Hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð tala við eldhúsdagsumræður í kvöld Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2016 15:26 Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra mun tala fyrir Framsókn í fyrstu umræðu við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Hvorki formaður, Sigmundur Davíð, né varaformaður flokksins, Sigurður Ingi, mun halda ræðu. Vísir Hvorki Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, munu halda ræður á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Báðir hafa þeir boðið sig fram til formanns á flokksþingi Framsóknarflokksins um komandi helgi og má búast við mikilli dramatík í þeirri baráttu. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Eygló Harðadóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Karl Garðarsson munu þess í stað flytja ræður fyrir hönd Framsóknarflokksins. Formenn annarra flokka, Oddný Harðardóttir Samfylking, Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkurinn, Katrín Jakobsdóttir Vinstri græn og Óttarr Proppé, Björt framtíð, tala í fyrstu umferð. Hjá Pírötum er enginn eiginlegur formaður en að þessu sinni Birgitta Jónsdóttir sem mun tala í fyrstu umferð fyrir þann flokk. Tilkynning Alþingis vegna umræðunnar í kvöld: Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) fara fram kl. 19.40 mánudaginn 26. september 2016 og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur 10 mínútur í fyrstu umferð, 6 mínútur í annarri og 6 mínútur síðustu umferð. Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkur, Björt framtíð, PíratarRæðumenn flokkanna verða: Fyrir Samfylkinguna tala Oddný G. Harðardóttir, 6. þm. Suðurkjördæmis, í fyrstu umferð, í annarri Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þeirri þriðju Árni Páll Árnason, 4. þm. Suðvesturkjördæmis. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins eru Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrstu umferð, Ólöf Nordal innanríkisráðherra í annarri umferð, en í þriðju umferð Haraldur Benediktsson, 4. þm. Norðvesturkjördæmis. Fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð tala Katrín Jakobsdóttir, 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, Svandís Svavarsdóttir, 5. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri, en í þriðju umferð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, 9. þm. Norðausturkjördæmis. Ræðumenn Framsóknarflokksins eru í fyrstu umferð Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í annarri, og Karl Garðarsson, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í þriðju umferð. Fyrir Bjarta framtíð tala í fyrstu umferð Óttarr Proppé, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri Björt Ólafsdóttir, 6. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, en í þriðju umferð Páll Valur Björnsson, 10. þm. Suðurkjördæmis. Ræðumenn Pírata eru Birgitta Jónsdóttir, 12. þm. Suðvesturkjördæmis, í fyrstu umferð, Ásta Guðrún Helgadóttir, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri, en í þriðju umferð Helgi Hrafn Gunnarsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður. Kosningar 2016 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Hvorki Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, munu halda ræður á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Báðir hafa þeir boðið sig fram til formanns á flokksþingi Framsóknarflokksins um komandi helgi og má búast við mikilli dramatík í þeirri baráttu. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Eygló Harðadóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Karl Garðarsson munu þess í stað flytja ræður fyrir hönd Framsóknarflokksins. Formenn annarra flokka, Oddný Harðardóttir Samfylking, Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkurinn, Katrín Jakobsdóttir Vinstri græn og Óttarr Proppé, Björt framtíð, tala í fyrstu umferð. Hjá Pírötum er enginn eiginlegur formaður en að þessu sinni Birgitta Jónsdóttir sem mun tala í fyrstu umferð fyrir þann flokk. Tilkynning Alþingis vegna umræðunnar í kvöld: Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) fara fram kl. 19.40 mánudaginn 26. september 2016 og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur 10 mínútur í fyrstu umferð, 6 mínútur í annarri og 6 mínútur síðustu umferð. Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkur, Björt framtíð, PíratarRæðumenn flokkanna verða: Fyrir Samfylkinguna tala Oddný G. Harðardóttir, 6. þm. Suðurkjördæmis, í fyrstu umferð, í annarri Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þeirri þriðju Árni Páll Árnason, 4. þm. Suðvesturkjördæmis. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins eru Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrstu umferð, Ólöf Nordal innanríkisráðherra í annarri umferð, en í þriðju umferð Haraldur Benediktsson, 4. þm. Norðvesturkjördæmis. Fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð tala Katrín Jakobsdóttir, 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, Svandís Svavarsdóttir, 5. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri, en í þriðju umferð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, 9. þm. Norðausturkjördæmis. Ræðumenn Framsóknarflokksins eru í fyrstu umferð Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í annarri, og Karl Garðarsson, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í þriðju umferð. Fyrir Bjarta framtíð tala í fyrstu umferð Óttarr Proppé, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri Björt Ólafsdóttir, 6. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, en í þriðju umferð Páll Valur Björnsson, 10. þm. Suðurkjördæmis. Ræðumenn Pírata eru Birgitta Jónsdóttir, 12. þm. Suðvesturkjördæmis, í fyrstu umferð, Ásta Guðrún Helgadóttir, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri, en í þriðju umferð Helgi Hrafn Gunnarsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður.
Kosningar 2016 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira