„Ekki trufla óvininn á meðan hann er að kála sér sjálfur“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. september 2016 17:00 Þær Silja Dögg Gunnarsdóttir og Vigdís Hauksdóttir, þingmenn Framsóknar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem staða Framsóknarflokksins var tíunduð. Silja Dögg segir Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, hafa farið með rétt mál þegar hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins hafa misst traust þingflokksins í kjölfar Wintris málsins.Sjá: „Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í Apríl“ „Atburðarrásin var þannig að við í þingflokknum vorum búin að ákveða að biðja Sigmund um að víkja,“ sagði Silja Dögg um örlagaríkan þingflokksfund eftir að Panamalekinn var opinberaður. „Þetta var áður en að Sigurður Ingi kom á fundinn og Sigmundur var á leiðinni líka,“ segir hún. „Þetta var ekki gert með glöðu geði, þetta var ekkert plan og við vildum ekki vera í þeirri aðstöðu en við vorum komin upp að vegg. Okkur leið illa og það hafði orðið trúnaðarbrestur forsætisráðherra við íslensku þjóðina og okkur í þingflokknum.“Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi munu etja kappi á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina.Þegar Sigurður Ingi mætir á fundinn er honum greint frá vilja þingflokksins um að víkja Sigmundi úr embætti. „Hann tók þetta mjög nærri sér og hann hoppaði ekki hæð sína af gleði,“ sagði hún. „Honum leið mjög illa, hann sagði: “Sigmundur er vinur minn, ég vil ekki gera þetta. En ef staðan er þessi og þið viljið að ég geri þetta skal ég taka þetta verkefni að mér.„„ Vigdís upplifði atburðarrásina ekki á sömu vegu og Silja Dögg. „Mér hefur greinilega verið haldið fyrir utan það þegar þessi ákvörðun var tekin um að etja Sigmund af,“ sagði hún. „Það er margt að skýrast núna og það er erfitt að sætta sig við það, í ljósi málefnastöðu Framsóknarflokksins og hvað við höfum náð miklu í gegn, að það séu þarna einstaklingar úti með hnífasettið á lofti tilbúin til að nota það korteri fyrir kosningar,“ segir Vigdís. Hún telur ljóst að flokkurinn sé klofinn og það nýtist andstæðingum hans best. „Það verður flokksþing um næstu helgi og þar verður kosið um forystu. Þar ræðst það hvaða fylking nær yfirhöndinni og hvaða fylking verður kosin. Fyrir mér lítur þetta þannig út eins og ABBA, þar sem ég fór á ABBA safnið í gær, það eru tvær fylkingar og þetta er að klofna,“ segir hún en hún var stödd í Stokkhólmi þegar Bítismenn náðu á henni í morgun. „En andstæðingar okkar kætast, þeir hugsa þetta sem svo að ekki eigi að trufla óvinin á meðan hann kálar sér sjálfur.“Hér má hlusta á umræður Silju og Vigdísar í Bítinu í heild sinni. Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þær Silja Dögg Gunnarsdóttir og Vigdís Hauksdóttir, þingmenn Framsóknar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem staða Framsóknarflokksins var tíunduð. Silja Dögg segir Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, hafa farið með rétt mál þegar hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins hafa misst traust þingflokksins í kjölfar Wintris málsins.Sjá: „Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í Apríl“ „Atburðarrásin var þannig að við í þingflokknum vorum búin að ákveða að biðja Sigmund um að víkja,“ sagði Silja Dögg um örlagaríkan þingflokksfund eftir að Panamalekinn var opinberaður. „Þetta var áður en að Sigurður Ingi kom á fundinn og Sigmundur var á leiðinni líka,“ segir hún. „Þetta var ekki gert með glöðu geði, þetta var ekkert plan og við vildum ekki vera í þeirri aðstöðu en við vorum komin upp að vegg. Okkur leið illa og það hafði orðið trúnaðarbrestur forsætisráðherra við íslensku þjóðina og okkur í þingflokknum.“Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi munu etja kappi á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina.Þegar Sigurður Ingi mætir á fundinn er honum greint frá vilja þingflokksins um að víkja Sigmundi úr embætti. „Hann tók þetta mjög nærri sér og hann hoppaði ekki hæð sína af gleði,“ sagði hún. „Honum leið mjög illa, hann sagði: “Sigmundur er vinur minn, ég vil ekki gera þetta. En ef staðan er þessi og þið viljið að ég geri þetta skal ég taka þetta verkefni að mér.„„ Vigdís upplifði atburðarrásina ekki á sömu vegu og Silja Dögg. „Mér hefur greinilega verið haldið fyrir utan það þegar þessi ákvörðun var tekin um að etja Sigmund af,“ sagði hún. „Það er margt að skýrast núna og það er erfitt að sætta sig við það, í ljósi málefnastöðu Framsóknarflokksins og hvað við höfum náð miklu í gegn, að það séu þarna einstaklingar úti með hnífasettið á lofti tilbúin til að nota það korteri fyrir kosningar,“ segir Vigdís. Hún telur ljóst að flokkurinn sé klofinn og það nýtist andstæðingum hans best. „Það verður flokksþing um næstu helgi og þar verður kosið um forystu. Þar ræðst það hvaða fylking nær yfirhöndinni og hvaða fylking verður kosin. Fyrir mér lítur þetta þannig út eins og ABBA, þar sem ég fór á ABBA safnið í gær, það eru tvær fylkingar og þetta er að klofna,“ segir hún en hún var stödd í Stokkhólmi þegar Bítismenn náðu á henni í morgun. „En andstæðingar okkar kætast, þeir hugsa þetta sem svo að ekki eigi að trufla óvinin á meðan hann kálar sér sjálfur.“Hér má hlusta á umræður Silju og Vigdísar í Bítinu í heild sinni.
Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira