Gunnar Nelson: Maður lætur sig dreyma Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2016 17:30 Gunnar Nelson snýr aftur í búrið 19. nóvember. vísir/getty Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir næsta bardaga en hann mætir Suður-Kóreumanninum Dong Hyung Kim í SSE-höllinni í Belfast á Norður-Írlandi 19. nóvember. Gunnar kom sterkur til baka eftir tap gegn Demian Maia í desember á síðasta ári og pakkaði saman Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í maí. Gunnar fær nú öðru sinni á ferlinum að vera stjarna kvöldsins, en hann og Dong berjast í aðalbardaga kvöldsins 19. nóvember. Íslenski bardagakappinn er elskaður og dáður á Írlandi en hann er einskonar fóstursonur írsku þjóðarinnar þar sem hann hefur svo lengi dvalist og æft þar og er auðvitað góðvinur Conors McGregor, þjóðhetju Íranna. Gunnar hlakkar því eðlilega til að berjast í Belfast, en hann býst við fullri höll og miklum stuðningi eins og þegar hann afgreiddi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í Dyflinni. „Ég tel að þetta verði alveg eins núna. Írsku stuðningsmennirnir eru ótrúlegir. Ég hef alltaf sagt að þegar höllin er full er ekkert fólk háværara en Írar. Þetta verður svakalegt,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í Belfast á dögunum. Gunnar er búinn að vinna tvo og tapa tveimur af síðustu fjórum bardögum og er því mikilvægt fyrir hann að vinna Dong. Hann vildi lítið spá í framtíðinni þegar írsku blaðamennirnir báðu hann um að velta henni fyrir sér. „Ég einbeiti mér alltaf á næsta verkefni. Þannig er betra að halda einbeitingu. Auðvitað lætur maður sig dreyma stundum um að maður gæti komist þangað eða þangað en síðan einbeiti ég mér bara að næsta bardaga aftur,“ sagði Gunnar. „Það eru margar mismunandi leiðir sem ég get farið. Hverja þeirra ég tek er ég ekki viss um enn þá en ég mun mun taka henni fagnandi,“ sagði Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00 Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30 Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir næsta bardaga en hann mætir Suður-Kóreumanninum Dong Hyung Kim í SSE-höllinni í Belfast á Norður-Írlandi 19. nóvember. Gunnar kom sterkur til baka eftir tap gegn Demian Maia í desember á síðasta ári og pakkaði saman Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í maí. Gunnar fær nú öðru sinni á ferlinum að vera stjarna kvöldsins, en hann og Dong berjast í aðalbardaga kvöldsins 19. nóvember. Íslenski bardagakappinn er elskaður og dáður á Írlandi en hann er einskonar fóstursonur írsku þjóðarinnar þar sem hann hefur svo lengi dvalist og æft þar og er auðvitað góðvinur Conors McGregor, þjóðhetju Íranna. Gunnar hlakkar því eðlilega til að berjast í Belfast, en hann býst við fullri höll og miklum stuðningi eins og þegar hann afgreiddi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í Dyflinni. „Ég tel að þetta verði alveg eins núna. Írsku stuðningsmennirnir eru ótrúlegir. Ég hef alltaf sagt að þegar höllin er full er ekkert fólk háværara en Írar. Þetta verður svakalegt,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í Belfast á dögunum. Gunnar er búinn að vinna tvo og tapa tveimur af síðustu fjórum bardögum og er því mikilvægt fyrir hann að vinna Dong. Hann vildi lítið spá í framtíðinni þegar írsku blaðamennirnir báðu hann um að velta henni fyrir sér. „Ég einbeiti mér alltaf á næsta verkefni. Þannig er betra að halda einbeitingu. Auðvitað lætur maður sig dreyma stundum um að maður gæti komist þangað eða þangað en síðan einbeiti ég mér bara að næsta bardaga aftur,“ sagði Gunnar. „Það eru margar mismunandi leiðir sem ég get farið. Hverja þeirra ég tek er ég ekki viss um enn þá en ég mun mun taka henni fagnandi,“ sagði Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00 Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30 Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00
Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30
Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30