. Sérstaklega í ljósi þess að þeirra lið er mun sterkara á pappírnum góða og Evrópa mætir til leiks með heila sex nýliða. Þetta skemmtilega golfmót er nefnt eftir enska kaupsýslumanninum Samuel Ryder sem gaf bikarinn góða sem keppt hefur verið um síðan 1927. Þetta mót er eins og Ólympíuleikarnir fyrir kylfinga, og margir þeirra nenntu ekki til Ríó, því enginn kylfingur fær greitt fyrir þátttöku á þessu móti. Tiger Woods verður ekki í liði Bandaríkjanna að þessu sinni enda búinn að vera fjarverandi lengi vegna meiðsla. Hann verður þó á staðnum sem varafyrirliði liðsins. Tiger verður í því að peppa menn upp. Þessi ótrúlegi kylfingur á árum áður virðist taka sínu nýja hlutverki af auðmýkt. Hann reyndi að lauma sér inn á liðsmyndatöku liðsins og fór ekki fyrr en ljósmyndarinn bað hann í annað sinn um að fara. Allt liðið hló hressilega að þessu uppátæki Tigers. „Ég er svo ánægður með að sjá hversu vel undirbúinn og tilbúinn hann er í þetta. Við höfum átt frábær samtöl og hann er mjög nákvæmur í öllu. Ég er mjög hrifinn af því sem hann hefur verið að gera,“ sagði Phil Mickelson sem er að taka þátt í Ryder-bikarnum ellefta mótið í röð. Bara nærvera Tigers mun hjálpa bandaríska liðinu mikið, segir Skotinn Colin Montgomerie sem var fyrirliði evrópska liðsins árið 2010. „Það verður erfitt fyrir nýliðana okkar að sjá hann standa þarna á vellinum. Áhorfendur verða að kalla nafn hans og það er mikil nærvera af honum sem hefur jákvæð áhrif fyrir bandaríska liðið,“ sagði Montgomerie.graf/fréttablaðiðStærsta stjarna Evrópu er Rory McIlroy og hann vill vinna bikarinn fyrir fyrirliða liðsins, Darren Clarke. Þeir eru báðir frá Norður-Írlandi og Clarke var átrúnaðargoð McIlroy er hann var að alast upp. Draumurinn rættist síðan er hann hitti Clarke á tíu ára afmæli sínu. Þeir hafa haldið sambandi og verið vinir síðan. „Ég hef alltaf viljað vinna fyrir fyrirliðann en aldrei eins mikið og nú því Darren er fyrirliði og samband okkar hefur alltaf verið frábært,“ sagði McIlroy sem hefur aldrei tapað í Ryder-bikarnum. „Ég man að Darren sagði við mig á tíu ára afmælinu að ég yrði að æfa og æfa. Ég hef aldrei gleymt þeim degi og minningar frá honum eru mér ofarlega í huga þessa dagana. Eins og áður segir er leikið á hinum skemmtilega Hazeltine-velli en þetta er í fyrsta skipti sem Ryderinn er spilaður þar. Völlurinn er par 71 og var opnaður árið 1962. Hann er mjög langur og hentar því högglengri kylfingum. Þrjár par 5 holur eru yfir 550 metra langar. Aðalhola vallarins er 16. holan en mörgum kylfingum finnst hún vera erfiðasta par 4 hola í heimi. Upphafshöggið þarf að fara 220 metra yfir vatn. Flötinni hallar síðan í allar áttir. Uppstillingu vallarins hefur aðeins verið breytt og 16. holan er því 7. holan á þessu móti. Mótið verður sett í kvöld og hefst síðan í hádeginu á föstudag. Golfstöðin mun sýna beint frá mótinu alla keppnisdagana.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira