Ríkisábyrgð er ríkisframkvæmd Hafliði Helgason skrifar 28. september 2016 07:00 Göngin undir Vaðlaheiði eru vafalítið mikil samgöngubót fyrir þá sem búa í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Víkurskarð getur verið hvimleiður farartálmi að vetri og því má vel skilja ákafa heimamanna á svæðinu að bora göng undir heiðina. Alþingi samþykkir vegaáætlun og gangagerð er forgangsraðað í henni. Önnur göng voru framar í þeirri forgangsröð en hugmyndaríkum mönnum með stuðningi þingmanna kjördæmisins datt í huga að setja göngin í einkaframkvæmd. Góð reynsla var af Hvalfjarðargöngunum, en sá galli var á gjöf Njarðar að lánveitendur mátu áhættu af verkefninu með þeim hætti að fjármagnskostnaður myndi draga verkefnið niður fyrir ásættanlega arðsemi. Nú voru góð ráð dýr og með harðfylgi tókst mönnum að fá ríkisábyrgð á framkvæmdina. Hér í blaðinu í dag kemur fram að tafir og aukinn kostnaður hafa leitt til þess að nú vantar um tvo og hálfan milljarð í viðbót til að ljúka verkinu. Nú er í aðdraganda kosninga biðlað til ríkisins að leggja til þá fjármuni sem á vantar. Þegar ríkisábyrgð var samþykkt vegna ganganna var látið að því liggja að slík ábyrgð leiddi ekki af sér neinn raunverulegan kostnað. Mótbárur og gild rök fyrir því að skattpeningar væru raunverulega að fara í göngin þóttu fremur léttvæg Niðurstaðan af þessu brölti öllu er að allar líkur eru á því að kostnaður falli á ríkið vegna þeirra. Ábyrgð ríkisins er raunverulegt framlag til ganganna og með því að fara þá leið sem farin var tókst áhugamönnum um þessi göng að smygla þeim fram fyrir á vegaáætlun. Þegar lánveitendur og fjárfestar leggja fé til framkvæmda eru hafðir til grundvallar áhættulausir vextir og síðan er bætt við álagi ofan á það sem kemur til vegna mats á áhættu framkvæmdarinnar. Það má svo deila um hvort það mat er rétt eða rangt. Ef það er rangt og áhættan er meiri, þá hafa fjárfestar og lánardrottnar tapað sem því nemur. Ríkisábyrgð felur það í sér að skattborgarar taka hluta áhættunnar á sig sem nemur því álagi sem fjárfestar og lánveitendur hefðu annars borið. Í staðinn á að greiða ríkisábyrgðargjald sem er lægra en áhættan sem ríkið tekur á sig. Nú stefnir í að göng sem áttu að kosta 8,7 milljarða munu kosta milli 13 og 14 milljarða. Hugsanlegt er að tekjur vegna aukins ferðamannastraums lagi stöðuna eitthvað. Það er þó ekki víst, enda ekki tiltökumál að keyra Víkurskarð að sumri. Eftir stendur að einkaframkvæmdin er orðin ríkisframkvæmd og reikningurinn sendur á skattborgara og farið var fram hjá eðlilegri forgangsröðun við ákvörðun um gangagerðina. Vaðlaheiðargöng ættu að vera víti til varnaðar, næst þegar stjórnmálamenn vilja veita slíka ábyrgð og reyna að halda því fram að hún kosti ekki neitt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Göngin undir Vaðlaheiði eru vafalítið mikil samgöngubót fyrir þá sem búa í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Víkurskarð getur verið hvimleiður farartálmi að vetri og því má vel skilja ákafa heimamanna á svæðinu að bora göng undir heiðina. Alþingi samþykkir vegaáætlun og gangagerð er forgangsraðað í henni. Önnur göng voru framar í þeirri forgangsröð en hugmyndaríkum mönnum með stuðningi þingmanna kjördæmisins datt í huga að setja göngin í einkaframkvæmd. Góð reynsla var af Hvalfjarðargöngunum, en sá galli var á gjöf Njarðar að lánveitendur mátu áhættu af verkefninu með þeim hætti að fjármagnskostnaður myndi draga verkefnið niður fyrir ásættanlega arðsemi. Nú voru góð ráð dýr og með harðfylgi tókst mönnum að fá ríkisábyrgð á framkvæmdina. Hér í blaðinu í dag kemur fram að tafir og aukinn kostnaður hafa leitt til þess að nú vantar um tvo og hálfan milljarð í viðbót til að ljúka verkinu. Nú er í aðdraganda kosninga biðlað til ríkisins að leggja til þá fjármuni sem á vantar. Þegar ríkisábyrgð var samþykkt vegna ganganna var látið að því liggja að slík ábyrgð leiddi ekki af sér neinn raunverulegan kostnað. Mótbárur og gild rök fyrir því að skattpeningar væru raunverulega að fara í göngin þóttu fremur léttvæg Niðurstaðan af þessu brölti öllu er að allar líkur eru á því að kostnaður falli á ríkið vegna þeirra. Ábyrgð ríkisins er raunverulegt framlag til ganganna og með því að fara þá leið sem farin var tókst áhugamönnum um þessi göng að smygla þeim fram fyrir á vegaáætlun. Þegar lánveitendur og fjárfestar leggja fé til framkvæmda eru hafðir til grundvallar áhættulausir vextir og síðan er bætt við álagi ofan á það sem kemur til vegna mats á áhættu framkvæmdarinnar. Það má svo deila um hvort það mat er rétt eða rangt. Ef það er rangt og áhættan er meiri, þá hafa fjárfestar og lánardrottnar tapað sem því nemur. Ríkisábyrgð felur það í sér að skattborgarar taka hluta áhættunnar á sig sem nemur því álagi sem fjárfestar og lánveitendur hefðu annars borið. Í staðinn á að greiða ríkisábyrgðargjald sem er lægra en áhættan sem ríkið tekur á sig. Nú stefnir í að göng sem áttu að kosta 8,7 milljarða munu kosta milli 13 og 14 milljarða. Hugsanlegt er að tekjur vegna aukins ferðamannastraums lagi stöðuna eitthvað. Það er þó ekki víst, enda ekki tiltökumál að keyra Víkurskarð að sumri. Eftir stendur að einkaframkvæmdin er orðin ríkisframkvæmd og reikningurinn sendur á skattborgara og farið var fram hjá eðlilegri forgangsröðun við ákvörðun um gangagerðina. Vaðlaheiðargöng ættu að vera víti til varnaðar, næst þegar stjórnmálamenn vilja veita slíka ábyrgð og reyna að halda því fram að hún kosti ekki neitt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun