Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. september 2016 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærstur í nýrri könnun fréttastofu 365. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 34,6 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudaginn. Hann er þar með stærsti flokkurinn af þeim sem bjóða fram í kosningunum 29. október næstkomandi. Flokkurinn bætir við sig 7,2 prósentustigum frá könnun sem gerð var dagana 6. og 7. september síðastliðinn. „Þetta er ánægjuleg vísbending um að við getum fengið góða kosningu í haust. Fylgiskannanir eru hins vegar mjög misvísandi þessa dagana þannig að maður tekur öllu með fyrirvara. En ég gleðst yfir góðri könnun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Næstir koma Píratar með 19,9 prósenta fylgi og hafa þeir tapað tæpum tíu prósentustigum frá könnuninni í byrjun september. Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn eru jafn stórir, VG með 12,9 prósent fylgi en Framsókn með 12,6 prósent. Fylgi Vinstri grænna er svipað og það var í fyrri könnun en Framsóknarflokkurinn mældist með 10,8 prósent í þeirri könnun. Tölurnar benda því til þess að Framsóknarflokkurinn bæti við sig fylgi, þótt munurinn sé innan vikmarka (vikmörk 2,3%). Þessi þróun kemur Karli Garðarssyni þingmanni ekki á óvart, þótt gustað hafi um flokkinn að undanförnu. „Ég held að umtal um flokka geti verið í vissum tilfellum jákvætt fyrir þá þó að umtalið sé kannski ekki á jákvæðum nótum, þannig að það kemur mér ekki á óvart að fylgið fari upp,“ segir Karl. Hann hafi verið sannfærður um það að næsta könnun sem yrði birt myndi sýna breytingar á fylgi Framsóknarflokksins vegna þess að flokkurinn sé búinn að vera það lengi í sviðsljósinu. „Það er nokkuð ljóst að flokkurinn sem slíkur er með sterka málefnastöðu og hann mun sækja mjög í sig veðrið eftir formannskjör, hvernig sem það verður,“ segir Karl. Hann segir raunhæft að gera ráð fyrir að Framsóknarflokkurinn fái 15-18 prósenta fylgi. Fylgi Viðreisnar mælist 7,3 prósent í nýju könnuninni og fylgi Samfylkingarinnar 5,9 prósent. Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis eru sumpart ólíkar niðurstöðum könnunar MMR, sem birt var í gær. Sú könnun sýndi Sjálfstæðisflokkinn með 20,6 prósenta fylgi og Pírata 21,6 prósent. Þá mældust Viðreisn og Samfylkingin mun sterkari í könnun MMR. Aðferðafræðin milli kannananna er hins vegar ólík. Könnun MMR er gerð yfir lengri tíma, dagana 20.–26. september. Könnun Fréttablaðsins var gerð 26. september. Fyrstu sjónvarpskappræðum stjórnmálaleiðtoganna í sjónvarpi var því lokið þegar byrjað var að framkvæma könnun Fréttablaðsins. Þá var öll könnun Fréttablaðsins gerð þann dag sem eldhúsdagsumræður voru. Líkt og könnunin í september, bendir nýja könnunin til þess að margir eigi enn eftir að ákveða sig. Aðeins 51,5 prósent svarenda taka afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 34,6 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudaginn. Hann er þar með stærsti flokkurinn af þeim sem bjóða fram í kosningunum 29. október næstkomandi. Flokkurinn bætir við sig 7,2 prósentustigum frá könnun sem gerð var dagana 6. og 7. september síðastliðinn. „Þetta er ánægjuleg vísbending um að við getum fengið góða kosningu í haust. Fylgiskannanir eru hins vegar mjög misvísandi þessa dagana þannig að maður tekur öllu með fyrirvara. En ég gleðst yfir góðri könnun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Næstir koma Píratar með 19,9 prósenta fylgi og hafa þeir tapað tæpum tíu prósentustigum frá könnuninni í byrjun september. Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn eru jafn stórir, VG með 12,9 prósent fylgi en Framsókn með 12,6 prósent. Fylgi Vinstri grænna er svipað og það var í fyrri könnun en Framsóknarflokkurinn mældist með 10,8 prósent í þeirri könnun. Tölurnar benda því til þess að Framsóknarflokkurinn bæti við sig fylgi, þótt munurinn sé innan vikmarka (vikmörk 2,3%). Þessi þróun kemur Karli Garðarssyni þingmanni ekki á óvart, þótt gustað hafi um flokkinn að undanförnu. „Ég held að umtal um flokka geti verið í vissum tilfellum jákvætt fyrir þá þó að umtalið sé kannski ekki á jákvæðum nótum, þannig að það kemur mér ekki á óvart að fylgið fari upp,“ segir Karl. Hann hafi verið sannfærður um það að næsta könnun sem yrði birt myndi sýna breytingar á fylgi Framsóknarflokksins vegna þess að flokkurinn sé búinn að vera það lengi í sviðsljósinu. „Það er nokkuð ljóst að flokkurinn sem slíkur er með sterka málefnastöðu og hann mun sækja mjög í sig veðrið eftir formannskjör, hvernig sem það verður,“ segir Karl. Hann segir raunhæft að gera ráð fyrir að Framsóknarflokkurinn fái 15-18 prósenta fylgi. Fylgi Viðreisnar mælist 7,3 prósent í nýju könnuninni og fylgi Samfylkingarinnar 5,9 prósent. Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis eru sumpart ólíkar niðurstöðum könnunar MMR, sem birt var í gær. Sú könnun sýndi Sjálfstæðisflokkinn með 20,6 prósenta fylgi og Pírata 21,6 prósent. Þá mældust Viðreisn og Samfylkingin mun sterkari í könnun MMR. Aðferðafræðin milli kannananna er hins vegar ólík. Könnun MMR er gerð yfir lengri tíma, dagana 20.–26. september. Könnun Fréttablaðsins var gerð 26. september. Fyrstu sjónvarpskappræðum stjórnmálaleiðtoganna í sjónvarpi var því lokið þegar byrjað var að framkvæma könnun Fréttablaðsins. Þá var öll könnun Fréttablaðsins gerð þann dag sem eldhúsdagsumræður voru. Líkt og könnunin í september, bendir nýja könnunin til þess að margir eigi enn eftir að ákveða sig. Aðeins 51,5 prósent svarenda taka afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira