Innlent

Könnun MMR: Píratar og Sjálfstæðismenn tapa fylgi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Nú mælast Píratar með 21,6% og Sjálfstæðisflokkur með 20,6 prósent.
Nú mælast Píratar með 21,6% og Sjálfstæðisflokkur með 20,6 prósent. Myndvinnsla/Garðar
Píratar og Sjálfstæðisflokkkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og Sjálfstæðisflokkur með 20,6 prósent.

Viðreisn mælist með 12,3% og er það mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með hingað til. Fylgi Vinstri grænna mælist 11,5%, Samfylking mælist með 9,3% og þá mælist Framsóknarflokkurinn með 12,2%.

Björt framtíð mælist með 4,9% sem er hæsta mæling síðan í könnun sem lauk 20. maí, en flokkurinn mældist með 4,5% fylgi í könnun sem lauk þann 29. ágúst.

Fylgi annarra flokka mældist um og undir 2%

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 31,5% sem er lægsta mæling síðan í apríl, þegar stuðningur við ríkisstjórnina mældist 26%.

Nánar á vef MMR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×