Smári McCarthy um myndskeiðið: „Réttmæt gagnrýni því ég tala eins og vitleysingur” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2016 17:49 Smári McCarthy, einn af stofnendum Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi, segir ummæli sín um atvinnuleysi hafa verið mistök. Sex ára gamalt myndskeið þar sem Smári segist vilja sjá atvinnuleysi í 40 til 50 prósentum hefur verið í dreifingu um netið að undanförnu. Smári segist ekki hafa komið orðum sínum nægilega vel frá sér og að sú gagnrýni sem hann hafi fengið sé réttmæt. „Það sem ég var að tala um þarna var í rauninni tvennt. Annars vegar það að fólk ætti að geta unnið miklu minna í dag. Þá meina ég ekki að einhver stór hluti af samfélaginu geti verið atvinnulaus heldur frekar að fólk geti dregið úr vinnunni sinni. […]Svo er hitt að það á ekki að koma til launaskerðingar heldur þvert á móti. Meirihluti af arðinum í samfélaginu á að geta farið til almennings. Þess vegna höfum við talað mikið um þessi borgaralaun og þess háttar,” segir Smári í Reykjavík síðdegis. Í myndbandinu segir Smári:„Við erum hér að stefna á 40-50 prósent atvinnuleysi sem yrði bara frábært. Svo lengi sem fólk geti lifað mannsæmandi lífi með einhvers konar framfærslu.” Smári tekur fram í viðtali við Reykjavík síðdegis að þessi ummæli hafi verið látin falla þremur árum áður en Píratar urðu að stjórnmálaflokki. Umrætt myndband hafi reglulega farið á flakk undanfarin ár. Hann segir ákveðinn hóp fólks koma myndbandinu í dreifingu til þess eins að koma höggi á sig. „Menn gera mistök og þetta var asnalega orðað hjá mér, ég viðurkenni það fúslega. En það er rosalega merkilegt að þetta myndband fer alltaf í dreifingu þegar það er verið að reyna að koma einhverju höggi á mig. Þetta er vissulega réttmæt gagnrýni því ég tala eins og vitleysingur þarna en ég vona allavega að ég nái að svara vel fyrir og í rauninni frábært að fá að tala um þessa stóri hluti, því þetta er ekki eitthvað sem kemur upp í hefðbundinni pólitískri umræðu,” segir hann. Hlusta má á viðtalið við Smára í spilaranum hér fyrir ofan, en umrætt myndband er hér fyrir neðan. X16 Suður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Smári McCarthy, einn af stofnendum Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi, segir ummæli sín um atvinnuleysi hafa verið mistök. Sex ára gamalt myndskeið þar sem Smári segist vilja sjá atvinnuleysi í 40 til 50 prósentum hefur verið í dreifingu um netið að undanförnu. Smári segist ekki hafa komið orðum sínum nægilega vel frá sér og að sú gagnrýni sem hann hafi fengið sé réttmæt. „Það sem ég var að tala um þarna var í rauninni tvennt. Annars vegar það að fólk ætti að geta unnið miklu minna í dag. Þá meina ég ekki að einhver stór hluti af samfélaginu geti verið atvinnulaus heldur frekar að fólk geti dregið úr vinnunni sinni. […]Svo er hitt að það á ekki að koma til launaskerðingar heldur þvert á móti. Meirihluti af arðinum í samfélaginu á að geta farið til almennings. Þess vegna höfum við talað mikið um þessi borgaralaun og þess háttar,” segir Smári í Reykjavík síðdegis. Í myndbandinu segir Smári:„Við erum hér að stefna á 40-50 prósent atvinnuleysi sem yrði bara frábært. Svo lengi sem fólk geti lifað mannsæmandi lífi með einhvers konar framfærslu.” Smári tekur fram í viðtali við Reykjavík síðdegis að þessi ummæli hafi verið látin falla þremur árum áður en Píratar urðu að stjórnmálaflokki. Umrætt myndband hafi reglulega farið á flakk undanfarin ár. Hann segir ákveðinn hóp fólks koma myndbandinu í dreifingu til þess eins að koma höggi á sig. „Menn gera mistök og þetta var asnalega orðað hjá mér, ég viðurkenni það fúslega. En það er rosalega merkilegt að þetta myndband fer alltaf í dreifingu þegar það er verið að reyna að koma einhverju höggi á mig. Þetta er vissulega réttmæt gagnrýni því ég tala eins og vitleysingur þarna en ég vona allavega að ég nái að svara vel fyrir og í rauninni frábært að fá að tala um þessa stóri hluti, því þetta er ekki eitthvað sem kemur upp í hefðbundinni pólitískri umræðu,” segir hann. Hlusta má á viðtalið við Smára í spilaranum hér fyrir ofan, en umrætt myndband er hér fyrir neðan.
X16 Suður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent