Útlit fyrir að þinglokum verði frestað 26. september 2016 19:15 Útlit er fyrir að þinglok verði ekki fyrr en í næstu viku. Þingflokssformaður Pírata segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu við þinglok og segir ljóst að fresti stjórnarflokkarnir þinglokum komi þingið til með að enda illa. Formaður Vinstri grænna segir að ríkisstjórnin verði að horfast í augu við að tíminn sé á þrotum. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld en starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir þinglokum á fimmtudag. Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. Þingflokksformenn allra flokka á hittust í morgun þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, óskaði eftir því að starfsáætlun þingsins yrði breytt þar sem tíminn væri orðinn of knappur til að klára mikilvæg mál fyrir fimmtudag. Þingfundir þyrftu því að fara fram í næstu viku. Engin ákvörðun var þó tekin um frestun þingloka. „Það eru auðvitað þeir til sem telja þetta raunhæft en við viljum ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana en þetta verður allt saman þyngra með hverjum deginum sem líður“. Segir Einar K. Guðfinnsson. Birgitta Jónsdóttir, þingflokssformaður Pírata, segir stjórnarandstöðuna ætla að leggja hart að forseta þingsins engu verði breytt. „Ég geri ráð fyrir því að það verði jafnvel þing í næstu viku ef okkur tekst ekki að fá forystumenn ríkisstjórnarinnar til að átta sig á því að þá endar þingið illa. Þá verða harðar baráttur um að tryggja að mál sem ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að klára eða eru ekki nægjanlega vel unnin, fari ekki hér í gegn.“ Segir Birgitta. Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir augljóst að klára þurfi fjáraukaklög, haftalögin og segist telja að mikill vilji sé fyrir því í samfélaginu að lög um almannatryggingar verði einnig kláruð. „Og ýmis önnur mál sem eru langt komin og sjálfsagt að ljúka. Það lítur út fyrir það að við náum ekki að klára þetta á fimmtudaginn. Þá er ekkert annað að gera en halda áfram.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir ljóst að ekki verði hægt að ljúka öllum málunum. „Ríkisstjórnin verður að horfast í augu við að tíminn er búinn. Það er ekki tími til að setja hér endalast ný mál inn í þingið.“ Segir Katrín Jakobsdóttir. Eldhúsdagsumræðurnar fara fram í kvöld á Alþingi en þar vekur athygli að hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, né Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, koma til með að tala fyrir hönd flokksins heldur mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir flytja framsöguræðu Framsóknarflokksins. Kosningar 2016 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Útlit er fyrir að þinglok verði ekki fyrr en í næstu viku. Þingflokssformaður Pírata segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu við þinglok og segir ljóst að fresti stjórnarflokkarnir þinglokum komi þingið til með að enda illa. Formaður Vinstri grænna segir að ríkisstjórnin verði að horfast í augu við að tíminn sé á þrotum. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld en starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir þinglokum á fimmtudag. Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. Þingflokksformenn allra flokka á hittust í morgun þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, óskaði eftir því að starfsáætlun þingsins yrði breytt þar sem tíminn væri orðinn of knappur til að klára mikilvæg mál fyrir fimmtudag. Þingfundir þyrftu því að fara fram í næstu viku. Engin ákvörðun var þó tekin um frestun þingloka. „Það eru auðvitað þeir til sem telja þetta raunhæft en við viljum ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana en þetta verður allt saman þyngra með hverjum deginum sem líður“. Segir Einar K. Guðfinnsson. Birgitta Jónsdóttir, þingflokssformaður Pírata, segir stjórnarandstöðuna ætla að leggja hart að forseta þingsins engu verði breytt. „Ég geri ráð fyrir því að það verði jafnvel þing í næstu viku ef okkur tekst ekki að fá forystumenn ríkisstjórnarinnar til að átta sig á því að þá endar þingið illa. Þá verða harðar baráttur um að tryggja að mál sem ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að klára eða eru ekki nægjanlega vel unnin, fari ekki hér í gegn.“ Segir Birgitta. Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir augljóst að klára þurfi fjáraukaklög, haftalögin og segist telja að mikill vilji sé fyrir því í samfélaginu að lög um almannatryggingar verði einnig kláruð. „Og ýmis önnur mál sem eru langt komin og sjálfsagt að ljúka. Það lítur út fyrir það að við náum ekki að klára þetta á fimmtudaginn. Þá er ekkert annað að gera en halda áfram.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir ljóst að ekki verði hægt að ljúka öllum málunum. „Ríkisstjórnin verður að horfast í augu við að tíminn er búinn. Það er ekki tími til að setja hér endalast ný mál inn í þingið.“ Segir Katrín Jakobsdóttir. Eldhúsdagsumræðurnar fara fram í kvöld á Alþingi en þar vekur athygli að hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, né Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, koma til með að tala fyrir hönd flokksins heldur mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir flytja framsöguræðu Framsóknarflokksins.
Kosningar 2016 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira